Raygun best í heiminum samkvæmt heimslistanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2024 07:33 Hin ástralska Raygun náði engum árangri á Ólympíuleikunum í París er samt best í heimi samkvæmt nýjasta heimslista Alþjóða dansambandsins. Getty/Elsa Nýr heimlisti breikdansara hefur vakið upp eina stóra spurningu. Þarftu ekki að ná árangri til að vera bestur í heimi? Ástralski breikdansarinn Rachael "Raygun" Gunn sló í gegn á Ólympíuleikunum í París í síðasta mánuði þrátt fyrir að enda í síðasta sæti í keppninni. Sérstök tilþrif hennar og óvenjulegur breikdans fór á mikið flug á samfélagsmiðlum og eftir leikana vissu miklu fleiri hver Raygun var heldur en þær konur sem unnu til verðlauna á leikunum. Hún tapaði þó öllum sínum einvígum og endaði stigalaus. Sú eina sem var neðar en hún var sú sem var dæmd úr keppni. Technicality gives Raygun world number one ranking https://t.co/7oLR46Oy8x— BBC News (World) (@BBCWorld) September 11, 2024 Sporin, sem hún bauð upp í París, hafa verið endalaus uppspretta gríns á netinu og þótti sumum nóg um. Internetið fékk í það minnsta ekki nóg af Raygun en hver verður að dæma fyrir sig hvort grínið sé góðlátlegt eða rætið. Þrátt fyrir þennan slaka árangur hennar á Ólympíuleikunum þá er Raygun samt í efsta sæti nýjasta heimslista Alþjóða danssambandsins, World DanceSport Federation (WDSF), en hann hefur nú verið opinberaður fyrir september. Raygun er í efstu sætinu á undan þeim Riko frá Japan og Stefani frá Úkraínu. Hin 37 ára gamla Raygun tryggði sér þó ekki efsta sætið með frammistöðu sinni á Ólympíuleikunum og þetta er alls ekki vinsældakeppni. Stigin sem komu henni upp í efsta sætið voru stigin þúsund sem hún fékk fyrir sigur sinn í undankeppni Ólympíuleikanna í Eyjaálfu. Ólympíuleikarnir í París töldu víst ekki á þessum nýjasta lista og því eru verðlaunahafar Ólympíuleikanna, Ami "Ami" Yuasa, Dominika "Nicka" Banevic og Liu "671" Qingyi, hvergi sjáanlegar á listanum. Raygun kom fram opinberlega eftir leikanna og sagði frá öllu hatrinu sem hún hafði orðið fyrir og öllum leiðindunum frá nettröllum sem hún og fjölskylda hennar hafa þurft að þola eftir leikana. Hún sagðist líka að hún myndi ekki keppa aftur í bráð enda er hún aftur farin í starf sitt sem kennari í háskóla. Dans Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Sjá meira
Ástralski breikdansarinn Rachael "Raygun" Gunn sló í gegn á Ólympíuleikunum í París í síðasta mánuði þrátt fyrir að enda í síðasta sæti í keppninni. Sérstök tilþrif hennar og óvenjulegur breikdans fór á mikið flug á samfélagsmiðlum og eftir leikana vissu miklu fleiri hver Raygun var heldur en þær konur sem unnu til verðlauna á leikunum. Hún tapaði þó öllum sínum einvígum og endaði stigalaus. Sú eina sem var neðar en hún var sú sem var dæmd úr keppni. Technicality gives Raygun world number one ranking https://t.co/7oLR46Oy8x— BBC News (World) (@BBCWorld) September 11, 2024 Sporin, sem hún bauð upp í París, hafa verið endalaus uppspretta gríns á netinu og þótti sumum nóg um. Internetið fékk í það minnsta ekki nóg af Raygun en hver verður að dæma fyrir sig hvort grínið sé góðlátlegt eða rætið. Þrátt fyrir þennan slaka árangur hennar á Ólympíuleikunum þá er Raygun samt í efsta sæti nýjasta heimslista Alþjóða danssambandsins, World DanceSport Federation (WDSF), en hann hefur nú verið opinberaður fyrir september. Raygun er í efstu sætinu á undan þeim Riko frá Japan og Stefani frá Úkraínu. Hin 37 ára gamla Raygun tryggði sér þó ekki efsta sætið með frammistöðu sinni á Ólympíuleikunum og þetta er alls ekki vinsældakeppni. Stigin sem komu henni upp í efsta sætið voru stigin þúsund sem hún fékk fyrir sigur sinn í undankeppni Ólympíuleikanna í Eyjaálfu. Ólympíuleikarnir í París töldu víst ekki á þessum nýjasta lista og því eru verðlaunahafar Ólympíuleikanna, Ami "Ami" Yuasa, Dominika "Nicka" Banevic og Liu "671" Qingyi, hvergi sjáanlegar á listanum. Raygun kom fram opinberlega eftir leikanna og sagði frá öllu hatrinu sem hún hafði orðið fyrir og öllum leiðindunum frá nettröllum sem hún og fjölskylda hennar hafa þurft að þola eftir leikana. Hún sagðist líka að hún myndi ekki keppa aftur í bráð enda er hún aftur farin í starf sitt sem kennari í háskóla.
Dans Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Sjá meira