Krefjast þess að Ísraelsher bæti ráð sitt eftir dráp á Bandaríkjamanni Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2024 08:45 Aðgerðasinnar halda á lofti plakötum með mynd af Eygi við útför hennar á Vesturbakkanum á mánudag. AP/Nasser Nasser Utanríkis- og varnarmálaráðherrar Bandaríkjanna kröfðust þess að Ísraelsher breytti starfsháttum sínum á Vesturbakkanum eftir að hermenn skutu bandaríska konu til bana á mótmælum þar í síðustu viku. Ísraelsmenn segja að um óhapp hafi verið að ræða. Bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar Ísraelshers sem voru birtar í gær benda til þess að afar líklegt sé að ísraelskir hermenn hafi hleypt af skotum sem urðu Aysenur Ezgi Eygi, 26 ára gamalli bandarísk-tyrkneskri konu, að bana í Beita á föstudag. Drápið á henni hefði verið óviljaverki og sagðist herinn harma það. Eygi var skotin þegar hermenn stökktu mótmælendum á flótta á stað þar sem Palestínumenn hafa ítrekað orðið fyrir árásum landtökumanna gyðinga, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Niðurstaða bráðabirgðarannsóknarinnar var kynnt Bandaríkjastjórn í gær. Joe Biden forseti talaði í kjölfarið um að byssukúla hefði endurkastast í Eygi af jörðinni. Palestínumenn segja að hún hafi verið skotin í höfuðið. Fjölskylda Eygi segir rannsókn Ísraelshers óviðunandi og krefst sjálfstæðrar bandarískrar rannsóknar. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Lloyd Austin, varnarmálaráðherra, lýstu drápinu á Eygi sem „tilefnislausu og óréttlætanlegu“ í gær en þeir hafa ekki áður gripið svo sterkt til orða um framferði Ísraelshers. Þeir segja báðir að Bandaríkjastjórn ætli að krefjast þess að Ísraelsmenn breyti nálgun sinni á Vesturbakkanum. „Enginn ætti að vera skotinn til bana fyrir að taka þátt í mótmælum. Að okkar mati verða ísraelskar öryggissveitir að gera grundvallarbreytingar á starfsháttum sínum á Vesturbakkanum, þar á meðal breytingar á reglum sínum um valdbeitingu,“ sagði Blinken við blaðamenn í London. Sakamáladeild ísraelsku herlögreglunnar er sögð rannsaka dauða Eygi. John Kirby, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, sagði Bandaríkjastjórn fylgjast grannt með framvindu hennar en fátítt væri að Ísraelsher réðist í sakamálarannsókn í tilvikum sem þessum. Ísrael Bandaríkin Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Krefjast rannsóknar eftir að ung kona var skotin í höfuðið Sameinuðu þjóðirnar krefjast þess að andlát bandarískrar konu sem skotin var til bana á Vesturbakkanum verði rannsakað ofan í kjölinn. Ísraelskir hermenn eru sagðir hafa skotið hana í höfuðið þar sem hún var stödd við friðsöm mótmæli. 7. september 2024 22:57 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar Ísraelshers sem voru birtar í gær benda til þess að afar líklegt sé að ísraelskir hermenn hafi hleypt af skotum sem urðu Aysenur Ezgi Eygi, 26 ára gamalli bandarísk-tyrkneskri konu, að bana í Beita á föstudag. Drápið á henni hefði verið óviljaverki og sagðist herinn harma það. Eygi var skotin þegar hermenn stökktu mótmælendum á flótta á stað þar sem Palestínumenn hafa ítrekað orðið fyrir árásum landtökumanna gyðinga, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Niðurstaða bráðabirgðarannsóknarinnar var kynnt Bandaríkjastjórn í gær. Joe Biden forseti talaði í kjölfarið um að byssukúla hefði endurkastast í Eygi af jörðinni. Palestínumenn segja að hún hafi verið skotin í höfuðið. Fjölskylda Eygi segir rannsókn Ísraelshers óviðunandi og krefst sjálfstæðrar bandarískrar rannsóknar. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Lloyd Austin, varnarmálaráðherra, lýstu drápinu á Eygi sem „tilefnislausu og óréttlætanlegu“ í gær en þeir hafa ekki áður gripið svo sterkt til orða um framferði Ísraelshers. Þeir segja báðir að Bandaríkjastjórn ætli að krefjast þess að Ísraelsmenn breyti nálgun sinni á Vesturbakkanum. „Enginn ætti að vera skotinn til bana fyrir að taka þátt í mótmælum. Að okkar mati verða ísraelskar öryggissveitir að gera grundvallarbreytingar á starfsháttum sínum á Vesturbakkanum, þar á meðal breytingar á reglum sínum um valdbeitingu,“ sagði Blinken við blaðamenn í London. Sakamáladeild ísraelsku herlögreglunnar er sögð rannsaka dauða Eygi. John Kirby, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, sagði Bandaríkjastjórn fylgjast grannt með framvindu hennar en fátítt væri að Ísraelsher réðist í sakamálarannsókn í tilvikum sem þessum.
Ísrael Bandaríkin Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Krefjast rannsóknar eftir að ung kona var skotin í höfuðið Sameinuðu þjóðirnar krefjast þess að andlát bandarískrar konu sem skotin var til bana á Vesturbakkanum verði rannsakað ofan í kjölinn. Ísraelskir hermenn eru sagðir hafa skotið hana í höfuðið þar sem hún var stödd við friðsöm mótmæli. 7. september 2024 22:57 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Krefjast rannsóknar eftir að ung kona var skotin í höfuðið Sameinuðu þjóðirnar krefjast þess að andlát bandarískrar konu sem skotin var til bana á Vesturbakkanum verði rannsakað ofan í kjölinn. Ísraelskir hermenn eru sagðir hafa skotið hana í höfuðið þar sem hún var stödd við friðsöm mótmæli. 7. september 2024 22:57