Örlagaríkur tölvupóstur opnaður á Facetime við mömmu og pabba Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. september 2024 14:01 Erna og Hrefna fallast hér í faðma á Facetime við foreldra sína í fyrra þegar í ljós kom að þær hefðu báðar fengið samning við einn besta dansflokk heims. Erna Kristín og Hrefna Kristrún Jónasdætur eru 24 ára eineggja tvíburasystur sem náð hafa lygilegum árangri í ballettheiminum í Bretlandi. Þær segja hápunkt ferilsins hingað til tvímælalaust hafa verið þegar þær fengu samning við Royal national ballet, einn virtasta ballettflokk Bretlands. Erna og Hrefna eru einkar samrýmdar og hafa hingað til fetað nákvæmlega sömu braut í lífinu. Ballett er sameiginleg ástríða þeirra og þeim hefur báðum tekist að skapa sér glæstan feril utan landsteinanna. Árangurinn er ótrúlegur. Þær hafa komist á samning hjá virtum dansflokkum og dansað fyrir fullum sal í Royal Albert hall í London. Þær hafa fylgst að allan tímann, í gegnum súrt og sætt. Við settumst niður með systrunum í Íslandi í dag á dögunum. Augnablikin hafa mörg verið ansi stór hjá systrunum síðustu ár. Þær eru sammála þegar þær eru inntar eftir því alla stærsta; það hafi verið þegar fjarlægur draumur rættist loks í fyrra. „Við Sáum að English national ballet, sem er einn besti ballettflokkur heims, var að auglýsa. Við ákváðum að við ætluðum að sækja um að gamni, þó að líkurnar séu rosalega litlar,“ segir Hrefna. Þær segja að tvö þúsund manns hafi sótt um, 150 verið boðaðir í prufur og þrettán dansarar fengu samning yfir sumarið. Bæði Hrefna og Erna hrepptu hnossið. „Mómentið þegar við opnuðum tölvupóstinn frá þeim, þegar við fáum samning hjá English national ballet. Þetta var svo rosalega langsótt markmið, maður leyfði sér ekki að dreyma um þetta. Þegar við opnuðum tölvupóstinn þá hrundu tárin, við vorum á Facetime við mömmu og pabba,“ segir Hrefna. Og ekki nóg með það heldur voru Hrefna og Erna báðar valdar til að dansa á frumsýningarkvöldinu í Royal Albert hall. Aðeins þrír dansarar sem ekki eru fastráðnir við flokkinn voru valdir til verksins. „Og þær sýningar sem við sýnum í Royal Albert Hall líka, þar er setið frá öllum hliðum. Þær eru hápunkturinn. Og við reynum alltaf að útskýra fyrir þeim sem eru ekki í ballett að þetta sé eins og að fá samning hjá Manchester United í fótboltanum,“ segir Erna. Viðtalið við tvíburana má horfa á í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Ísland í dag Dans Íslendingar erlendis Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Sjá meira
Erna og Hrefna eru einkar samrýmdar og hafa hingað til fetað nákvæmlega sömu braut í lífinu. Ballett er sameiginleg ástríða þeirra og þeim hefur báðum tekist að skapa sér glæstan feril utan landsteinanna. Árangurinn er ótrúlegur. Þær hafa komist á samning hjá virtum dansflokkum og dansað fyrir fullum sal í Royal Albert hall í London. Þær hafa fylgst að allan tímann, í gegnum súrt og sætt. Við settumst niður með systrunum í Íslandi í dag á dögunum. Augnablikin hafa mörg verið ansi stór hjá systrunum síðustu ár. Þær eru sammála þegar þær eru inntar eftir því alla stærsta; það hafi verið þegar fjarlægur draumur rættist loks í fyrra. „Við Sáum að English national ballet, sem er einn besti ballettflokkur heims, var að auglýsa. Við ákváðum að við ætluðum að sækja um að gamni, þó að líkurnar séu rosalega litlar,“ segir Hrefna. Þær segja að tvö þúsund manns hafi sótt um, 150 verið boðaðir í prufur og þrettán dansarar fengu samning yfir sumarið. Bæði Hrefna og Erna hrepptu hnossið. „Mómentið þegar við opnuðum tölvupóstinn frá þeim, þegar við fáum samning hjá English national ballet. Þetta var svo rosalega langsótt markmið, maður leyfði sér ekki að dreyma um þetta. Þegar við opnuðum tölvupóstinn þá hrundu tárin, við vorum á Facetime við mömmu og pabba,“ segir Hrefna. Og ekki nóg með það heldur voru Hrefna og Erna báðar valdar til að dansa á frumsýningarkvöldinu í Royal Albert hall. Aðeins þrír dansarar sem ekki eru fastráðnir við flokkinn voru valdir til verksins. „Og þær sýningar sem við sýnum í Royal Albert Hall líka, þar er setið frá öllum hliðum. Þær eru hápunkturinn. Og við reynum alltaf að útskýra fyrir þeim sem eru ekki í ballett að þetta sé eins og að fá samning hjá Manchester United í fótboltanum,“ segir Erna. Viðtalið við tvíburana má horfa á í heild í spilaranum hér fyrir ofan.
Ísland í dag Dans Íslendingar erlendis Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Sjá meira