Býst við klassískum breskum bolta frá Wales: „Þurfum að vera klárir í slaginn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. september 2024 07:03 Ólafur Ingi býst við erfiðum leik í dag. Vísir/Anton Brink Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U-21 árs landslið drengja í knattspyrnu, býst við hörkuleik þegar Ísland mætir Wales í undankeppni EM 2025 síðar í dag. Ísland vann frækinn sigur á Danmörku í síðasta leik sínum en Ólafur Ingi býst við allt öðruvísi leik í dag. „Við vorum ánægðir með það en á sama tíma er það komið í baksýnisspegilinn og við horfum til leiksins [gegn Wales],“ sagði Ólafur Ingi spurður út í magnaðan 4-2 sigur Íslands á Danmörku fyrir skemmstu. Sigurinn á Dönum sprengir riðilinn heldur betur upp en fyrir leik hafði Ísland unnið tvo leiki og tapað tveimur. „Við töluðum um það þegar við komum saman í byrjun gluggans að við erum með þetta í okkar höndum, sem er frábært og við viljum halda því þannig.“ Kristall Máni Ingason var allt í öllu í liði Íslands gegn Danmörku „Hann var frábær og eins og allir strákarnir. Þegar þú skorar þrjú mörk þá gleymist öll varnarvinnan sem hann sinnti mjög vel líka ásamt öllu liðinu. Vonandi getur hann endurtekið leikinn, og við allir gegn Wales.“ „Svolítið breskur fótbolti sem þeir bjóða upp á“ Danmörk og Wales deila toppsætinu í riðlinum og því enginn smá leikur sem drengirnir eru að fara spila síðar í dag. Við hverju má búast af liði Wales? Staðan í riðlinum fyrir leik dagsins.KSÍ „Þetta er hörkulið, verður öðruvísi leikur. Við verðum að vera klárir í bardagann, þetta verður meiri bardagaleikur. Meira um návígi, svolítið breskur fótbolti sem þeir bjóða upp á.“ „Þurfum að vera klárir í slaginn fyrst og fremst. Sinna okkar vel, varnarvinnunni og því sem því fylgir, til að skapa okkur þær stöður sem við viljum. Þetta verður spennandi og skemmtilegt verkefni fyrir okkur.“ Klippa: Ólafur Ingi býst við klassískum breskum bolta frá Wales: „Þurfum að vera klárir í slaginn“ Nálgast Ólafur Ingi og lærisveinar hans leikinn á annan hátt þar sem leikurinn verður frábrugðinn leiknum gegn Danmörku? „Myndi ekki segja það. Við erum með okkar spilstíl og við höldum fast í það, á sama tíma þurfum við að vera undirbúnir fyrir að það verður mikið um návígi, það verður meira um lengri bolta, tilbúnir í seinni bolta.“ „Þeir vilja kannski ekki halda jafn mikið í boltann og Danirnir en við höldum í okkar aðferðir en við þurfum að vera klárir í þessa grunnvinnu sem verður að vera til staðar ef maður vill vinna knattspyrnuleiki,“ sagði Ólafur Ingi að lokum. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Leikur Íslands og Wales hefst klukkan 16.30 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport ásamt því að vera í beinni textalýsingu á Vísi. Landslið karla í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Lykillinn að sigri felist í samstöðu leikmanna: „Þetta verður barátta“ Andri Fannar Baldursson, miðjumaður íslenska undir 21 árs landsliðsins í fótbolta er bjartsýnn fyrir mikilvægan leik liðsins gegn Wales í undankeppni EM á morgun þar sem að sigur kemur Íslandi í ansi veglega stöðu í riðlinum. 9. september 2024 16:31 Mest lesið Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Í beinni: Chelsea - Fulham | Veislan hefst á Lundúnaslag Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Sjá meira
„Við vorum ánægðir með það en á sama tíma er það komið í baksýnisspegilinn og við horfum til leiksins [gegn Wales],“ sagði Ólafur Ingi spurður út í magnaðan 4-2 sigur Íslands á Danmörku fyrir skemmstu. Sigurinn á Dönum sprengir riðilinn heldur betur upp en fyrir leik hafði Ísland unnið tvo leiki og tapað tveimur. „Við töluðum um það þegar við komum saman í byrjun gluggans að við erum með þetta í okkar höndum, sem er frábært og við viljum halda því þannig.“ Kristall Máni Ingason var allt í öllu í liði Íslands gegn Danmörku „Hann var frábær og eins og allir strákarnir. Þegar þú skorar þrjú mörk þá gleymist öll varnarvinnan sem hann sinnti mjög vel líka ásamt öllu liðinu. Vonandi getur hann endurtekið leikinn, og við allir gegn Wales.“ „Svolítið breskur fótbolti sem þeir bjóða upp á“ Danmörk og Wales deila toppsætinu í riðlinum og því enginn smá leikur sem drengirnir eru að fara spila síðar í dag. Við hverju má búast af liði Wales? Staðan í riðlinum fyrir leik dagsins.KSÍ „Þetta er hörkulið, verður öðruvísi leikur. Við verðum að vera klárir í bardagann, þetta verður meiri bardagaleikur. Meira um návígi, svolítið breskur fótbolti sem þeir bjóða upp á.“ „Þurfum að vera klárir í slaginn fyrst og fremst. Sinna okkar vel, varnarvinnunni og því sem því fylgir, til að skapa okkur þær stöður sem við viljum. Þetta verður spennandi og skemmtilegt verkefni fyrir okkur.“ Klippa: Ólafur Ingi býst við klassískum breskum bolta frá Wales: „Þurfum að vera klárir í slaginn“ Nálgast Ólafur Ingi og lærisveinar hans leikinn á annan hátt þar sem leikurinn verður frábrugðinn leiknum gegn Danmörku? „Myndi ekki segja það. Við erum með okkar spilstíl og við höldum fast í það, á sama tíma þurfum við að vera undirbúnir fyrir að það verður mikið um návígi, það verður meira um lengri bolta, tilbúnir í seinni bolta.“ „Þeir vilja kannski ekki halda jafn mikið í boltann og Danirnir en við höldum í okkar aðferðir en við þurfum að vera klárir í þessa grunnvinnu sem verður að vera til staðar ef maður vill vinna knattspyrnuleiki,“ sagði Ólafur Ingi að lokum. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Leikur Íslands og Wales hefst klukkan 16.30 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport ásamt því að vera í beinni textalýsingu á Vísi.
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Lykillinn að sigri felist í samstöðu leikmanna: „Þetta verður barátta“ Andri Fannar Baldursson, miðjumaður íslenska undir 21 árs landsliðsins í fótbolta er bjartsýnn fyrir mikilvægan leik liðsins gegn Wales í undankeppni EM á morgun þar sem að sigur kemur Íslandi í ansi veglega stöðu í riðlinum. 9. september 2024 16:31 Mest lesið Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Í beinni: Chelsea - Fulham | Veislan hefst á Lundúnaslag Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Sjá meira
Lykillinn að sigri felist í samstöðu leikmanna: „Þetta verður barátta“ Andri Fannar Baldursson, miðjumaður íslenska undir 21 árs landsliðsins í fótbolta er bjartsýnn fyrir mikilvægan leik liðsins gegn Wales í undankeppni EM á morgun þar sem að sigur kemur Íslandi í ansi veglega stöðu í riðlinum. 9. september 2024 16:31