Bolli baðst afsökunar eftir orrahríð dagsins Magnús Jochum Pálsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 4. september 2024 21:35 Áslaug Arna skaut ansi harkaleg á Bolla eftir ummæli hans í morgun. Nanna Kristín segir sjálfstæðiskonur taka afsökunarbeiðni hans gilda og bjóða hann aftur velkominn í flokkinn. Ásgeir Bolli Kristinsson, betur þekktur sem Bolli í Sautján, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum um stúlkur í Sjálfstæðisflokknum. Formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna segir ummælan dæma sig sjálf en tekur afsökunarbeiðninni og býður Bolla aftur velkominn í flokkinn. Bolli ræddi í morgun við Vísi um viðbótarlista tengdan Sjálfstæðisflokknum í þingkosningum á næsta ári, svokallaðan DD-lista. Þar sagði hann að einungis þeir sem hefðu áorkað einhverju fengju sæti á listanum og bætti svo við að það væri ekki verið að leita að „einhverjum nýútskrifuðum stúlkum sem ætla bara að blása á sér hárið og naglalakka sig.“ Ummælin vöktu strax hörð viðbrögð og svöruðu nokkrir Sjálfstæðismenn Bolla fullum hálsi. Til að mynda skrifaði Áslaug Arna færslu á X þar sem hún sagði „Hjá sumum er Bollinn alltaf hálf tómur, en hjá „nýútskrifuðum” stelpum með blásið hár og naglalakk er Bollinn fullur!“ Hjá sumum er Bollinn alltaf hálf tómur, en hjá „nýútskrifuðum” stelpum með blásið hár og naglalakk er Bollinn fullur!— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) September 4, 2024 Hödd Vilhjálmsdóttur almannatengli fannst áhugavert að „krúttleg karlremba á áttræðisaldri“ hefði áhyggjur af blæstri og naglalökkun ungra kvenna. Hún skildi ekki hvernig Bolli hefði tíma fyrir DD-listann þegar svo mikill tími hjá honum færi í að viðhalda svörtu hárinu. Bolli ræddi DD-listann aftur í Reykjavík síðdegis í dag og baðst þá afsökunar á ummælum sínum. Fréttastofa ræddi við Nönnu Kristínu Tryggvadóttur, formann Landssambands sjálfstæðiskvenna, um ummæli Bolla. Ummælin dæmi sig sjálf Hvernig leggjast þessi ummæli Bolla í þig? „Mér finnst þessi ummæli dæma sig sjálf. Það er enginn stjórnmálaflokkur á Íslandi sem hefur betri sögu að segja þegar kemur að jafnréttismálum. Við áttum fyrsta kvenborgarstjórann, fyrsta kvenráðherrann og tvo yngstu kvenráðherra sögunnar,“ segir Nanna. „Þetta eru allt konur sem eru eða hafa verið á þeim stað sem þær eru af því þær eru framúrskarandi stjórnmálamenn og öflugir leiðtogar, oft með blásið hár en engu að síður framúrskarandi,“ bætir hún við. Taka Bolla opnum örmum Bolli hefur beðist afsökunar. Er þetta afsökunarbeiðni sem þið takið við? „Að sjálfsögðu. Það er ánægjulegt að heyra að Bolli sé aftur genginn til liðs við okkur Sjálfstæðismenn eftir að hafa sagt skilið við okkur 2019,“ segir hún. Hvernig hafa viðbrögð Sjálfstæðiskvenna verið í kringum þig? „Við höfum svo sem ekkert verið að velta okkur upp úr þessu í dag frekar en aðra daga. Við erum að einbeita okkur að því sem skiptir máli og þetta kannski ekki efst á blaði þar,“ segir Nanna. Var lítillækkandi að heyra þessi ummæli? „Ég held að þetta sé fyrst og fremst eitthvað sem lítillækki þann sem lætur þessi orð falla. En hann hefur dregið þau til baka og beðist afsökunar og það er flott,“ segir hún. Jafnréttismál Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Bolli ræddi í morgun við Vísi um viðbótarlista tengdan Sjálfstæðisflokknum í þingkosningum á næsta ári, svokallaðan DD-lista. Þar sagði hann að einungis þeir sem hefðu áorkað einhverju fengju sæti á listanum og bætti svo við að það væri ekki verið að leita að „einhverjum nýútskrifuðum stúlkum sem ætla bara að blása á sér hárið og naglalakka sig.“ Ummælin vöktu strax hörð viðbrögð og svöruðu nokkrir Sjálfstæðismenn Bolla fullum hálsi. Til að mynda skrifaði Áslaug Arna færslu á X þar sem hún sagði „Hjá sumum er Bollinn alltaf hálf tómur, en hjá „nýútskrifuðum” stelpum með blásið hár og naglalakk er Bollinn fullur!“ Hjá sumum er Bollinn alltaf hálf tómur, en hjá „nýútskrifuðum” stelpum með blásið hár og naglalakk er Bollinn fullur!— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) September 4, 2024 Hödd Vilhjálmsdóttur almannatengli fannst áhugavert að „krúttleg karlremba á áttræðisaldri“ hefði áhyggjur af blæstri og naglalökkun ungra kvenna. Hún skildi ekki hvernig Bolli hefði tíma fyrir DD-listann þegar svo mikill tími hjá honum færi í að viðhalda svörtu hárinu. Bolli ræddi DD-listann aftur í Reykjavík síðdegis í dag og baðst þá afsökunar á ummælum sínum. Fréttastofa ræddi við Nönnu Kristínu Tryggvadóttur, formann Landssambands sjálfstæðiskvenna, um ummæli Bolla. Ummælin dæmi sig sjálf Hvernig leggjast þessi ummæli Bolla í þig? „Mér finnst þessi ummæli dæma sig sjálf. Það er enginn stjórnmálaflokkur á Íslandi sem hefur betri sögu að segja þegar kemur að jafnréttismálum. Við áttum fyrsta kvenborgarstjórann, fyrsta kvenráðherrann og tvo yngstu kvenráðherra sögunnar,“ segir Nanna. „Þetta eru allt konur sem eru eða hafa verið á þeim stað sem þær eru af því þær eru framúrskarandi stjórnmálamenn og öflugir leiðtogar, oft með blásið hár en engu að síður framúrskarandi,“ bætir hún við. Taka Bolla opnum örmum Bolli hefur beðist afsökunar. Er þetta afsökunarbeiðni sem þið takið við? „Að sjálfsögðu. Það er ánægjulegt að heyra að Bolli sé aftur genginn til liðs við okkur Sjálfstæðismenn eftir að hafa sagt skilið við okkur 2019,“ segir hún. Hvernig hafa viðbrögð Sjálfstæðiskvenna verið í kringum þig? „Við höfum svo sem ekkert verið að velta okkur upp úr þessu í dag frekar en aðra daga. Við erum að einbeita okkur að því sem skiptir máli og þetta kannski ekki efst á blaði þar,“ segir Nanna. Var lítillækkandi að heyra þessi ummæli? „Ég held að þetta sé fyrst og fremst eitthvað sem lítillækki þann sem lætur þessi orð falla. En hann hefur dregið þau til baka og beðist afsökunar og það er flott,“ segir hún.
Jafnréttismál Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira