Endurvekur misheppnuðustu útihátíð heims Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. september 2024 10:02 Skipuleggjendur Fyre Festival árið 2014, Billy McFarland til vinstri, Ja Rule fyrir miðju og Aisha Atkins til hægri ásamt vinum. Patrick McMullan/Getty Images Skipuleggjandi misheppnuðustu útihátíðar í heimi, Fyre Festival, skipuleggur nú endurkomu hátíðarinnar sem hann kallar Fyre II. Hann er enn á skilorði eftir að hafa verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir svik eftir þá síðustu. Fjárfestir sem lagði fé í þá fyrri varar hugsanlega fjárfesta við að taka þátt í gjörningnum. Sjö ár eru frá því að hátíðin fór fram á eyju í Bahamas eyjaklasanum. Hátíðin var sérsniðin að ríku og ungu fólki og var hún sérstaklega markaðssett sem lúxusvara. Þegar hátíðin fór fram kom á daginn að svo var ekki. Skipuleggjendur höfðu ekkert undirbúið sig og líktu gestir hátíðinni við flóttamannabúðir. Billy McFarland var aðalskipuleggjandi og hugmyndasmiður hátíðarinnar fyrir tíu árum. Með sér í lið fékk hann meðal annars rapparann Ja Rule sem baðst svo afsökunar á öllu saman. Með í liði voru einnig ofurfyrirsætur og áhrifavaldar líkt og Kendall Jenner sem sáu um að auglýsa hátíðina á samfélagsmiðlum. McFarland og skipulagning hátíðarinnar hefur verið umfjöllunarefni heimildarmynda streymisveita á borð við Netflix og Hulu. Hann var síðar dæmdur í sex ára fangelsi fyrir svik vegna hátíðarinnar enda þurftu gestir að punga út 1200 til 100 þúsund dölum fyrir að mæta á hátíðina þar sem þau voru svo án matar, vatns og gistingar. Dómari í málinu á sínum tíma sagði McFarland vera rað-svikahrapp sem hefði verið óheiðarlegur nánast allt sitt líf. Auglýsing fyrir hátíðina frá því í janúar 2017. Vilji snúa við blaðinu McFarland var sleppt úr fangelsi í mars 2022 en er enn á skilorði. Breska ríkisútvarpið hefur eftir fjárfestinum Andy King að hann gjaldi mikinn varhug við ráðagerðum McFarland. Hann hafi eytt einni milljón Bandaríkjadollara í hátíðina árið 2017 en ekki séð dollar af þeim peningi. „McFarland er þekktur fyrir mesta klúður menningarsögunnar og vill snúa við blaðinu. Ég er ekki viss um að hann sé að gera það á réttan hátt,“ segir King í samtali við BBC. McFarland hefur sagt að Fyre II muni fara fram í apríl á næsta ári, aftur í Bahamas eyjaklasanum. Stikla úr heimildarmynd Netflix um hátíðina sem haldin var 2017. McFarland segir að hátíðin verði að ganga upp og fullyrðir að hann hafi eytt ári í að skipuleggja hana. Hann hafi þegar selt hundrað miða í forsölu, á 499 dollara hvern eða því sem nemur rúmum sjötíu þúsund krónum. King segist hafa hitt McFarland fyrir nokkrum vikum þar sem þeir hafi rætt hátíðina. Hann óttast að kauði hafi ekki lært mikið í fangelsi þó hann sé hæfileikaríkur. „Hann er rosalega sjarmerandi og veit hvernig á að sannfæra fólk.“ Fjárfestirinn fullyrðir fullum fetum að Fyre II gæti orðið gríðarlega vel heppnuð hátíð. Með McFarland í stafni sé það hins vegar ómögulegt. „Ég sé fullt af rauðum flöggum, fullt af rauðum ljósum. Það hryggir mig.“ Karate bardagakappar en engir listamenn bókaðir McFarland segir að ódýrustu miðarnir á hátíðina á næsta ári muni kosta 1400 dali, eða því sem nemur tæpum tvö hundruð þúsund íslenskum krónum. Dýrustu miðarnir muni kosta 1,1 milljón Bandaríkjadollara, eða rétt rúmar 150 milljónir króna. Dýrasta pakkanum muni fylgja köfun, ferðalag á milli eyja í eyjaklasanum og lúxussnekkjur svo eitthvað sé nefnt. Hann segir að hátíðin muni verða mun meira en bara tónlistarhátíð. Þar verði líka hinir ýmsu viðburðir eins og til að mynda bardagagryfja þar sem karate kappar muni leika listir sínar. McFarland hefur viðurkennt að hann eigi enn eftir að bóka tónlistarmenn á hátíðina. Fyre-hátíðin Bandaríkin Tengdar fréttir Fangelsaður fyrir svik vegna Fyre-hátíðarinnar misheppnuðu Billy McFarland hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir svik varðandi Fyre-tónlistarhátíðina. 12. október 2018 08:12 Gestir Fyre-hátíðarinnar fá um sjö þúsund dala bætur hver Dómstóll í New York hefur dæmt að 277 einstaklingar sem ferðuðust til Bahamaeyja til að sækja Fyre-hátíðina árið 2017 skuli hver um sig fá greiddar sjö þúsund dala í sáttagreiðslu. Það samsvarar tæplega 900 þúsund krónum. 16. apríl 2021 11:36 Skipuleggjendur Fyre Festival: „Við héldum að við værum tilbúnir en svo komu allir“ Skipuleggjendur hinnar mislukkuðu Fyre Festival hátíðar harma mistökin sem gerð voru í aðdraganda og undirbúningi hátíðarinnar. Þeir segjast ekki hafa ráðið við mannfjöldann en ætla sér að halda hátíðina aftur á næsta ári. 30. apríl 2017 09:50 Mest lesið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Fleiri fréttir Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Sjá meira
Sjö ár eru frá því að hátíðin fór fram á eyju í Bahamas eyjaklasanum. Hátíðin var sérsniðin að ríku og ungu fólki og var hún sérstaklega markaðssett sem lúxusvara. Þegar hátíðin fór fram kom á daginn að svo var ekki. Skipuleggjendur höfðu ekkert undirbúið sig og líktu gestir hátíðinni við flóttamannabúðir. Billy McFarland var aðalskipuleggjandi og hugmyndasmiður hátíðarinnar fyrir tíu árum. Með sér í lið fékk hann meðal annars rapparann Ja Rule sem baðst svo afsökunar á öllu saman. Með í liði voru einnig ofurfyrirsætur og áhrifavaldar líkt og Kendall Jenner sem sáu um að auglýsa hátíðina á samfélagsmiðlum. McFarland og skipulagning hátíðarinnar hefur verið umfjöllunarefni heimildarmynda streymisveita á borð við Netflix og Hulu. Hann var síðar dæmdur í sex ára fangelsi fyrir svik vegna hátíðarinnar enda þurftu gestir að punga út 1200 til 100 þúsund dölum fyrir að mæta á hátíðina þar sem þau voru svo án matar, vatns og gistingar. Dómari í málinu á sínum tíma sagði McFarland vera rað-svikahrapp sem hefði verið óheiðarlegur nánast allt sitt líf. Auglýsing fyrir hátíðina frá því í janúar 2017. Vilji snúa við blaðinu McFarland var sleppt úr fangelsi í mars 2022 en er enn á skilorði. Breska ríkisútvarpið hefur eftir fjárfestinum Andy King að hann gjaldi mikinn varhug við ráðagerðum McFarland. Hann hafi eytt einni milljón Bandaríkjadollara í hátíðina árið 2017 en ekki séð dollar af þeim peningi. „McFarland er þekktur fyrir mesta klúður menningarsögunnar og vill snúa við blaðinu. Ég er ekki viss um að hann sé að gera það á réttan hátt,“ segir King í samtali við BBC. McFarland hefur sagt að Fyre II muni fara fram í apríl á næsta ári, aftur í Bahamas eyjaklasanum. Stikla úr heimildarmynd Netflix um hátíðina sem haldin var 2017. McFarland segir að hátíðin verði að ganga upp og fullyrðir að hann hafi eytt ári í að skipuleggja hana. Hann hafi þegar selt hundrað miða í forsölu, á 499 dollara hvern eða því sem nemur rúmum sjötíu þúsund krónum. King segist hafa hitt McFarland fyrir nokkrum vikum þar sem þeir hafi rætt hátíðina. Hann óttast að kauði hafi ekki lært mikið í fangelsi þó hann sé hæfileikaríkur. „Hann er rosalega sjarmerandi og veit hvernig á að sannfæra fólk.“ Fjárfestirinn fullyrðir fullum fetum að Fyre II gæti orðið gríðarlega vel heppnuð hátíð. Með McFarland í stafni sé það hins vegar ómögulegt. „Ég sé fullt af rauðum flöggum, fullt af rauðum ljósum. Það hryggir mig.“ Karate bardagakappar en engir listamenn bókaðir McFarland segir að ódýrustu miðarnir á hátíðina á næsta ári muni kosta 1400 dali, eða því sem nemur tæpum tvö hundruð þúsund íslenskum krónum. Dýrustu miðarnir muni kosta 1,1 milljón Bandaríkjadollara, eða rétt rúmar 150 milljónir króna. Dýrasta pakkanum muni fylgja köfun, ferðalag á milli eyja í eyjaklasanum og lúxussnekkjur svo eitthvað sé nefnt. Hann segir að hátíðin muni verða mun meira en bara tónlistarhátíð. Þar verði líka hinir ýmsu viðburðir eins og til að mynda bardagagryfja þar sem karate kappar muni leika listir sínar. McFarland hefur viðurkennt að hann eigi enn eftir að bóka tónlistarmenn á hátíðina.
Fyre-hátíðin Bandaríkin Tengdar fréttir Fangelsaður fyrir svik vegna Fyre-hátíðarinnar misheppnuðu Billy McFarland hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir svik varðandi Fyre-tónlistarhátíðina. 12. október 2018 08:12 Gestir Fyre-hátíðarinnar fá um sjö þúsund dala bætur hver Dómstóll í New York hefur dæmt að 277 einstaklingar sem ferðuðust til Bahamaeyja til að sækja Fyre-hátíðina árið 2017 skuli hver um sig fá greiddar sjö þúsund dala í sáttagreiðslu. Það samsvarar tæplega 900 þúsund krónum. 16. apríl 2021 11:36 Skipuleggjendur Fyre Festival: „Við héldum að við værum tilbúnir en svo komu allir“ Skipuleggjendur hinnar mislukkuðu Fyre Festival hátíðar harma mistökin sem gerð voru í aðdraganda og undirbúningi hátíðarinnar. Þeir segjast ekki hafa ráðið við mannfjöldann en ætla sér að halda hátíðina aftur á næsta ári. 30. apríl 2017 09:50 Mest lesið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Fleiri fréttir Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Sjá meira
Fangelsaður fyrir svik vegna Fyre-hátíðarinnar misheppnuðu Billy McFarland hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir svik varðandi Fyre-tónlistarhátíðina. 12. október 2018 08:12
Gestir Fyre-hátíðarinnar fá um sjö þúsund dala bætur hver Dómstóll í New York hefur dæmt að 277 einstaklingar sem ferðuðust til Bahamaeyja til að sækja Fyre-hátíðina árið 2017 skuli hver um sig fá greiddar sjö þúsund dala í sáttagreiðslu. Það samsvarar tæplega 900 þúsund krónum. 16. apríl 2021 11:36
Skipuleggjendur Fyre Festival: „Við héldum að við værum tilbúnir en svo komu allir“ Skipuleggjendur hinnar mislukkuðu Fyre Festival hátíðar harma mistökin sem gerð voru í aðdraganda og undirbúningi hátíðarinnar. Þeir segjast ekki hafa ráðið við mannfjöldann en ætla sér að halda hátíðina aftur á næsta ári. 30. apríl 2017 09:50