Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar 10. september 2024 08:31 Í dag, 10. september, er alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna en það eru Aþjóðasamtökin IASP (International Association for Suicide Prevention) sem standa að deginum. Sjálfsvíg eru lýðheilsuvandi sem hefur víðtækar tilfinningalegar, félagslegar og efnahagslegar afleiðingar. Áætlað er að á heimsvísu deyi yfir 700.000 manns í sjálfsvígi árlega. Hérlendis falla í sjálfsvígi að meðaltali um 39 einstaklingar á ári. Þessi tala segir ekki alla söguna því fyrir hvern þann einstakling sem við missum, fylgja gáruáhrif sorgar og vanmáttar langt út fyrir fjölskyldu og nærumhverfi hins látna. Tíðni sjálfsvíga hefur verið svipuð sl. áratugi, að jafnaði um 10-11 á hverja 100 þúsund íbúa og því miður hefur ekki tekist að lækka tíðni þeirra. Gera þarf betur og er nú unnið að uppfærslu á áætlun um sjálfsvígsforvarnir sem unnið er eftir. Tölum um sjálfsvíg en vöndum umræðuna Í ár er áherslan á að hvetja til samtals um sjálfsvíg, milli einstaklinga sem og almennt í samfélaginu en jafnframt er bent á að mikilvægt er að vanda umræðuna.Við ættum að tileinka okkur og stuðla að ábyrgri orðræðu um sjálfsvíg bæði í ræðu og riti. Ágætar leiðbeiningar um efnið er að finna í bæklingnum Að finna orðin og einnig er gagnlegt að lesa bæklinginn Ástvinarmissir vegna sjálfsvígs sem ætlaður er ástvinum. Aðstandendur hafa bent á orðræðu sem kemur illa við þau; við viljum nota orðið sjálfsvíg í stað sjálfsmorðs og tala um að að deyja ísjálfsvígi eða missa í sjálfsvígi. Varast skal að nota orðið fremja sbr. að fremja glæp. Fleiri dæmi um orð sem geta komið illa við fólk í sorg er þegar talað er um að einhver hafi drepið sig eða kálað sér. Betra er að segja að einstaklingur hafi fallið fyrir eigin hendi en fallið vísar til þess hve erfitt er að sporna við sjálfsvígi. Sérstaklega er brýnt að vanda til verka þegar fjallað er um sjálfsvíg í fjölmiðlum og hafa verið birtar sérstakar leiðbeiningar um ábyrga umfjöllun um sjálfsvíg. Unnið er að uppfærslu á þessum leiðbeiningum í tilefni af útgáfu nýrra leiðbeininga frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni en við þýðingu og staðfæringu leiðbeininganna er leitað til fjölmiðlafólks um samráð og samvinnu. Gulur september Í íslensku vitundarvakninunni Gulur september eru sjálfsvígsforvarnir og mikilvægi geðheilbrigðis sett í öndvegi. Skilaboð Guls september vísa til samtals, samvinnu, stuðnings, kærleika og umhyggju fyrir náunganum og þess að við verðum að trúa og vita að það er hjálp til staðar. Að verkefninu standa fulltrúar frá embætti landlæknis, Geðhjálp, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Landspítala, Lífsbrú, Minningarsjóði Orra Ómarssonar, Píeta samtökunum, Rauða krossinum, SÁÁ, Sorgarmiðstöð, Þjóðkirkjunni og Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu. Í ár er spurningin Er allt í gulu í þínum skóla? notuð til að koma skilaboðum til skólasamfélagsins og settar fram hugmyndir um hvernig leik-, grunn- og framhaldsskólar geti nýtt átakið til að flétta vellíðan og geðheilbrigði inn í skólastarfið. Á dagskrá Guls september eru viðburðir t.d. fræðsluerindi, samtalsfundir, kyrrðarstundir og göngur og er hér með hvatt til þáttöku. Lífsbrú Í ár var Lífsbrú – miðstöð sjálfsvígsforvarna stofnuð. Lífsbrú starfar undir merkjum embættis landlæknis að því markmiði að fækka sjálfsvígum á Íslandi í samræmi við áætlun stjórnvalda. Einnig að þróa og innleiða verklag, fræðsluefni og leiðbeiningar til að nota á öllum stigum forvarna, ásamt því að stuðla að vitundarvakningu og símenntun. Stofnaður hefur verið sjóður með sama nafni til að styðja enn frekar við verkefnið. Í lógói Lífsbrúar er semikomma; hún vísar til framhalds og endurspeglar seiglu og von. Táknið er víða notað til að sýna samstöðu með geðheilbrigði og sjálfsvígsforvörnum og er líka notað sem kennimerki fyrir Gulan september. Lífsbrú veitti nýlega Wilhelm Norðförð og Píeta samtökunum viðurkenningu fyrir mikilsvert framlag til sjálfsvígsforvarna. Þá veitti forseti Íslands Guðrúnu Jónu Guðlaugsdóttur, sem nú stýrir verkefnum Lífsbrúar, Íslensku lýðheilsuverðlaunin 2024, fyrir m.a. að opna umræðu um sjálfsvíg á opinberum vettvangi. Það er eins og með svo margt annað að það eru engar einfaldar lausnir á svo flóknu verkefni sem sjálfsvígsforvarnir eru. Hér þurfa öll að leggjast á eitt, fagfólk, almenningur, stofnanir, félagasamtök og sjórnvöld. Við erum nefnilega öll sjálfsvígsforvarnir. Það er hjálp að fá Þeim sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á Píeta símann s. 552-2218, Upplýsingasíma heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717 og netspjallið 1717.is. Þeim sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, Upplýsingasíma heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is, og á Píeta símann s. 552-2218. Höfundur er landlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Geðheilbrigði Mest lesið Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Sjá meira
Í dag, 10. september, er alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna en það eru Aþjóðasamtökin IASP (International Association for Suicide Prevention) sem standa að deginum. Sjálfsvíg eru lýðheilsuvandi sem hefur víðtækar tilfinningalegar, félagslegar og efnahagslegar afleiðingar. Áætlað er að á heimsvísu deyi yfir 700.000 manns í sjálfsvígi árlega. Hérlendis falla í sjálfsvígi að meðaltali um 39 einstaklingar á ári. Þessi tala segir ekki alla söguna því fyrir hvern þann einstakling sem við missum, fylgja gáruáhrif sorgar og vanmáttar langt út fyrir fjölskyldu og nærumhverfi hins látna. Tíðni sjálfsvíga hefur verið svipuð sl. áratugi, að jafnaði um 10-11 á hverja 100 þúsund íbúa og því miður hefur ekki tekist að lækka tíðni þeirra. Gera þarf betur og er nú unnið að uppfærslu á áætlun um sjálfsvígsforvarnir sem unnið er eftir. Tölum um sjálfsvíg en vöndum umræðuna Í ár er áherslan á að hvetja til samtals um sjálfsvíg, milli einstaklinga sem og almennt í samfélaginu en jafnframt er bent á að mikilvægt er að vanda umræðuna.Við ættum að tileinka okkur og stuðla að ábyrgri orðræðu um sjálfsvíg bæði í ræðu og riti. Ágætar leiðbeiningar um efnið er að finna í bæklingnum Að finna orðin og einnig er gagnlegt að lesa bæklinginn Ástvinarmissir vegna sjálfsvígs sem ætlaður er ástvinum. Aðstandendur hafa bent á orðræðu sem kemur illa við þau; við viljum nota orðið sjálfsvíg í stað sjálfsmorðs og tala um að að deyja ísjálfsvígi eða missa í sjálfsvígi. Varast skal að nota orðið fremja sbr. að fremja glæp. Fleiri dæmi um orð sem geta komið illa við fólk í sorg er þegar talað er um að einhver hafi drepið sig eða kálað sér. Betra er að segja að einstaklingur hafi fallið fyrir eigin hendi en fallið vísar til þess hve erfitt er að sporna við sjálfsvígi. Sérstaklega er brýnt að vanda til verka þegar fjallað er um sjálfsvíg í fjölmiðlum og hafa verið birtar sérstakar leiðbeiningar um ábyrga umfjöllun um sjálfsvíg. Unnið er að uppfærslu á þessum leiðbeiningum í tilefni af útgáfu nýrra leiðbeininga frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni en við þýðingu og staðfæringu leiðbeininganna er leitað til fjölmiðlafólks um samráð og samvinnu. Gulur september Í íslensku vitundarvakninunni Gulur september eru sjálfsvígsforvarnir og mikilvægi geðheilbrigðis sett í öndvegi. Skilaboð Guls september vísa til samtals, samvinnu, stuðnings, kærleika og umhyggju fyrir náunganum og þess að við verðum að trúa og vita að það er hjálp til staðar. Að verkefninu standa fulltrúar frá embætti landlæknis, Geðhjálp, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Landspítala, Lífsbrú, Minningarsjóði Orra Ómarssonar, Píeta samtökunum, Rauða krossinum, SÁÁ, Sorgarmiðstöð, Þjóðkirkjunni og Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu. Í ár er spurningin Er allt í gulu í þínum skóla? notuð til að koma skilaboðum til skólasamfélagsins og settar fram hugmyndir um hvernig leik-, grunn- og framhaldsskólar geti nýtt átakið til að flétta vellíðan og geðheilbrigði inn í skólastarfið. Á dagskrá Guls september eru viðburðir t.d. fræðsluerindi, samtalsfundir, kyrrðarstundir og göngur og er hér með hvatt til þáttöku. Lífsbrú Í ár var Lífsbrú – miðstöð sjálfsvígsforvarna stofnuð. Lífsbrú starfar undir merkjum embættis landlæknis að því markmiði að fækka sjálfsvígum á Íslandi í samræmi við áætlun stjórnvalda. Einnig að þróa og innleiða verklag, fræðsluefni og leiðbeiningar til að nota á öllum stigum forvarna, ásamt því að stuðla að vitundarvakningu og símenntun. Stofnaður hefur verið sjóður með sama nafni til að styðja enn frekar við verkefnið. Í lógói Lífsbrúar er semikomma; hún vísar til framhalds og endurspeglar seiglu og von. Táknið er víða notað til að sýna samstöðu með geðheilbrigði og sjálfsvígsforvörnum og er líka notað sem kennimerki fyrir Gulan september. Lífsbrú veitti nýlega Wilhelm Norðförð og Píeta samtökunum viðurkenningu fyrir mikilsvert framlag til sjálfsvígsforvarna. Þá veitti forseti Íslands Guðrúnu Jónu Guðlaugsdóttur, sem nú stýrir verkefnum Lífsbrúar, Íslensku lýðheilsuverðlaunin 2024, fyrir m.a. að opna umræðu um sjálfsvíg á opinberum vettvangi. Það er eins og með svo margt annað að það eru engar einfaldar lausnir á svo flóknu verkefni sem sjálfsvígsforvarnir eru. Hér þurfa öll að leggjast á eitt, fagfólk, almenningur, stofnanir, félagasamtök og sjórnvöld. Við erum nefnilega öll sjálfsvígsforvarnir. Það er hjálp að fá Þeim sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á Píeta símann s. 552-2218, Upplýsingasíma heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717 og netspjallið 1717.is. Þeim sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, Upplýsingasíma heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is, og á Píeta símann s. 552-2218. Höfundur er landlæknir.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun