Matarboð hins fullkomna gestgjafa Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 14. september 2024 10:01 Góður matur bragðast betur í heillandi umhverfi. Getty Gestrisni, ljúfir tónar, notaleg lýsing, fallega dekkað borð og framsetning ljúffengra rétta eru grunnatriði þegar kemur að hinni fullkomnu matarupplifun. Hér að neðan má finna uppskriftir að þriggja rétta veislu ásamt nokkrum einföldum ráðum til að gera matarboðið sem eftirminnilegast. Notaleg og ljúf stemning Tónlist: Settu tóninn fyrir kvöldið og vertu búinn að setja notalega tónlist á þegar gestirnir mæta. Lýsing: Dempaðu ljósin og kveiktu á kertum fyrir mjúka og hlýlega birtu. Getty Skreyting: Leggðu dúk eða diskamottur á borðið. Gættu að því að hafa dúkinn vel straujaðan. Dragðu fram fína matarstellið og raðaðu diskum, tveimur týpum af glösum ásamt hnífapörum fyrir alla rétti kvöldsins, og servíettu á hvern disk. Til að setja punktinn yfir i-ið er fallegt að skreyta með ferskum blómum. Vertu tímanlega til að njóta: Undirbúðu allt sem hægt er fyrirfram til að minnka álagið á þér um kvöldið svo að þú njótir þín betur með gestunum. Getty Matur og drykkir Ferskt hráefni: Notaðu hágæða hráefni og eldaðu allt frá grunni til að vera viss um að réttirnir bragðist sem best. Ef þú kaupir eitthvað tilbúið gættu þá að því að bera matinn fram á fallegum disk. Drykkir: Vertu tilbúinn með fordrykk þegar gestirnir mæta.. Hafðu svo fjölbreytt úrval ad drykkjum á boðstólum um kvöldið, þar á meðal vín, kokteila og áfengislausa drykki. Hafðu í huga að drykkirnir þurfa passa við réttina sem er boðið upp á. Getty Þriggja rétta veisla fyrir braðlaukana Rísotto með sveppum og truffluolíu Uppskriftin er fyrir fjóra fullorðna, hægt er að helminga hana og bera fram sem forrétt. Getty Hráefni: 300 g arborio hrísgrjón 1 l kjúklinga- eða grænmetissoð 300 g sveppir (t.d. portobello eða villisveppir) 2 msk ólífuolía 1 laukur, fínt saxaður 2 hvítlauksgeirar, fínt saxaðir 100 ml hvítvín 50 g smjör 50 g parmesanostur, rifinn Truffluolía eftir smekk Salt og pipar Aðferð: Hitið ólífuolíu á pönnu, bætið við söxuðum lauk og hvítlauk og steikið þar til mjúkt. Bætið sveppunum út á og steikið þar til þeir eru orðnir brúnir. Hrærið arborio hrísgrjónunum út í og steikið í 2 mínútur. Bætið hvítvíninu við og látið sjóða þar til það er að mestu gufað upp. Hellið soðinu í skömmtum yfir hrísgrjónin og hrærið stöðugt þar til hrísgrjónin eru orðin mjúk, það tekur um 18-20 mínútur. Blandið smjöri og parmesanosti saman við þegar rísottóið er tilbúið. Smakkið til með salti, pipar og truffluolíu. Berið fram með ferskum kryddjurtum og smá truffluolíu. Beikonvafin nautalund Getty Hráefni: 4 stk nautalund (um 200 g hver) 8 sneiðar beikon 2 msk olía 2 hvítlauksgeirar, saxaðir 50 g smjör Salt og pipar 1 msk fersk steinselja, saxað Kartöflumús til að bera fram með Aðferð: Vefjið nautalundarbitunum inn í tvær sneiðar af beikoni og festið með tannstönglum. Hitið olíu á pönnu á háum hita og steikið nautalundina í 2-3 mínútur á hvorri hlið til að loka kjötinu. Bætið smjöri, hvítlauk og steinselju á pönnuna og hellið yfir kjötið á meðan það steikist. Setjið bitana inn í 180°C heitan ofn og bakið í 8-10 mínútur, eða þar til kjötið er miðlungssteikt. Látið hvíla í fimm mínútur áður en það er borið fram. Sjóðið kartölfur, flysjið og stappið saman með smjöri og salti. Piparostasósa með sveppum Hráefni: 5 stk sveppir sneiddir niður smjör pipar 75 g kryddostur með pipar 2,5 dl rjómi 1 grænmetisteningur Aðferð: Bræðið smjör í potti við meðalháan hita. Steikið sveppina þar til þeir eru orðnir brúnir. Kryddið með pipar og bætið rjómaum út í. Bætið grænmetisteningi og kryddosti við og látið malla í smá stund. Framsetning: Raðið fallega á hvern disk áður en rétturinn er borinn fram. Setjið tvær matskeiðar af kartölfumús á miðjan diskinn og steikina ofan á. Skreytið með einni rósmarín-grein. Setjið sósuna í litla skál til hliðar eða á diskinn. Súkkulaðifondant með vanilluís og ferskum berjum Getty Hráefni: 200 g dökkt súkkulaði (70% kakó) 100 g smjör 3 egg 100 g sykur 50 g hveiti Vanilluís til að bera fram með Fersk ber til skrauts Aðferð: Hitið ofninn í 200°C og smyrjið muffinsform vel. Bræðið súkkulaði og smjör saman yfir vatnsbaði. Í annarri skál, þeytið egg og sykur saman þar til blandan er ljós og létt. Hrærið bræddu súkkulaðinu varlega saman við. Sigtið hveiti út í og hrærið varlega saman þar til blandan er silkimjúk. Hellið blöndunni í muffinsformin og bakið í 8-10 mínútur, þar til kökurnar eru stífar að utan en enn mjúkar að innan. Berið strax fram með vanilluís og ferskum berjum. Matur Uppskriftir Eftirréttir Tíska og hönnun Hús og heimili Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Notaleg og ljúf stemning Tónlist: Settu tóninn fyrir kvöldið og vertu búinn að setja notalega tónlist á þegar gestirnir mæta. Lýsing: Dempaðu ljósin og kveiktu á kertum fyrir mjúka og hlýlega birtu. Getty Skreyting: Leggðu dúk eða diskamottur á borðið. Gættu að því að hafa dúkinn vel straujaðan. Dragðu fram fína matarstellið og raðaðu diskum, tveimur týpum af glösum ásamt hnífapörum fyrir alla rétti kvöldsins, og servíettu á hvern disk. Til að setja punktinn yfir i-ið er fallegt að skreyta með ferskum blómum. Vertu tímanlega til að njóta: Undirbúðu allt sem hægt er fyrirfram til að minnka álagið á þér um kvöldið svo að þú njótir þín betur með gestunum. Getty Matur og drykkir Ferskt hráefni: Notaðu hágæða hráefni og eldaðu allt frá grunni til að vera viss um að réttirnir bragðist sem best. Ef þú kaupir eitthvað tilbúið gættu þá að því að bera matinn fram á fallegum disk. Drykkir: Vertu tilbúinn með fordrykk þegar gestirnir mæta.. Hafðu svo fjölbreytt úrval ad drykkjum á boðstólum um kvöldið, þar á meðal vín, kokteila og áfengislausa drykki. Hafðu í huga að drykkirnir þurfa passa við réttina sem er boðið upp á. Getty Þriggja rétta veisla fyrir braðlaukana Rísotto með sveppum og truffluolíu Uppskriftin er fyrir fjóra fullorðna, hægt er að helminga hana og bera fram sem forrétt. Getty Hráefni: 300 g arborio hrísgrjón 1 l kjúklinga- eða grænmetissoð 300 g sveppir (t.d. portobello eða villisveppir) 2 msk ólífuolía 1 laukur, fínt saxaður 2 hvítlauksgeirar, fínt saxaðir 100 ml hvítvín 50 g smjör 50 g parmesanostur, rifinn Truffluolía eftir smekk Salt og pipar Aðferð: Hitið ólífuolíu á pönnu, bætið við söxuðum lauk og hvítlauk og steikið þar til mjúkt. Bætið sveppunum út á og steikið þar til þeir eru orðnir brúnir. Hrærið arborio hrísgrjónunum út í og steikið í 2 mínútur. Bætið hvítvíninu við og látið sjóða þar til það er að mestu gufað upp. Hellið soðinu í skömmtum yfir hrísgrjónin og hrærið stöðugt þar til hrísgrjónin eru orðin mjúk, það tekur um 18-20 mínútur. Blandið smjöri og parmesanosti saman við þegar rísottóið er tilbúið. Smakkið til með salti, pipar og truffluolíu. Berið fram með ferskum kryddjurtum og smá truffluolíu. Beikonvafin nautalund Getty Hráefni: 4 stk nautalund (um 200 g hver) 8 sneiðar beikon 2 msk olía 2 hvítlauksgeirar, saxaðir 50 g smjör Salt og pipar 1 msk fersk steinselja, saxað Kartöflumús til að bera fram með Aðferð: Vefjið nautalundarbitunum inn í tvær sneiðar af beikoni og festið með tannstönglum. Hitið olíu á pönnu á háum hita og steikið nautalundina í 2-3 mínútur á hvorri hlið til að loka kjötinu. Bætið smjöri, hvítlauk og steinselju á pönnuna og hellið yfir kjötið á meðan það steikist. Setjið bitana inn í 180°C heitan ofn og bakið í 8-10 mínútur, eða þar til kjötið er miðlungssteikt. Látið hvíla í fimm mínútur áður en það er borið fram. Sjóðið kartölfur, flysjið og stappið saman með smjöri og salti. Piparostasósa með sveppum Hráefni: 5 stk sveppir sneiddir niður smjör pipar 75 g kryddostur með pipar 2,5 dl rjómi 1 grænmetisteningur Aðferð: Bræðið smjör í potti við meðalháan hita. Steikið sveppina þar til þeir eru orðnir brúnir. Kryddið með pipar og bætið rjómaum út í. Bætið grænmetisteningi og kryddosti við og látið malla í smá stund. Framsetning: Raðið fallega á hvern disk áður en rétturinn er borinn fram. Setjið tvær matskeiðar af kartölfumús á miðjan diskinn og steikina ofan á. Skreytið með einni rósmarín-grein. Setjið sósuna í litla skál til hliðar eða á diskinn. Súkkulaðifondant með vanilluís og ferskum berjum Getty Hráefni: 200 g dökkt súkkulaði (70% kakó) 100 g smjör 3 egg 100 g sykur 50 g hveiti Vanilluís til að bera fram með Fersk ber til skrauts Aðferð: Hitið ofninn í 200°C og smyrjið muffinsform vel. Bræðið súkkulaði og smjör saman yfir vatnsbaði. Í annarri skál, þeytið egg og sykur saman þar til blandan er ljós og létt. Hrærið bræddu súkkulaðinu varlega saman við. Sigtið hveiti út í og hrærið varlega saman þar til blandan er silkimjúk. Hellið blöndunni í muffinsformin og bakið í 8-10 mínútur, þar til kökurnar eru stífar að utan en enn mjúkar að innan. Berið strax fram með vanilluís og ferskum berjum.
Matur Uppskriftir Eftirréttir Tíska og hönnun Hús og heimili Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira