Krefst aðgerða gegn ofbeldi „afbrýðisamra kærasta“ Sindri Sverrisson skrifar 5. september 2024 13:34 Rebecca Cheptegei var frábær hlaupakona sem meðal annars keppti í maraþoni á Ólympíuleikunum í París. Getty/Jiang Qiming Sebastian Coe, forseti alþjóða frjálsíþróttasambandsins, kallar eftir samstöðu í baráttu gegn heimilisofbeldi í garð frjálsíþróttakvenna, eftir að Rebecca Cheptegei lést í gær, 33 ára að aldri. Þekktur frjálsíþróttalýsandi krefst aðgerða gegn „afbrýðisömum kærustum og eiginmönnum“. Cheptegei var flutt á neyðarmóttöku sjúkrahúss í Eldoret í Kenía á sunnudag, eftir að fyrrverandi kærasti hennar hellti yfir hana bensíni og kveikti í. Hún fékk brunasár á 75% líkamans og lést á sjúkrahúsinu í gær. Þetta er í þriðja sinn á þremur árum sem að hlaupakona er myrt í Kenía. Damaris Mutua fannst látin á heimili sínu árið 2022 eftir að hafa verið kæfð með kodda, og Agnes Tirop hafði nokkrum mánuðum fyrr verið stungin til bana. Í báðum tilvikum beinist aðalgrunurinn að maka en eiginmaður Tirop hefur verið ákærður fyrir morð og leit stendur yfir að kærasta Mutua. „Íþróttin okkar hefur misst hæfileikaríka hlaupakonu á eins sorglegan og óhugsandi hátt og hægt er. Rebecca var ótrúlega fjölhæf hlaupakona sem átti enn eftir að afreka margt á götum, í fjöllum og í utanvegahlaupum,“ sagði Coe á heimasíðu frjálsíþróttasambandsins. Hann kveðst hafa sett sig í samband við stjórnarmeðlimi í Afríku til að sjá hvernig alþjóðasambandið geti hjálpað til, og hvernig mögulegt sé að efla öryggisstefnu sambandsins til að berjast gegn ofbeldi og níði utan íþróttarinnar. Verja þurfi íþróttakonur eins og hægt sé. Rob Walker, þekktur frjálsíþróttalýsandi í sjónvarpi, skrifaði á Twitter: „Ég hef orðið vitni að mikilli þróun í Austur-Afríku síðustu tuttugu ár. En núna þarf að bregðast við þeirri meðferð sem frjálsíþróttakonur verða fyrir af hendi afbrýðisamra eiginmanna/kærasta.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Sjá meira
Cheptegei var flutt á neyðarmóttöku sjúkrahúss í Eldoret í Kenía á sunnudag, eftir að fyrrverandi kærasti hennar hellti yfir hana bensíni og kveikti í. Hún fékk brunasár á 75% líkamans og lést á sjúkrahúsinu í gær. Þetta er í þriðja sinn á þremur árum sem að hlaupakona er myrt í Kenía. Damaris Mutua fannst látin á heimili sínu árið 2022 eftir að hafa verið kæfð með kodda, og Agnes Tirop hafði nokkrum mánuðum fyrr verið stungin til bana. Í báðum tilvikum beinist aðalgrunurinn að maka en eiginmaður Tirop hefur verið ákærður fyrir morð og leit stendur yfir að kærasta Mutua. „Íþróttin okkar hefur misst hæfileikaríka hlaupakonu á eins sorglegan og óhugsandi hátt og hægt er. Rebecca var ótrúlega fjölhæf hlaupakona sem átti enn eftir að afreka margt á götum, í fjöllum og í utanvegahlaupum,“ sagði Coe á heimasíðu frjálsíþróttasambandsins. Hann kveðst hafa sett sig í samband við stjórnarmeðlimi í Afríku til að sjá hvernig alþjóðasambandið geti hjálpað til, og hvernig mögulegt sé að efla öryggisstefnu sambandsins til að berjast gegn ofbeldi og níði utan íþróttarinnar. Verja þurfi íþróttakonur eins og hægt sé. Rob Walker, þekktur frjálsíþróttalýsandi í sjónvarpi, skrifaði á Twitter: „Ég hef orðið vitni að mikilli þróun í Austur-Afríku síðustu tuttugu ár. En núna þarf að bregðast við þeirri meðferð sem frjálsíþróttakonur verða fyrir af hendi afbrýðisamra eiginmanna/kærasta.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Sjá meira