Gestirnir frá Danmörku komust yfir tiltölulega snemma leiks en Kristall Máni jafnaði metin áður en Ari kom Íslandi yfir og staðan 2-1 í hálfleik. Danir skoruðu snemma í síðari hálfleik en Kristall Máni skoraði tvívegis á skömmu millibili og lauk leiknum með frábærum 4-2 sigri Íslands. Mörkin má sjá í spilaranum hér að neðan.
Sjáðu mörkin úr frábærum sigri Íslands U-21 á Danmörku

Íslenska U-21 árs landslið karla vann frábæran 4-2 sigur á Danmörku í undankeppni EM 2025 í fótbolta. Kristall Máni Ingason var magnaður og gerði þrennu á meðan Ari Sigurpálsson skoraði eitt.
Tengdar fréttir

Leik lokið: Ísland - Danmörk 4-2 | Kristall skein skært í mögnuðum sigri
Íslenska U-21 árs landslið karla í knattspyrnu hóf undankeppni EM 2025 á frábærum 4-2 sigri á Danmörku. Leikið var í Víkinni og fór Kristall Máni Ingason, núverandi leikmaður Sönderjyske og fyrrverandi leikmaður Víkings, á kostum og skoraði þrennu í mögnuðum sigri Íslands. Uppgjör og viðtöl væntanleg.