52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson skrifar 5. september 2024 12:33 EES er 30 ára í ár. Milljarðarnir í fyrirsögninni eru niðurstaða þýskrar rannsóknarstofnunar á því, hvað EE-samningurinn hafi reynst vera Íslendingum mikil búbót á þessum 30 árum. Og Háskóli Íslands taldi þetta nægilegt tilefni til að bjóða í partý, afmælisbarninu til heiðurs. Það var vel til fundið. Þó ekki væri nema vegna þess að ætla má, að meira en helmingur núlifandi Íslendinga muni ekki það Ísland, sem einu sinni var – fyrir EES. Og þakkarvert, að háskólinn leitaði til hins virta álitsgjafa Morgunblaðsins, Björns Bjarnasonar, fv. ráðherra, til að hressa upp á þjóðarminnið. Og hann fékk m.a.s. einn fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu – og það er nóg til af þeim – í lið með sér. Og tvær konur – aðra norska – sem vonandi höfðu báðar náð lögaldri, þegar EES leit dagsins ljós. Norska, þó ekki væri nema vegna þess, að Norðmenn borga reikninginn að mestu. OG EKKI VEITIR AF að hressa upp á minnið. Það eru nefnilega flestir búnir að gleyma því, að á sínum tíma – í alþingiskosningunum 1991, sem snerust nær eingöngu um EES – voru eiginlega allir á móti EES. Kenndu samninginn jafnvel við landssölu og landráð. M.a.s. hin ástsæli forseti Íslands, þáverandi, breytti ríkisráðsfundinum, þar sem EES öðlaðist löggildingu, í eftirmynd af líkvöku við flöktandi kertaljós (sjálfstæðisins). SJÁLFUR BJÖRN BJARNASON var þá einn helstitalsmaður flokks síns, Sjálfstæðisflokksins, sem var eindregið á móti EES-samningnum. Í staðinn vildu þeir bara tvíhliða tollasamning til að forðast íþyngjandi skuldbindingar við Evrópusambandið.Björn viðurkenndi að vísu síðar, að slíkur tvíhliðasamningur stæði ekki til boða. Þetta hefði því bara verið venjulegt kosingablöff. EES ER SUMSÉ skilgetið afkvæmi vinstristjórnar Steingríms Hermannssonar (1988-91). Þar var Alþýðubandalag Ólafs Ragnars Grímssonar, þá fjármálaráðherra, þriðja hjól undir vagni. Öll var samningsgerðin undir verkstjórn þáverandi utanríkisráðherra – nefnilega undirritaðs – frá byrjun til enda. Nema hvað: þegar kom að kosningunum 1991, snerust þeir félagar, Steingrímur og Ólafur Ragnar, alfarið líka á móti – af ótta við fylgistap ella. Þeir snerust m.ö.o. gegn sinni eigin ríkisstjórn, sem veitti samningsumboðið. Steingrímur kallar þetta í ævisögu sinni sín stærstu pólitísku mistök. Réttilega. Gleymi ég einhverju? Já, Kvennalistanum. Já, hann var auðvitað á móti. Þær sáu ekki fyrir, að EES-samingurinn myndi fjölga opinberum starfsmönnum, þ.e.a.s.háskólamenntuðum konum, verulega. VISNSTRI STJÓRNIN lifði af þessi fjörráð – með eins atkvæðis þingmeirihluta. Hann hefði getað heitið Páll frá Höllustöðum eða eitthvað þaðan af verra.Og þau voru fleiri. Með framhaldi vinstri stjórnarinnar hefði EES því verið fórnað á altari heimaalinnar þjóðrembu eða grámyglaðrar hugmyndafræði. Alla vega – ég ætlaði ekki að taka þátt í þeirri galdrabrennu. Hvað var til ráða? Að láta reyna á stefnufestu Sjálfstæðisflokksins. Ég hafði þá þegar reynslu af því, að hún væri ekki upp á marga fiska, þegar á reyndi. „Hvar er planið?“, spyrja ungir sjálfstæðismenn nú í öngum sínum. Ef þeir eru að leita að stefnufestunni, fara þeir enn villir vega. ÉG BAUÐ NÝKJÖRNUM formanni Sjálfstæðisflokksins stól forsætisráðherra, gegn einu skilyrði: EES. Kúvendið ykkar afstöðu og þiggið upðhefðina. Það gekk eftir. Þess vegna fögnum við 30 ára afmæli EES á þessu ári. ÞESS VEGNA gat Björn Bjarnason sagt eftirfarandi í skýrslu um EES samstarfið, sem hann ritstýrði af lofsverðri vandvirkni árið 2019. (Tilvitnunin lýsir niðurstöðu þýskrar rannsóknarstofnunar, Bertelsmann Stiftung, á efnahagsáhrifum EES fyrir Ísland): „Sé litið til heildaráhrifa á Íslandi eru uppreiknuð áhrif á efnahag Íslands 380 milljónir evra. Sú tala er fengin með því að reikna út velferðarávinning hvers einstaklings og margfalda með íbúafjölda. Er þar um að ræða 52 milljarða króna á ári hverju. Það er um 2. 07% af vergri landsframleiðslu Íslands“. 52 milljarðar króna á ári í 30 ár = 1.560 milljarðar á 30 árum. Það munar um minna. Heimamarkaður okkar stækkaði úr 300 þúsundum í 500 milljónir manna. Langvarandi kreppu (1988-94) með atvinnuleysi og landflótta var snúið í langvarandi vaxtarskeið. EES reyndist vera lyftistöng fyrir nýsköpunarfyrirtæki, sem eiga tilveru sína algerlega undir hindrunarlausum aðgangi að erlendum mörkuðum. Fjöldi fyrirtækja í upplýsingatækni, sérfræðiþjónustu, lyfjaframleiðslu og ferðamannaiðnaði blómstruðu. Ísland var á hraðri leið inn í nútímann. Gefum Herði Arnarsyni, þáverandi forstjóra Marels en nú Landsvirkjunar, lokaorðin: „Ég held í raun og veru, að fyrirtæki eins og Marel og Össur hefðu ekki orðið til í þeirri mynd,sem þau eru, hefðum við ekki orðið aðilar að evrópska efnahagssvæðinu...“(Viðskiptablaðið í apríl 2019) Þetta er trúverðugur vitnisburður um 30 ára reynslu af EES. Í upphafi voru flestir á móti, líka þeir sem vilja nú (næstum) allir „þá Lilju kveðið hafa“. Höfundur var pólitískur verkstjóri EES-samningsins í tveimur ríkisstjórnum (1988-1995). Honum var ekki boðið að miðla þeirri reynslu á 30 ára- afmæli EES í Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Jón Baldvin Hannibalsson Utanríkismál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
EES er 30 ára í ár. Milljarðarnir í fyrirsögninni eru niðurstaða þýskrar rannsóknarstofnunar á því, hvað EE-samningurinn hafi reynst vera Íslendingum mikil búbót á þessum 30 árum. Og Háskóli Íslands taldi þetta nægilegt tilefni til að bjóða í partý, afmælisbarninu til heiðurs. Það var vel til fundið. Þó ekki væri nema vegna þess að ætla má, að meira en helmingur núlifandi Íslendinga muni ekki það Ísland, sem einu sinni var – fyrir EES. Og þakkarvert, að háskólinn leitaði til hins virta álitsgjafa Morgunblaðsins, Björns Bjarnasonar, fv. ráðherra, til að hressa upp á þjóðarminnið. Og hann fékk m.a.s. einn fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu – og það er nóg til af þeim – í lið með sér. Og tvær konur – aðra norska – sem vonandi höfðu báðar náð lögaldri, þegar EES leit dagsins ljós. Norska, þó ekki væri nema vegna þess, að Norðmenn borga reikninginn að mestu. OG EKKI VEITIR AF að hressa upp á minnið. Það eru nefnilega flestir búnir að gleyma því, að á sínum tíma – í alþingiskosningunum 1991, sem snerust nær eingöngu um EES – voru eiginlega allir á móti EES. Kenndu samninginn jafnvel við landssölu og landráð. M.a.s. hin ástsæli forseti Íslands, þáverandi, breytti ríkisráðsfundinum, þar sem EES öðlaðist löggildingu, í eftirmynd af líkvöku við flöktandi kertaljós (sjálfstæðisins). SJÁLFUR BJÖRN BJARNASON var þá einn helstitalsmaður flokks síns, Sjálfstæðisflokksins, sem var eindregið á móti EES-samningnum. Í staðinn vildu þeir bara tvíhliða tollasamning til að forðast íþyngjandi skuldbindingar við Evrópusambandið.Björn viðurkenndi að vísu síðar, að slíkur tvíhliðasamningur stæði ekki til boða. Þetta hefði því bara verið venjulegt kosingablöff. EES ER SUMSÉ skilgetið afkvæmi vinstristjórnar Steingríms Hermannssonar (1988-91). Þar var Alþýðubandalag Ólafs Ragnars Grímssonar, þá fjármálaráðherra, þriðja hjól undir vagni. Öll var samningsgerðin undir verkstjórn þáverandi utanríkisráðherra – nefnilega undirritaðs – frá byrjun til enda. Nema hvað: þegar kom að kosningunum 1991, snerust þeir félagar, Steingrímur og Ólafur Ragnar, alfarið líka á móti – af ótta við fylgistap ella. Þeir snerust m.ö.o. gegn sinni eigin ríkisstjórn, sem veitti samningsumboðið. Steingrímur kallar þetta í ævisögu sinni sín stærstu pólitísku mistök. Réttilega. Gleymi ég einhverju? Já, Kvennalistanum. Já, hann var auðvitað á móti. Þær sáu ekki fyrir, að EES-samingurinn myndi fjölga opinberum starfsmönnum, þ.e.a.s.háskólamenntuðum konum, verulega. VISNSTRI STJÓRNIN lifði af þessi fjörráð – með eins atkvæðis þingmeirihluta. Hann hefði getað heitið Páll frá Höllustöðum eða eitthvað þaðan af verra.Og þau voru fleiri. Með framhaldi vinstri stjórnarinnar hefði EES því verið fórnað á altari heimaalinnar þjóðrembu eða grámyglaðrar hugmyndafræði. Alla vega – ég ætlaði ekki að taka þátt í þeirri galdrabrennu. Hvað var til ráða? Að láta reyna á stefnufestu Sjálfstæðisflokksins. Ég hafði þá þegar reynslu af því, að hún væri ekki upp á marga fiska, þegar á reyndi. „Hvar er planið?“, spyrja ungir sjálfstæðismenn nú í öngum sínum. Ef þeir eru að leita að stefnufestunni, fara þeir enn villir vega. ÉG BAUÐ NÝKJÖRNUM formanni Sjálfstæðisflokksins stól forsætisráðherra, gegn einu skilyrði: EES. Kúvendið ykkar afstöðu og þiggið upðhefðina. Það gekk eftir. Þess vegna fögnum við 30 ára afmæli EES á þessu ári. ÞESS VEGNA gat Björn Bjarnason sagt eftirfarandi í skýrslu um EES samstarfið, sem hann ritstýrði af lofsverðri vandvirkni árið 2019. (Tilvitnunin lýsir niðurstöðu þýskrar rannsóknarstofnunar, Bertelsmann Stiftung, á efnahagsáhrifum EES fyrir Ísland): „Sé litið til heildaráhrifa á Íslandi eru uppreiknuð áhrif á efnahag Íslands 380 milljónir evra. Sú tala er fengin með því að reikna út velferðarávinning hvers einstaklings og margfalda með íbúafjölda. Er þar um að ræða 52 milljarða króna á ári hverju. Það er um 2. 07% af vergri landsframleiðslu Íslands“. 52 milljarðar króna á ári í 30 ár = 1.560 milljarðar á 30 árum. Það munar um minna. Heimamarkaður okkar stækkaði úr 300 þúsundum í 500 milljónir manna. Langvarandi kreppu (1988-94) með atvinnuleysi og landflótta var snúið í langvarandi vaxtarskeið. EES reyndist vera lyftistöng fyrir nýsköpunarfyrirtæki, sem eiga tilveru sína algerlega undir hindrunarlausum aðgangi að erlendum mörkuðum. Fjöldi fyrirtækja í upplýsingatækni, sérfræðiþjónustu, lyfjaframleiðslu og ferðamannaiðnaði blómstruðu. Ísland var á hraðri leið inn í nútímann. Gefum Herði Arnarsyni, þáverandi forstjóra Marels en nú Landsvirkjunar, lokaorðin: „Ég held í raun og veru, að fyrirtæki eins og Marel og Össur hefðu ekki orðið til í þeirri mynd,sem þau eru, hefðum við ekki orðið aðilar að evrópska efnahagssvæðinu...“(Viðskiptablaðið í apríl 2019) Þetta er trúverðugur vitnisburður um 30 ára reynslu af EES. Í upphafi voru flestir á móti, líka þeir sem vilja nú (næstum) allir „þá Lilju kveðið hafa“. Höfundur var pólitískur verkstjóri EES-samningsins í tveimur ríkisstjórnum (1988-1995). Honum var ekki boðið að miðla þeirri reynslu á 30 ára- afmæli EES í Háskóla Íslands.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun