Vill gera fjölskylduna stolta en það getur reynst þrautin þyngri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2024 10:16 Stefán Teitur í leiknum gegn Svartfjallalandi á dögunum. Vísir/Hulda Margrét Stefán Teitur Þórðarson lék sinn 21. A-landsleik í 2-0 sigrinum á Svartfjallalandi. Hann er þó langt frá því að vera leikjahæsti landsliðsmaðurinn í fjölskyldu sinni enda kemur hann af mikilli fótboltaætt. Hinn 25 ára gamli Skagamaður gekk í raðir Preston North End sem leikur í ensku B-deildinni fyrr í sumar eftir góð ár með Silkeborg í Danmörku. Hann settist niður með tveimur aðilum sem sjá um hlaðvarp félagsins og ræddi meðal annars hversu mikilli fótboltafjölskyldu hann kemur frá. „Nei ekki einu sinni nálægt því,“ sagði Stefán Teitur er hann var spurður hvort hann væri með flesta landsleiki í fjölskyldunni sinni. „Pabbi á einn leik. Hann spilaði mest allan ferilinn á Íslandi á meðan bróðir hans spilaði lengi vel erlendis, þar á meðal fyrir Stoke City. Hann heitir sama nafni og ég, Stefán Þórðarson. Hann á kringum tíu leiki [6 leiki samkvæmt KSÍ],“ sagði Stefán Teitur og hélt svo áfram að ræða ættfræði sína. „Afi á tvo bræður [Ólaf og Teit Þórðarson], einn á 70 leiki [Ólafur á 72 leiki] og hinn á 50 [Teitur á 41 leik]. Langaafi minn var einn sá fyrsti til að spila fyrir A-landsliðið. Þá spilaði Ísland fáa leiki svo hann lék á bilinu 15-20 leiki [Hann lék 18 leiki og skoraði 9 mörk].“ 🇮🇸 Born to play football. Born to play for Iceland. 🧬 Stefan talks about the Thórdarson footballing dynasty on #PNEPod. 💬#pnefc | @footballiceland— Preston North End FC (@pnefc) September 6, 2024 Stefán Teitur játti því að fjölskylda hans væri eflaust ein af frægari fótbolta-fjölskyldum á Íslandi. „Það eru nokkrar en ef þú ert frá Íslandi og fylgist með fótbolta þá þekkir þú líklega til fjölskyldu minnar.“ Jafnframt bætti miðjumaðurinn við að frekar en að finna fyrir pressu fyndi hann fyrir stolti og að það væru forréttindi að vera hluti af þessari arfleið. „Það er engin pressa innan fjölskyldunna, eingöngu stuðningur. Það er hins vegar mikil þekking og maður vill gera þau stolt. Það getur stundum verið erfitt að gera þau stolt þar sem sum þeirra eru af gamla skólanum,“ sagði Skagamaðurinn að lokum. Fótbolti Enski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira
Hinn 25 ára gamli Skagamaður gekk í raðir Preston North End sem leikur í ensku B-deildinni fyrr í sumar eftir góð ár með Silkeborg í Danmörku. Hann settist niður með tveimur aðilum sem sjá um hlaðvarp félagsins og ræddi meðal annars hversu mikilli fótboltafjölskyldu hann kemur frá. „Nei ekki einu sinni nálægt því,“ sagði Stefán Teitur er hann var spurður hvort hann væri með flesta landsleiki í fjölskyldunni sinni. „Pabbi á einn leik. Hann spilaði mest allan ferilinn á Íslandi á meðan bróðir hans spilaði lengi vel erlendis, þar á meðal fyrir Stoke City. Hann heitir sama nafni og ég, Stefán Þórðarson. Hann á kringum tíu leiki [6 leiki samkvæmt KSÍ],“ sagði Stefán Teitur og hélt svo áfram að ræða ættfræði sína. „Afi á tvo bræður [Ólaf og Teit Þórðarson], einn á 70 leiki [Ólafur á 72 leiki] og hinn á 50 [Teitur á 41 leik]. Langaafi minn var einn sá fyrsti til að spila fyrir A-landsliðið. Þá spilaði Ísland fáa leiki svo hann lék á bilinu 15-20 leiki [Hann lék 18 leiki og skoraði 9 mörk].“ 🇮🇸 Born to play football. Born to play for Iceland. 🧬 Stefan talks about the Thórdarson footballing dynasty on #PNEPod. 💬#pnefc | @footballiceland— Preston North End FC (@pnefc) September 6, 2024 Stefán Teitur játti því að fjölskylda hans væri eflaust ein af frægari fótbolta-fjölskyldum á Íslandi. „Það eru nokkrar en ef þú ert frá Íslandi og fylgist með fótbolta þá þekkir þú líklega til fjölskyldu minnar.“ Jafnframt bætti miðjumaðurinn við að frekar en að finna fyrir pressu fyndi hann fyrir stolti og að það væru forréttindi að vera hluti af þessari arfleið. „Það er engin pressa innan fjölskyldunna, eingöngu stuðningur. Það er hins vegar mikil þekking og maður vill gera þau stolt. Það getur stundum verið erfitt að gera þau stolt þar sem sum þeirra eru af gamla skólanum,“ sagði Skagamaðurinn að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira