Ronaldo skoraði landsliðsmark númer 131 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2024 20:47 Cristiano Ronaldo fagnar hér marki sínu á móti Króatíu í Lissabon í kvöld. Getty/Carlos Rodrigues Cristiano Ronaldo var á skotskónum í kvöld þegar Portúgal vann sigur á Króatíu í A-deild Þjóðadeildarinnar. Fjórir leikir fóru annars fram í A-deildinni í kvöld en auk Portúgala þá fögnuðu Pólverjar og Danir einnig sigri. Pólverjar misstu reyndar niður tveggja marka forustu en tókst að tryggja sér sigur í uppbótatíma en Evrópumeistarar Spánverja gerðu aftur á móti markalaust jafntefli. Portúgal vann 2-1 sigur á heimavelli á móti Króatíu. Diogo Dalot kom portúgalska liðinu í 1-0 á 7. mínútu eftir stoðsendingu frá Bruno Fernandes og á 34. mínútu var staðan orðin 2-0 eftir mark frá Ronaldo. Ronaldo skoraði markið sitt, það 131. fyrir landsliðið, eftir stoðsendingu frá Nuno Mendes. Króatar minnkuðu muninn rétt fyrir hálfleik þegar Diogo Dalot skoraði í sitt eigið mark. Ekkert mark var skorað í seinni hálfleik.Skotar komu til baka en urðu að sætta sig við 3-2 tap fyrir Póllandi á Hampden Park. Sigurmarkið skoraði Nicola Zalewski úr vítaspyrnu langt inn í uppbótatíma. Pólverjar komst í 2-0 í fyrri hálfleik á móti Skotum i Glasgow. Robert Lewandowski lagði upp fyrsta markið fyrir Sebastian Szymanski á 8. mínútu og Lewandowski skoraði sjálfur á 44. mínútu úr víti. Skotarnir minnkuðu muninn á fyrstu mínútu í síðari hálfleiknum þegar Billy Gilmour skoraði. Skotarnir hætta aldrei og Scott McTominay jafnaði metin á 76. mínútu. Á sjöundu mínútu í uppbótatíma var hins vegar dæmt víti sem Nicola Zalewski tók því Lewandowski var farinn af velli. Evrópumeistarar Spánverja voru mættir til Serbíu en náðu ekki að koma boltanum í markið ekki frekar en heimamenn. Leikurinn endaði því með markalausu jafntefli. Danir unnu 2-0 sigur á níu Svisslendingum á Parken í Kaupmannahöfn í kvöld. Danir voru manni fleiri í fjörutíu mínútur eftir að Nico Elvedi fékk rautt spjald á 50. mínútu. Jonas Wind hélt að hann hefði komið Dönum yfir á 72. mínútu en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Markið kom loksins átta mínútum fyrir leikslok og það skoraði Patrick Dorgu mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Svisslendinga enduðu níu á móti ellefu eftir að Granit Xhaka fékk sitt annað gula spjald á 87. mínútu. Danir bættu við öðru marki eftir það sem Pierre-Emile Højbjerg skoraði. Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira
Fjórir leikir fóru annars fram í A-deildinni í kvöld en auk Portúgala þá fögnuðu Pólverjar og Danir einnig sigri. Pólverjar misstu reyndar niður tveggja marka forustu en tókst að tryggja sér sigur í uppbótatíma en Evrópumeistarar Spánverja gerðu aftur á móti markalaust jafntefli. Portúgal vann 2-1 sigur á heimavelli á móti Króatíu. Diogo Dalot kom portúgalska liðinu í 1-0 á 7. mínútu eftir stoðsendingu frá Bruno Fernandes og á 34. mínútu var staðan orðin 2-0 eftir mark frá Ronaldo. Ronaldo skoraði markið sitt, það 131. fyrir landsliðið, eftir stoðsendingu frá Nuno Mendes. Króatar minnkuðu muninn rétt fyrir hálfleik þegar Diogo Dalot skoraði í sitt eigið mark. Ekkert mark var skorað í seinni hálfleik.Skotar komu til baka en urðu að sætta sig við 3-2 tap fyrir Póllandi á Hampden Park. Sigurmarkið skoraði Nicola Zalewski úr vítaspyrnu langt inn í uppbótatíma. Pólverjar komst í 2-0 í fyrri hálfleik á móti Skotum i Glasgow. Robert Lewandowski lagði upp fyrsta markið fyrir Sebastian Szymanski á 8. mínútu og Lewandowski skoraði sjálfur á 44. mínútu úr víti. Skotarnir minnkuðu muninn á fyrstu mínútu í síðari hálfleiknum þegar Billy Gilmour skoraði. Skotarnir hætta aldrei og Scott McTominay jafnaði metin á 76. mínútu. Á sjöundu mínútu í uppbótatíma var hins vegar dæmt víti sem Nicola Zalewski tók því Lewandowski var farinn af velli. Evrópumeistarar Spánverja voru mættir til Serbíu en náðu ekki að koma boltanum í markið ekki frekar en heimamenn. Leikurinn endaði því með markalausu jafntefli. Danir unnu 2-0 sigur á níu Svisslendingum á Parken í Kaupmannahöfn í kvöld. Danir voru manni fleiri í fjörutíu mínútur eftir að Nico Elvedi fékk rautt spjald á 50. mínútu. Jonas Wind hélt að hann hefði komið Dönum yfir á 72. mínútu en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Markið kom loksins átta mínútum fyrir leikslok og það skoraði Patrick Dorgu mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Svisslendinga enduðu níu á móti ellefu eftir að Granit Xhaka fékk sitt annað gula spjald á 87. mínútu. Danir bættu við öðru marki eftir það sem Pierre-Emile Højbjerg skoraði.
Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira