Finnst hann ekki vera að sparka í liggjandi mann Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. september 2024 15:05 Bragi Páll hefur engar áhyggjur af því að Bjarni verði mögulega ekki í stjórnmálum mikið lengur og lét það ekki stöðva sig í að fá sér húðflúr af honum. Rithöfundurinn og athafnastjórinn Bragi Páll Sigurðarson hefur fengið sér nýtt húðflúr á hægri rasskinnina. Þar er Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í gervi Bjarnabófa úr myndasögunum um Andrés Önd og félaga. Bragi segist ekki upplifa sem svo að hann sé að sparka í liggjandi mann með húðflúrinu. „Mér datt þetta í hug fyrir nokkrum árum og hef rætt þetta við hana Sigrúnu sem flúraði mig þó nokkrum sinnum undanfarin ár. Svo var einhvern veginn útlit fyrir að það sé farið að styttast í annan endann á þessu starfi hans Bjarna og ég upplifði að maður væri að brenna inni með góða hugmynd svo við drifum í þessu,“ segir Bragi Páll í samtali við Vísi. Sigrún Rós Sigurðardóttir teiknaði myndina og flúraði hana svo á rasskinn rithöfundarins. Bragi Páll hefur undanfarin ár gefið út þrjár skáldsögur og þess á milli ritað pistla í Stundina og í Heimildina þar sem hann hefur verið einn helsti gagnrýnandi Bjarna Benediktssonar og Sjálfstæðisflokksins. Þannig flúraði hann eitt sinn á sig orðin „Segðu af þér Hanna Birna“ þegar lekamálið stóð sem hæst árið 2014. Eins og fram hefur komið hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki mælst með sitt hefðbundna fylgi í skoðanakönnunum að undanförnu og vakti 13,8 prósenta mæling Maskínu á fylgi flokksins sérstaka athygli. Vildi Bjarni í kjölfarið ekki segja af eða á um hvort hann hygðist bjóða sig fram að nýju til formanns flokksins á landsfundi sem haldinn verður í janúar. Bláfátækur listamaður og valdamesti maður landsins Um þrjá og hálfan tíma tók að flúra myndina á rassinn á rithöfundinum. Bragi segist ekki hafa neinar áhyggjur af því að sitja eftir með mynd af Bjarna á rassinum jafnvel þó einhverjar líkur séu á því að hann hverfi á braut af opinberum vettvangi í nánustu framtíð. „Þetta getur þá bara verið minnismerki um hans arfleifð í stjórnmálum. Það er mjög ósennilegt að það sé einhver að fara að reisa styttu af honum eða nefna hús eða bókasöfn eftir honum eins og gert er í tilviki þjóðhöfðingja sem eru farsælir í starfi.“ Á myndinni er Bjarni í búningi Bjarnabófa sem stöðugt gerðu atlögu að peningagámi Jóakims Aðalandar í myndasögunum um Andrés Önd og félaga. „Þetta átti nú að vera alveg heill bjarnabófabúningur. Hann er í buxunum þeirra og með hattinn þeirra og fangið fullt af peningum og góssi. Upprunalegu ráðast á peningatank Jóakims en Bjarni er bara búinn að vera að hjálpa fjölskyldunni að tæma ríkissjóð,“ fullyrðir rithöfundurinn. Sumir gætu sagt að það sé illkvittið af þér að sparka í liggjandi mann? „Ég get ekki alveg samþykkt að ég, bláfátækur listamaður, sem er að gera grín að valdamesta manni landsins sé þar með að sparka í liggjandi mann. Hann er búinn að liggja meira og minna frá því hann settist á þing, alltaf einhvern veginn með slóðina á eftir sér. Þannig að það er erfitt að velja sér réttan tíma til þess að sparka í Bjarna,“ segir Bragi sem hefur gefið út skáldsögurnar Austur, Arnaldur Indriðason deyr og Kjöt. Á léttari nótum segist Bragi hafa nóg fyrir stafni. Hann er nú á lokametrum þess að gefa út sína fjórðu skáldsögu: Næst síðasta líf Jens Ólafssonar Olsen. Von er á bókinni í búðir á næstu vikum. Bragi er til í að fallast á að hún sé í anda fyrri bóka, eða næstum því. „Ætli það ekki bara? Það þarf kannski einhver annar að dæma um það en þetta er skemmtileg skrítin dæmisaga.“ Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Húðflúr Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
„Mér datt þetta í hug fyrir nokkrum árum og hef rætt þetta við hana Sigrúnu sem flúraði mig þó nokkrum sinnum undanfarin ár. Svo var einhvern veginn útlit fyrir að það sé farið að styttast í annan endann á þessu starfi hans Bjarna og ég upplifði að maður væri að brenna inni með góða hugmynd svo við drifum í þessu,“ segir Bragi Páll í samtali við Vísi. Sigrún Rós Sigurðardóttir teiknaði myndina og flúraði hana svo á rasskinn rithöfundarins. Bragi Páll hefur undanfarin ár gefið út þrjár skáldsögur og þess á milli ritað pistla í Stundina og í Heimildina þar sem hann hefur verið einn helsti gagnrýnandi Bjarna Benediktssonar og Sjálfstæðisflokksins. Þannig flúraði hann eitt sinn á sig orðin „Segðu af þér Hanna Birna“ þegar lekamálið stóð sem hæst árið 2014. Eins og fram hefur komið hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki mælst með sitt hefðbundna fylgi í skoðanakönnunum að undanförnu og vakti 13,8 prósenta mæling Maskínu á fylgi flokksins sérstaka athygli. Vildi Bjarni í kjölfarið ekki segja af eða á um hvort hann hygðist bjóða sig fram að nýju til formanns flokksins á landsfundi sem haldinn verður í janúar. Bláfátækur listamaður og valdamesti maður landsins Um þrjá og hálfan tíma tók að flúra myndina á rassinn á rithöfundinum. Bragi segist ekki hafa neinar áhyggjur af því að sitja eftir með mynd af Bjarna á rassinum jafnvel þó einhverjar líkur séu á því að hann hverfi á braut af opinberum vettvangi í nánustu framtíð. „Þetta getur þá bara verið minnismerki um hans arfleifð í stjórnmálum. Það er mjög ósennilegt að það sé einhver að fara að reisa styttu af honum eða nefna hús eða bókasöfn eftir honum eins og gert er í tilviki þjóðhöfðingja sem eru farsælir í starfi.“ Á myndinni er Bjarni í búningi Bjarnabófa sem stöðugt gerðu atlögu að peningagámi Jóakims Aðalandar í myndasögunum um Andrés Önd og félaga. „Þetta átti nú að vera alveg heill bjarnabófabúningur. Hann er í buxunum þeirra og með hattinn þeirra og fangið fullt af peningum og góssi. Upprunalegu ráðast á peningatank Jóakims en Bjarni er bara búinn að vera að hjálpa fjölskyldunni að tæma ríkissjóð,“ fullyrðir rithöfundurinn. Sumir gætu sagt að það sé illkvittið af þér að sparka í liggjandi mann? „Ég get ekki alveg samþykkt að ég, bláfátækur listamaður, sem er að gera grín að valdamesta manni landsins sé þar með að sparka í liggjandi mann. Hann er búinn að liggja meira og minna frá því hann settist á þing, alltaf einhvern veginn með slóðina á eftir sér. Þannig að það er erfitt að velja sér réttan tíma til þess að sparka í Bjarna,“ segir Bragi sem hefur gefið út skáldsögurnar Austur, Arnaldur Indriðason deyr og Kjöt. Á léttari nótum segist Bragi hafa nóg fyrir stafni. Hann er nú á lokametrum þess að gefa út sína fjórðu skáldsögu: Næst síðasta líf Jens Ólafssonar Olsen. Von er á bókinni í búðir á næstu vikum. Bragi er til í að fallast á að hún sé í anda fyrri bóka, eða næstum því. „Ætli það ekki bara? Það þarf kannski einhver annar að dæma um það en þetta er skemmtileg skrítin dæmisaga.“
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Húðflúr Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira