Að hjóla í manninn! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar 6. september 2024 21:01 Nú get ég ekki orða bundist lengur og sé mig knúinn til að leggja orð í belg, slík er orrahríðin. Haraldur Þór Jónsson oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps er gæjinn á grillinu hjá ÖLLUM hinum réttlátu, réttsýnu og sanngjörnu. Halli eins og hann er gjarnan kallaður hefur komið með öflugt innlegg fyrir hin „fjársterku“ orkusveitarfélög sem vilja ekki sameinast. Undirritaður er reyndar oddviti orkusveitarfélagsins Húnabyggðar sem er tvísameinað sveitarfélag á síðustu tveimur árum og er nú að lenda í þeirri stöðu að vera beinlínis svikið um það sem því var lofað af ráðherra og embættismönnum í því vinnuferli. Ekki nóg með það heldur áttu að koma miklir fjármunir í héraðið samkvæmt reglum jöfnunarsjóðs, en nei, einhverjir þarna syðra settu allar reiknivélar á fullt og fjármunirnir voru reiknaðir út af svæðinu. Þetta hentar ekki, við breytum bara reglunum, eftirá, fagleg stjórnsýsla það. Valdi fylgir ábyrgð! Hvaða sveitarfélög eru það sem þurfa að lúta 60 ára gamalli reglu sem segir að þau eigi ekki að fá að innheimta að fullu fasteignagjöld eins og önnur sveitarfélög gera, ahh jú það eru víst hin sterk efnuðu orkusveitarfélög. Hvet þá sem vilja kynna sér málið, að bera saman ársreikninga Húnabyggðar og Hvalfjarðarsveitar, hið fyrrnefnda er eins og áður sagði orkusveitarfélag en orkan er notuð í því síðarnefnda. Afhverju þarf að hlunnfæra sum sveitarfélög en ekki önnur, við erum líka íbúar á íslandi. Mér persónulega finnst það svolítið sérstakt þegar ráðamenn hafa áhyggjur af því að eitthvað sveitarfélag verði „sterk efnað“. Ég hefði haldið að það væri kostur að sveitarfélög séu sjálfbær og geti sinnt sínum íbúum vel. Ég get ekki séð að það sé sturlað fjaðrafok yfir þeim sveitarfélögum sem standa vel í dag og það sé verið að vinna aðgerðir til að minnka þeirra tekjur. Það er búið að lofa því að frumvarpið sé að koma, en hvenær? Í haust, mögulega það seint sett fram að það fer ekki í gegn á þessu þingi? Hverjum hentar það? Hver sér um frumvarpið, eru það kannski aðilar sem kjósa að skammta nýlendum á landsbyggðinni úr hnefa, og óar við því að það skuli renna fjármunir til þeirra sem samkvæmt lögum ættu að fá þá? Freistnivandinn umtalaði er nefnilega orðinn ríkisstjórnarinnar og dráttur málsins fram úr hófi. Húnabyggð er jú ríkt samfélag. Við erum rík af mannauð,við erum rík af náttúru og víðernum, við erum rík af allskonar, en við erum líka rík af innviðaskuldum við íbúa okkar og við erum einstaklega rík af afskiptaleysi í samgöngumálum. Ekki gera ekki neitt! Er slagorð sem væntanlega er smíðað af snjöllum lögfræðingum, held að lögfræðingarnir og félagar á hinu háa alþingi ættu tileinka sér það líka. Höfundur er oddviti í sameinaða orkusveitarfélaginu Húnabyggð og oddviti sjálfstæðismanna og óháðra í Húnabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húnabyggð Orkumál Vindorka Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Nú get ég ekki orða bundist lengur og sé mig knúinn til að leggja orð í belg, slík er orrahríðin. Haraldur Þór Jónsson oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps er gæjinn á grillinu hjá ÖLLUM hinum réttlátu, réttsýnu og sanngjörnu. Halli eins og hann er gjarnan kallaður hefur komið með öflugt innlegg fyrir hin „fjársterku“ orkusveitarfélög sem vilja ekki sameinast. Undirritaður er reyndar oddviti orkusveitarfélagsins Húnabyggðar sem er tvísameinað sveitarfélag á síðustu tveimur árum og er nú að lenda í þeirri stöðu að vera beinlínis svikið um það sem því var lofað af ráðherra og embættismönnum í því vinnuferli. Ekki nóg með það heldur áttu að koma miklir fjármunir í héraðið samkvæmt reglum jöfnunarsjóðs, en nei, einhverjir þarna syðra settu allar reiknivélar á fullt og fjármunirnir voru reiknaðir út af svæðinu. Þetta hentar ekki, við breytum bara reglunum, eftirá, fagleg stjórnsýsla það. Valdi fylgir ábyrgð! Hvaða sveitarfélög eru það sem þurfa að lúta 60 ára gamalli reglu sem segir að þau eigi ekki að fá að innheimta að fullu fasteignagjöld eins og önnur sveitarfélög gera, ahh jú það eru víst hin sterk efnuðu orkusveitarfélög. Hvet þá sem vilja kynna sér málið, að bera saman ársreikninga Húnabyggðar og Hvalfjarðarsveitar, hið fyrrnefnda er eins og áður sagði orkusveitarfélag en orkan er notuð í því síðarnefnda. Afhverju þarf að hlunnfæra sum sveitarfélög en ekki önnur, við erum líka íbúar á íslandi. Mér persónulega finnst það svolítið sérstakt þegar ráðamenn hafa áhyggjur af því að eitthvað sveitarfélag verði „sterk efnað“. Ég hefði haldið að það væri kostur að sveitarfélög séu sjálfbær og geti sinnt sínum íbúum vel. Ég get ekki séð að það sé sturlað fjaðrafok yfir þeim sveitarfélögum sem standa vel í dag og það sé verið að vinna aðgerðir til að minnka þeirra tekjur. Það er búið að lofa því að frumvarpið sé að koma, en hvenær? Í haust, mögulega það seint sett fram að það fer ekki í gegn á þessu þingi? Hverjum hentar það? Hver sér um frumvarpið, eru það kannski aðilar sem kjósa að skammta nýlendum á landsbyggðinni úr hnefa, og óar við því að það skuli renna fjármunir til þeirra sem samkvæmt lögum ættu að fá þá? Freistnivandinn umtalaði er nefnilega orðinn ríkisstjórnarinnar og dráttur málsins fram úr hófi. Húnabyggð er jú ríkt samfélag. Við erum rík af mannauð,við erum rík af náttúru og víðernum, við erum rík af allskonar, en við erum líka rík af innviðaskuldum við íbúa okkar og við erum einstaklega rík af afskiptaleysi í samgöngumálum. Ekki gera ekki neitt! Er slagorð sem væntanlega er smíðað af snjöllum lögfræðingum, held að lögfræðingarnir og félagar á hinu háa alþingi ættu tileinka sér það líka. Höfundur er oddviti í sameinaða orkusveitarfélaginu Húnabyggð og oddviti sjálfstæðismanna og óháðra í Húnabyggð.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar