Voru einni stórri tá frá því að vinna meistarana Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. september 2024 10:31 Mahomes og Xavier Worthy fagna eftir leik. vísir/getty Tímabilið í NFL-deildinni hófst í nótt er meistarar Kansas City Chiefs tóku á móti Baltimore Ravens. Meistararnir höfðu betur, 27-20, í hörkuleik. Leikurinn var stórskemmtilegur. Chiefs leiddi lengstum en Hrafnarnir aldrei langt undan og þeir voru ótrúlega nærri því að jafna í lok leiksins. Um leið og leiktíminn rann út þá greip Isaiah Likely boltann í endamarkinu og minnkaði muninn í eitt stig. Ravens gat þá jafnað með auðveldu aukastigi, og sett leikinn í framlengingu, eða reynt við tvö stig til að vinna leikinn. Þeir ætluðu sér að reyna að við tvö stig og vinna leikinn. Allt eða ekkert. The Ravens were THIS CLOSE to scoring the game-tying touchdown 👀#Kickoff2024 pic.twitter.com/08KjTVFHQZ— NFL (@NFL) September 6, 2024 Á sama tíma voru dómararnir að skoða snertimark Likely. Við nánari skoðun kom í ljós að stóra táin á honum var utan vallar. Því var snertimarkið dæmt af og Chiefs vann. Þetta er svo sannarlega íþrótt millimetranna. Likely var svekktur eftir leik eins og sjá má. 🚨NEWS: #Ravens TE Isaiah Likely yelled “F*CK YOU B*TCH” to a #Chiefs fan while walking off the field after losing tonight(via @landonian87) pic.twitter.com/PC8QKknlht— MLFootball (@_MLFootball) September 6, 2024 Patrick Mahomes, leikstjórnandi Chiefs, var frábær eins og alltaf. Stjarna leiksins var þó nýliðaútherji Chiefs, Xavier Worthy, sem skoraði tvö snertimörk í leiknum. Lamar Jackson, leikstjórnandi Ravens, var frábær. Kastaði fyrir 273 jördum og hljóp eina 122 jarda þess utan. Það dugði þó ekki til. Nýi hlaupari liðsins, Derrick Henry, fór rólega af stað þó svo hann hefði skorað í fyrstu sókn liðsins. Hann endaði með 46 hlaupajarda. Deildin heldur áfram í kvöld er Philadelphia Eagles og Green Bay Packers mætast í Sao Paulo í Brasilíu. Á sunnudag verður Stöð 2 Sport svo með tvo leiki í beinni sem og að hægt verður að horfa á NFL Redzone þar sem allir leikir eru í beinni á sama stað. NFL Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Leikurinn var stórskemmtilegur. Chiefs leiddi lengstum en Hrafnarnir aldrei langt undan og þeir voru ótrúlega nærri því að jafna í lok leiksins. Um leið og leiktíminn rann út þá greip Isaiah Likely boltann í endamarkinu og minnkaði muninn í eitt stig. Ravens gat þá jafnað með auðveldu aukastigi, og sett leikinn í framlengingu, eða reynt við tvö stig til að vinna leikinn. Þeir ætluðu sér að reyna að við tvö stig og vinna leikinn. Allt eða ekkert. The Ravens were THIS CLOSE to scoring the game-tying touchdown 👀#Kickoff2024 pic.twitter.com/08KjTVFHQZ— NFL (@NFL) September 6, 2024 Á sama tíma voru dómararnir að skoða snertimark Likely. Við nánari skoðun kom í ljós að stóra táin á honum var utan vallar. Því var snertimarkið dæmt af og Chiefs vann. Þetta er svo sannarlega íþrótt millimetranna. Likely var svekktur eftir leik eins og sjá má. 🚨NEWS: #Ravens TE Isaiah Likely yelled “F*CK YOU B*TCH” to a #Chiefs fan while walking off the field after losing tonight(via @landonian87) pic.twitter.com/PC8QKknlht— MLFootball (@_MLFootball) September 6, 2024 Patrick Mahomes, leikstjórnandi Chiefs, var frábær eins og alltaf. Stjarna leiksins var þó nýliðaútherji Chiefs, Xavier Worthy, sem skoraði tvö snertimörk í leiknum. Lamar Jackson, leikstjórnandi Ravens, var frábær. Kastaði fyrir 273 jördum og hljóp eina 122 jarda þess utan. Það dugði þó ekki til. Nýi hlaupari liðsins, Derrick Henry, fór rólega af stað þó svo hann hefði skorað í fyrstu sókn liðsins. Hann endaði með 46 hlaupajarda. Deildin heldur áfram í kvöld er Philadelphia Eagles og Green Bay Packers mætast í Sao Paulo í Brasilíu. Á sunnudag verður Stöð 2 Sport svo með tvo leiki í beinni sem og að hægt verður að horfa á NFL Redzone þar sem allir leikir eru í beinni á sama stað.
NFL Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn