„Erfitt að sætta sig við það hvernig þetta endaði“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2024 08:31 Bergrós Björnsdóttir varð í fimmta sæti í keppni sextán til sautján ára stelpna á heimsleikum unglinga í CrossFit. @bergrosbjornsdottir Bergrós Björnsdóttir náði ekki alveg markmiðum sínum á heimsleikum unglinga í CrossFit á dögunum þótt hún hafi náð einum besta árangri Íslendings í sögu aldursflokkakeppni heimsleikanna. Íslandsmeistarinn í CrossFit keppti þarna annað árið í röð í flokki sextán til sautján ára en í fyrra vann hún bronsverðlaun á þessu heimsmeistaramóti CrossFit íþróttarinnar. Það var því stefnan hjá henni að komast aftur á verðlaunapall sem gekk ekki eftir. Bergrós lenti langt á eftir efstu stelpunum í byrjun og þrátt fyrir nokkrar góðar greinar á síðustu dögunum þá tókst henni ekki að komast ofar en í fimmta sætið. Bergrós hefur nú gert upp keppnina í pistil á samfélagmiðlum sínum. „Vonsvikin en stolt,“ byrjar Bergrós uppgjör sitt. „Við lögðum svo mikið á okkur fyrir þessa helgi og það er sárt að hafa ekki náð að gera mitt besta þegar það skipti mestu máli. Ástæðurnar voru mistök, léleg framkvæmd eða þættir sem ég réði ekki við,“ skrifaði Bergrós. „Þegar ég yfirgaf keppnisgólfið upplifði ég blöndu af vonbrigðum, pirringi og ruglingi eftir næstum því allar greinarnar mínar,“ skrifaði Bergrós. „Það er erfitt að sætta sig við það hvernig þetta endaði hjá mér á þessu tímabili. Þegar ég horfi samt á allt tímabilið í heild sinni, vinnuna sem ég lagði á mig, bætingarnar og allt sem ég og þjálfari minn Eggert Ólafsson náðum að afreka þá get ég annað en verið stolt,“ skrifaði Bergrós. „Þetta er bara byrjunin,“ skrifaði Bergrós í lokin. CrossFit Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Sjá meira
Íslandsmeistarinn í CrossFit keppti þarna annað árið í röð í flokki sextán til sautján ára en í fyrra vann hún bronsverðlaun á þessu heimsmeistaramóti CrossFit íþróttarinnar. Það var því stefnan hjá henni að komast aftur á verðlaunapall sem gekk ekki eftir. Bergrós lenti langt á eftir efstu stelpunum í byrjun og þrátt fyrir nokkrar góðar greinar á síðustu dögunum þá tókst henni ekki að komast ofar en í fimmta sætið. Bergrós hefur nú gert upp keppnina í pistil á samfélagmiðlum sínum. „Vonsvikin en stolt,“ byrjar Bergrós uppgjör sitt. „Við lögðum svo mikið á okkur fyrir þessa helgi og það er sárt að hafa ekki náð að gera mitt besta þegar það skipti mestu máli. Ástæðurnar voru mistök, léleg framkvæmd eða þættir sem ég réði ekki við,“ skrifaði Bergrós. „Þegar ég yfirgaf keppnisgólfið upplifði ég blöndu af vonbrigðum, pirringi og ruglingi eftir næstum því allar greinarnar mínar,“ skrifaði Bergrós. „Það er erfitt að sætta sig við það hvernig þetta endaði hjá mér á þessu tímabili. Þegar ég horfi samt á allt tímabilið í heild sinni, vinnuna sem ég lagði á mig, bætingarnar og allt sem ég og þjálfari minn Eggert Ólafsson náðum að afreka þá get ég annað en verið stolt,“ skrifaði Bergrós. „Þetta er bara byrjunin,“ skrifaði Bergrós í lokin.
CrossFit Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum