Íshella heysteria sófasérfræðinga ríður ekki við einteyming Kristján Logason skrifar 4. september 2024 21:00 Það er furðulegt að ekki sé meira sagt að sjá hvern sófasérfræðinginn á fætur öðrum stíga fram og furða sig á ferðum í íshella að sumarlagi. Þannig skilur fjármálaráðherra ekkert í því að farið sé í ferðir í íshella á sama tíma og fjölskylda hans dælir þangað inn ferðamönnum. Magnús Tumi sérfræðingur fjölmiðla í öllu sem viðkemur Íslandi fullyrðir að íshellar séu hættulegir nema þegar háttsettir aðilar setja ofan í við hann og þá dregur hann í land með íshellinn í Langjökli þó allir sem keyrt hafi þangað upp viti að enginn akstur að íshelli er hættulegri en einmitt sá akstur. Ég vil reyndar meina að enginn íshellir sé hættulegri en aksturinn að þeim íshelli enda verða menn að keyra eftir GPS til þess eins að hverfa ekki í sprungu á leiðinni. Enginn íshellir er eins og því eru allar alhæfingar um íshella rangar. Sumir íshellar geta verið jafn öruggir að fara í að sumri jafnt sem vetri meðan aðrir eru hættulegir jafnt sumar sem vetur. Eðli íshella byggir á því hvar þeir eru í stálinu og ísnum og ástæða þess að ekki hefur að jafnaði verið farið í íshella að sumri er vegna þess að flestir íshellar eins og í Breiðamerkurjökli myndast á mörkum jarðvegs og íss við það að vatnsflaumur að sumri grefur út helli sem hægt er að fara í þegar frystir og vatnselgurinn sjatnar eða hverfur alveg. Til eru aðrir íshellar eins og í Kötlujökli sem eru annarar gerðar og myndast hærra í stálinu en í Breiðamerkurjökli. Vandamálið við slíkan íshelli er ekki vatsflaumurinn að sumri heldur bráðnunin sem á sér stað á jöklinum. Af þeim sökum getur svo farið að íshellir sem aðgengilegur er að vori og fram eftir sumri sé jafnvel horfin síðsumars vegna bráðnunar. Það þýðir ekki endilega að hellirinn sé hættulegur allt sumarið en setur þá kröfu á ferðaþjónustuaðila að fylgjast vel með. Þeir ferðaþjónustuaðilar sem fara í slíka jökla að sumarlagi fylgjast vel með þróuninni og ef þeir telja að ekki sé öruggt að fara í slíka hella þá gera þeir það ekki, enda er það skelfilegt fyrir fyritæki ef eitthvað kemur fyrir og jafnvel endalok þess. Af þeim sökum einum er það kapp fyrirtækja að gæta sem fylgsta öryggis í hvívetna. Þannig var það með ísboga sem var til staðar í Kötlujökli og menn fóru ekki nálægt honum með viðskiptavini löngu áður en hann hrundi. Hann var þó ekki hættulegri en svo að töluvert eftir að ferðaþjónustuaðilar hættu að fara nælægt honum klifu ofurhugar bogan án þess að hann hrundi. Það breytti þó engu fyrir ferðaþjónustuaðila. Nú þegar fjölmiðlar fara offari í að reyna að spyrða jöklafyrirtæki við glæpsamleg athæfi reynir hver aðilinn á fætur öðrum að slá sér á brjósti og segja ekki ég, ekki ég um leið og þeir spíta því útúr sér að "heimamenn" myndu nú ekki gera svona, í þeirri vona að útlendingar að sunnun láti nú vera að koma með ferðamenn inn á svæði heimamanna sem þeir telja sig eiga skuldlaust. Félag fjallaleiðsögumanna er annað fyrirbæri sem nú reynir sitt ítrasta að ná loksins því markmiði sínu að fá einokun á útskrift jöklaleiðsögumanna um leið og þeir afneita sínum færustu mönnum. Slíkt væri óhæfa enda félagið ekki staðið sig vel í neinu nema í því að hygla forystumönnum þess og sumir kennarar þess aðilar sem ekki ættu að koma nálægt kennslu. Framtíðar kennsla í fjalla og jöklamennsku þarf að vera á höndum fleiri en eins aðila en þar þarf að setja staðla á pari við erlenda ISO staðla og gera kröfur um vottaða kennslu og kennara. Það er alger óhæfa að aðilar með vottað nám frá erlendum fjallaleiðsöguskólum skuli ekki fá viðurkenningu á sínu námi þó það sé margfalt meira en þeirra sjálflærðu sérfræðinga sem setja reglurnar í félagi fjallaleiðsögumanna. Öryggismál eru mikilvæg. Öryggismál þeirra sem fara í eða á jökul þurfa að vera á hreinu og fyrirtæki hafa áður svarað kalli yfirvalda á jákvæðan hátt eins og með Svínafellsjökul þar sem ekkert fyrirtæki fer lengur með fólk eftir beiðni yfirvalda þar um vegna hættu á því að hlíðin við jökulinn hrynji. Það er ekkert að því að yfirvöld setji fram kröfur um þjálfun og vottun þeirra sem stunda fjalla og jöklamennsku en meðan ekki er til ISO vottaður staðall þar um, er erfitt við að eiga og þar þurfa yfirvöld að horfa í eigin barm. Ferðaþjónustan hefur gert sitt besta sjálf í því að fara fram á lágmarkskröfur eins og Hard Ice1 fyrir þá sem fara á jökulinn og ökuleiðsögumenn margir hafa tekið það upp hjá sjálfum sér á eigin kostnað að sækja námskeið í Wilderness first responder og þurfa þar að auki að taka námskeið í skyndihjálp á fimm ára fresti. Þörf á banni eins og Ferðamálastjóri hefur nú ígrundað og fjölmiðlar virðast sækja í að kalla eftir er því ekki til staðar. Meta þarf hvert svæði fyrir sig rétt eins og meta þarf aðstæður hverju sinni enda breytingar á jöklum gríðalegar og töluvert meiri þetta sumarið en mig hefði órað fyrir. Engan gat órað fyrir því sem gerðist á Breiðarmerkurjökli og það er martröð hvers leiðsögumanns að lenda í aðstæðum þar sem slys verður. Það reyna allir sitt besta en slys gera oft ekki boð á undan sér. Bann er ekki besta leiðin. Ef svo væri væri öllum bannað að fara út fyrir málbik og ekki nokkur sála fengi að fara í Reynisfjöru enda hafa þar á undanförnum árum orðið fleiri dauðsföll en á nokkrum öðrum fjölförnum ferðamannastað. Þjálfun leiðsögumanna og fræðsla og svo endurþjálfun og ISO vottun er mun betur til þess fallin að bægja frá hættu en boð og bönn. Með þjálfun og vottun eiga þá líka leiðsögumenn auðveldara með að segja við þá sem þeir starfa fyrir að aðstæður séu of hættulegar og það verður erfiðara fyrir skrifstofuaðila að beita þrýstingi á leiðsögumenn að fara hvurnig sem viðrar og hverjar sem aðstæðurnar eru, nokkuð sem betur fer gerist æ sjaldnar nú en áður. Öryggi fræðsla og vottuð þjálfun er það sem þarf til framtíðar ekki boð og bönn. Höfundur er leiðsögumaður sem oft leggur leið sína inn í jökulinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Slys á Breiðamerkurjökli Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Það er furðulegt að ekki sé meira sagt að sjá hvern sófasérfræðinginn á fætur öðrum stíga fram og furða sig á ferðum í íshella að sumarlagi. Þannig skilur fjármálaráðherra ekkert í því að farið sé í ferðir í íshella á sama tíma og fjölskylda hans dælir þangað inn ferðamönnum. Magnús Tumi sérfræðingur fjölmiðla í öllu sem viðkemur Íslandi fullyrðir að íshellar séu hættulegir nema þegar háttsettir aðilar setja ofan í við hann og þá dregur hann í land með íshellinn í Langjökli þó allir sem keyrt hafi þangað upp viti að enginn akstur að íshelli er hættulegri en einmitt sá akstur. Ég vil reyndar meina að enginn íshellir sé hættulegri en aksturinn að þeim íshelli enda verða menn að keyra eftir GPS til þess eins að hverfa ekki í sprungu á leiðinni. Enginn íshellir er eins og því eru allar alhæfingar um íshella rangar. Sumir íshellar geta verið jafn öruggir að fara í að sumri jafnt sem vetri meðan aðrir eru hættulegir jafnt sumar sem vetur. Eðli íshella byggir á því hvar þeir eru í stálinu og ísnum og ástæða þess að ekki hefur að jafnaði verið farið í íshella að sumri er vegna þess að flestir íshellar eins og í Breiðamerkurjökli myndast á mörkum jarðvegs og íss við það að vatnsflaumur að sumri grefur út helli sem hægt er að fara í þegar frystir og vatnselgurinn sjatnar eða hverfur alveg. Til eru aðrir íshellar eins og í Kötlujökli sem eru annarar gerðar og myndast hærra í stálinu en í Breiðamerkurjökli. Vandamálið við slíkan íshelli er ekki vatsflaumurinn að sumri heldur bráðnunin sem á sér stað á jöklinum. Af þeim sökum getur svo farið að íshellir sem aðgengilegur er að vori og fram eftir sumri sé jafnvel horfin síðsumars vegna bráðnunar. Það þýðir ekki endilega að hellirinn sé hættulegur allt sumarið en setur þá kröfu á ferðaþjónustuaðila að fylgjast vel með. Þeir ferðaþjónustuaðilar sem fara í slíka jökla að sumarlagi fylgjast vel með þróuninni og ef þeir telja að ekki sé öruggt að fara í slíka hella þá gera þeir það ekki, enda er það skelfilegt fyrir fyritæki ef eitthvað kemur fyrir og jafnvel endalok þess. Af þeim sökum einum er það kapp fyrirtækja að gæta sem fylgsta öryggis í hvívetna. Þannig var það með ísboga sem var til staðar í Kötlujökli og menn fóru ekki nálægt honum með viðskiptavini löngu áður en hann hrundi. Hann var þó ekki hættulegri en svo að töluvert eftir að ferðaþjónustuaðilar hættu að fara nælægt honum klifu ofurhugar bogan án þess að hann hrundi. Það breytti þó engu fyrir ferðaþjónustuaðila. Nú þegar fjölmiðlar fara offari í að reyna að spyrða jöklafyrirtæki við glæpsamleg athæfi reynir hver aðilinn á fætur öðrum að slá sér á brjósti og segja ekki ég, ekki ég um leið og þeir spíta því útúr sér að "heimamenn" myndu nú ekki gera svona, í þeirri vona að útlendingar að sunnun láti nú vera að koma með ferðamenn inn á svæði heimamanna sem þeir telja sig eiga skuldlaust. Félag fjallaleiðsögumanna er annað fyrirbæri sem nú reynir sitt ítrasta að ná loksins því markmiði sínu að fá einokun á útskrift jöklaleiðsögumanna um leið og þeir afneita sínum færustu mönnum. Slíkt væri óhæfa enda félagið ekki staðið sig vel í neinu nema í því að hygla forystumönnum þess og sumir kennarar þess aðilar sem ekki ættu að koma nálægt kennslu. Framtíðar kennsla í fjalla og jöklamennsku þarf að vera á höndum fleiri en eins aðila en þar þarf að setja staðla á pari við erlenda ISO staðla og gera kröfur um vottaða kennslu og kennara. Það er alger óhæfa að aðilar með vottað nám frá erlendum fjallaleiðsöguskólum skuli ekki fá viðurkenningu á sínu námi þó það sé margfalt meira en þeirra sjálflærðu sérfræðinga sem setja reglurnar í félagi fjallaleiðsögumanna. Öryggismál eru mikilvæg. Öryggismál þeirra sem fara í eða á jökul þurfa að vera á hreinu og fyrirtæki hafa áður svarað kalli yfirvalda á jákvæðan hátt eins og með Svínafellsjökul þar sem ekkert fyrirtæki fer lengur með fólk eftir beiðni yfirvalda þar um vegna hættu á því að hlíðin við jökulinn hrynji. Það er ekkert að því að yfirvöld setji fram kröfur um þjálfun og vottun þeirra sem stunda fjalla og jöklamennsku en meðan ekki er til ISO vottaður staðall þar um, er erfitt við að eiga og þar þurfa yfirvöld að horfa í eigin barm. Ferðaþjónustan hefur gert sitt besta sjálf í því að fara fram á lágmarkskröfur eins og Hard Ice1 fyrir þá sem fara á jökulinn og ökuleiðsögumenn margir hafa tekið það upp hjá sjálfum sér á eigin kostnað að sækja námskeið í Wilderness first responder og þurfa þar að auki að taka námskeið í skyndihjálp á fimm ára fresti. Þörf á banni eins og Ferðamálastjóri hefur nú ígrundað og fjölmiðlar virðast sækja í að kalla eftir er því ekki til staðar. Meta þarf hvert svæði fyrir sig rétt eins og meta þarf aðstæður hverju sinni enda breytingar á jöklum gríðalegar og töluvert meiri þetta sumarið en mig hefði órað fyrir. Engan gat órað fyrir því sem gerðist á Breiðarmerkurjökli og það er martröð hvers leiðsögumanns að lenda í aðstæðum þar sem slys verður. Það reyna allir sitt besta en slys gera oft ekki boð á undan sér. Bann er ekki besta leiðin. Ef svo væri væri öllum bannað að fara út fyrir málbik og ekki nokkur sála fengi að fara í Reynisfjöru enda hafa þar á undanförnum árum orðið fleiri dauðsföll en á nokkrum öðrum fjölförnum ferðamannastað. Þjálfun leiðsögumanna og fræðsla og svo endurþjálfun og ISO vottun er mun betur til þess fallin að bægja frá hættu en boð og bönn. Með þjálfun og vottun eiga þá líka leiðsögumenn auðveldara með að segja við þá sem þeir starfa fyrir að aðstæður séu of hættulegar og það verður erfiðara fyrir skrifstofuaðila að beita þrýstingi á leiðsögumenn að fara hvurnig sem viðrar og hverjar sem aðstæðurnar eru, nokkuð sem betur fer gerist æ sjaldnar nú en áður. Öryggi fræðsla og vottuð þjálfun er það sem þarf til framtíðar ekki boð og bönn. Höfundur er leiðsögumaður sem oft leggur leið sína inn í jökulinn.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun