Ronaldo skoraði landsliðsmark númer 131 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2024 20:47 Cristiano Ronaldo fagnar hér marki sínu á móti Króatíu í Lissabon í kvöld. Getty/Carlos Rodrigues Cristiano Ronaldo var á skotskónum í kvöld þegar Portúgal vann sigur á Króatíu í A-deild Þjóðadeildarinnar. Fjórir leikir fóru annars fram í A-deildinni í kvöld en auk Portúgala þá fögnuðu Pólverjar og Danir einnig sigri. Pólverjar misstu reyndar niður tveggja marka forustu en tókst að tryggja sér sigur í uppbótatíma en Evrópumeistarar Spánverja gerðu aftur á móti markalaust jafntefli. Portúgal vann 2-1 sigur á heimavelli á móti Króatíu. Diogo Dalot kom portúgalska liðinu í 1-0 á 7. mínútu eftir stoðsendingu frá Bruno Fernandes og á 34. mínútu var staðan orðin 2-0 eftir mark frá Ronaldo. Ronaldo skoraði markið sitt, það 131. fyrir landsliðið, eftir stoðsendingu frá Nuno Mendes. Króatar minnkuðu muninn rétt fyrir hálfleik þegar Diogo Dalot skoraði í sitt eigið mark. Ekkert mark var skorað í seinni hálfleik.Skotar komu til baka en urðu að sætta sig við 3-2 tap fyrir Póllandi á Hampden Park. Sigurmarkið skoraði Nicola Zalewski úr vítaspyrnu langt inn í uppbótatíma. Pólverjar komst í 2-0 í fyrri hálfleik á móti Skotum i Glasgow. Robert Lewandowski lagði upp fyrsta markið fyrir Sebastian Szymanski á 8. mínútu og Lewandowski skoraði sjálfur á 44. mínútu úr víti. Skotarnir minnkuðu muninn á fyrstu mínútu í síðari hálfleiknum þegar Billy Gilmour skoraði. Skotarnir hætta aldrei og Scott McTominay jafnaði metin á 76. mínútu. Á sjöundu mínútu í uppbótatíma var hins vegar dæmt víti sem Nicola Zalewski tók því Lewandowski var farinn af velli. Evrópumeistarar Spánverja voru mættir til Serbíu en náðu ekki að koma boltanum í markið ekki frekar en heimamenn. Leikurinn endaði því með markalausu jafntefli. Danir unnu 2-0 sigur á níu Svisslendingum á Parken í Kaupmannahöfn í kvöld. Danir voru manni fleiri í fjörutíu mínútur eftir að Nico Elvedi fékk rautt spjald á 50. mínútu. Jonas Wind hélt að hann hefði komið Dönum yfir á 72. mínútu en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Markið kom loksins átta mínútum fyrir leikslok og það skoraði Patrick Dorgu mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Svisslendinga enduðu níu á móti ellefu eftir að Granit Xhaka fékk sitt annað gula spjald á 87. mínútu. Danir bættu við öðru marki eftir það sem Pierre-Emile Højbjerg skoraði. Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Sjá meira
Fjórir leikir fóru annars fram í A-deildinni í kvöld en auk Portúgala þá fögnuðu Pólverjar og Danir einnig sigri. Pólverjar misstu reyndar niður tveggja marka forustu en tókst að tryggja sér sigur í uppbótatíma en Evrópumeistarar Spánverja gerðu aftur á móti markalaust jafntefli. Portúgal vann 2-1 sigur á heimavelli á móti Króatíu. Diogo Dalot kom portúgalska liðinu í 1-0 á 7. mínútu eftir stoðsendingu frá Bruno Fernandes og á 34. mínútu var staðan orðin 2-0 eftir mark frá Ronaldo. Ronaldo skoraði markið sitt, það 131. fyrir landsliðið, eftir stoðsendingu frá Nuno Mendes. Króatar minnkuðu muninn rétt fyrir hálfleik þegar Diogo Dalot skoraði í sitt eigið mark. Ekkert mark var skorað í seinni hálfleik.Skotar komu til baka en urðu að sætta sig við 3-2 tap fyrir Póllandi á Hampden Park. Sigurmarkið skoraði Nicola Zalewski úr vítaspyrnu langt inn í uppbótatíma. Pólverjar komst í 2-0 í fyrri hálfleik á móti Skotum i Glasgow. Robert Lewandowski lagði upp fyrsta markið fyrir Sebastian Szymanski á 8. mínútu og Lewandowski skoraði sjálfur á 44. mínútu úr víti. Skotarnir minnkuðu muninn á fyrstu mínútu í síðari hálfleiknum þegar Billy Gilmour skoraði. Skotarnir hætta aldrei og Scott McTominay jafnaði metin á 76. mínútu. Á sjöundu mínútu í uppbótatíma var hins vegar dæmt víti sem Nicola Zalewski tók því Lewandowski var farinn af velli. Evrópumeistarar Spánverja voru mættir til Serbíu en náðu ekki að koma boltanum í markið ekki frekar en heimamenn. Leikurinn endaði því með markalausu jafntefli. Danir unnu 2-0 sigur á níu Svisslendingum á Parken í Kaupmannahöfn í kvöld. Danir voru manni fleiri í fjörutíu mínútur eftir að Nico Elvedi fékk rautt spjald á 50. mínútu. Jonas Wind hélt að hann hefði komið Dönum yfir á 72. mínútu en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Markið kom loksins átta mínútum fyrir leikslok og það skoraði Patrick Dorgu mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Svisslendinga enduðu níu á móti ellefu eftir að Granit Xhaka fékk sitt annað gula spjald á 87. mínútu. Danir bættu við öðru marki eftir það sem Pierre-Emile Højbjerg skoraði.
Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Sjá meira