Sport

Dag­skráin í dag: NFL deildin af stað og Cristiano Ronaldo

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Patrick Mahomes verður í aðalhlutverki með Kansas City Chiefs í kvöld.
Patrick Mahomes verður í aðalhlutverki með Kansas City Chiefs í kvöld. Getty/Jamie Squire

Næstum því sjö mánaða bið er loksins á enda. NFL deildin fer aftur af stað í kvöld og opnunarleikur Kansas City Chiefs og Baltimore Ravens er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.

Kansas City Chiefs liðið hefur unnið NFL deildina tvö ár í röð og þeir byrja titilvörnina á móti liði sem hefur klikkað á stóra sviðinu ár eftir ár.

Baltimore Ravens er samt eins og oft áður til alls líklegt í ár en Lamar Jackson og félagar ætla eflaust að sýna sig og sanna í þessum stórleik á móti Patrick Mahomes og félögum.

Það er ekki bara NFL deildin sem verður í beinni í dag heldur eru einnig sýndir beint leikir úr Þjóðadeildinni í fótbolta sem er líka að fara af stað.

Annar leikjanna er hörkuleikur á milli Portúgals og Króatíu en Cristiano Ronaldo reynir það að bæta fleiri mörkum við landsleikjamarkametið sitt.

Í hinum leikjum eru Svíarnir komnir alla leið til Aserbaísjan.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 00:20 hefst bein útsending frá leik Kansas City Chiefs og Baltimore Ravens í NFL deildinni.

Vodafone Sport

Klukkan 15.50 hefst bein útsending frá leik Aserbaísjan og Svíþjóðar í Þjóðadeild UEFA.

Klukkan 18.35 hefst bein útsending frá leik Portúgals og Króatíu í Þjóðadeild UEFA.

Klukkan 22.30 hefst bein útsending frá leik Pittsburgh Pirates og Washington Nationals í bandarísku MLB deildinni í hafnabolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×