Dragi úr virðingu fyrir lögunum Bjarki Sigurðsson skrifar 12. september 2024 12:13 Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Viðskiptaráð Íslendingar veðja næstmest allra Evrópuþjóða miðað við höfðatölu og verður ríkið af tæpum fimm milljörðum króna á ári í skatttekjur með núverandi löggjöf samkvæmt nýrri úttekt Viðskiptaráðs. Framkvæmdastjórinn segir það draga úr virðingu fyrir lögunum að hafa lagaumhverfi sem virkar ekki. Á Íslandi eru veðmál ólögleg nema með sérstöku sérleyfi. Einungis má reka happdrætti með þann tilgang að afla fjár til almannaheilla en lögin hafa ekki verið uppfærð síðan árið 2011. Síðan árið 2003 hefur orðið gífurleg breyting á veðmálabransanum hér á landi. Þá fóru 91 prósent veðmála fram hjá innlendum aðilum og veðjað var fyrir fjóra milljarða króna. Í fyrra eyddum við hins vegar tuttugu milljörðum króna og 55 prósent veðmála fóru fram hjá innlendum aðilum. Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, segir að á þessum tíma hafi Ísland eftir á meðan öll önnur ríki Evrópu, nema Noregur, brugðust við þessari miklu breytingu á markaði. „Við ættum að taka starfsleyfi upp til að hætta að stinga höfðinu í sandinn. Bannstefna stjórnvalda gagnvart veðmálum hefur ekki skilað árangri. Íslendingar eru ein mesta veðmálaþjóð Evrópu. Við veðjum fyrir áttatíu þúsund krónur á mann á ári. það eina sem stefnan hefur skilað er að færa starfsemina út fyrir landsteinana þar sem hún skilar hvorki skatttekjum né er hægt að setja reglur um hvernig hún fer fram,“ segir Björn. Viðskiptaráð áætlar að afnám sérleyfakerfisins skili ríkissjóði 4,8 milljörðum króna á ári. Ráðið vill að samhliða niðurfellingu sérleyfa verði opinber framlög til almannaheillafélaganna sem hafa leyfin aukin sem nemur fjárhagslegum skakkaföllum þeirra af breytingunum. „Að okkar mati er ekki gott að vera með lagaumgjörð sem virkar ekki. Það dregur úr virðingu fyrir lögunum og það er verið að banna hluti sem eiga sér stað engu að síður. Þannig að okkar mati er þetta aðkallandi og það er ein af ástæðunum fyrir því að við gefum út þessar tillögur núna. Við vonum að dómsmálaráðherra bregðist við þessu og erum reiðubúin í samtal við ráðuneytið um það,“ segir Björn. Fjárhættuspil Skattar og tollar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Segir tímabært að Ísland stokki spilin upp á nýtt Maarten Haijer, framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka evrópskra veðmálafyrirtækja, tekur til varna fyrir erlend veðmálafyrirtæki sem hafa verið áberandi í umræðunni hér á landi undanfarnar vikur. Það gerir hann í skoðanagrein sem birtist á Vísi í morgun þar sem hann segir regluverk á Íslandi varðandi fjárhættuspil vera fast í fortíðinni. 24. júlí 2024 07:30 Veðjuðu næst mest allra Evrópuþjóða Íslendingar veðjuðu næst mest allra Evrópuríkja árið 2023 en aðeins Írar vörðu meiri fjármunum í veðmál. 12. september 2024 07:40 Myndi engan skaða þótt veðmálafyrirtæki fengju að starfa Sigurður Guðni Guðjónsson lögmaður, segir að löggjöfin um veðmálastarfssemi svipi til áfengisbannsins sem sett var á laggirnar árið 1909. Íslensk stjórnvöld geti ekki hindrað að auglýsingar erlendra veðmálafyrirtækja komi fyrir augu Íslendinga fyrir tilstilli erlendra samfélagsmiðla. Sennilega myndi það ekki skaða neinn, þó erlend veðmálafyrirtæki fengju að starfa hér. 13. júlí 2024 15:51 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Á Íslandi eru veðmál ólögleg nema með sérstöku sérleyfi. Einungis má reka happdrætti með þann tilgang að afla fjár til almannaheilla en lögin hafa ekki verið uppfærð síðan árið 2011. Síðan árið 2003 hefur orðið gífurleg breyting á veðmálabransanum hér á landi. Þá fóru 91 prósent veðmála fram hjá innlendum aðilum og veðjað var fyrir fjóra milljarða króna. Í fyrra eyddum við hins vegar tuttugu milljörðum króna og 55 prósent veðmála fóru fram hjá innlendum aðilum. Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, segir að á þessum tíma hafi Ísland eftir á meðan öll önnur ríki Evrópu, nema Noregur, brugðust við þessari miklu breytingu á markaði. „Við ættum að taka starfsleyfi upp til að hætta að stinga höfðinu í sandinn. Bannstefna stjórnvalda gagnvart veðmálum hefur ekki skilað árangri. Íslendingar eru ein mesta veðmálaþjóð Evrópu. Við veðjum fyrir áttatíu þúsund krónur á mann á ári. það eina sem stefnan hefur skilað er að færa starfsemina út fyrir landsteinana þar sem hún skilar hvorki skatttekjum né er hægt að setja reglur um hvernig hún fer fram,“ segir Björn. Viðskiptaráð áætlar að afnám sérleyfakerfisins skili ríkissjóði 4,8 milljörðum króna á ári. Ráðið vill að samhliða niðurfellingu sérleyfa verði opinber framlög til almannaheillafélaganna sem hafa leyfin aukin sem nemur fjárhagslegum skakkaföllum þeirra af breytingunum. „Að okkar mati er ekki gott að vera með lagaumgjörð sem virkar ekki. Það dregur úr virðingu fyrir lögunum og það er verið að banna hluti sem eiga sér stað engu að síður. Þannig að okkar mati er þetta aðkallandi og það er ein af ástæðunum fyrir því að við gefum út þessar tillögur núna. Við vonum að dómsmálaráðherra bregðist við þessu og erum reiðubúin í samtal við ráðuneytið um það,“ segir Björn.
Fjárhættuspil Skattar og tollar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Segir tímabært að Ísland stokki spilin upp á nýtt Maarten Haijer, framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka evrópskra veðmálafyrirtækja, tekur til varna fyrir erlend veðmálafyrirtæki sem hafa verið áberandi í umræðunni hér á landi undanfarnar vikur. Það gerir hann í skoðanagrein sem birtist á Vísi í morgun þar sem hann segir regluverk á Íslandi varðandi fjárhættuspil vera fast í fortíðinni. 24. júlí 2024 07:30 Veðjuðu næst mest allra Evrópuþjóða Íslendingar veðjuðu næst mest allra Evrópuríkja árið 2023 en aðeins Írar vörðu meiri fjármunum í veðmál. 12. september 2024 07:40 Myndi engan skaða þótt veðmálafyrirtæki fengju að starfa Sigurður Guðni Guðjónsson lögmaður, segir að löggjöfin um veðmálastarfssemi svipi til áfengisbannsins sem sett var á laggirnar árið 1909. Íslensk stjórnvöld geti ekki hindrað að auglýsingar erlendra veðmálafyrirtækja komi fyrir augu Íslendinga fyrir tilstilli erlendra samfélagsmiðla. Sennilega myndi það ekki skaða neinn, þó erlend veðmálafyrirtæki fengju að starfa hér. 13. júlí 2024 15:51 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Segir tímabært að Ísland stokki spilin upp á nýtt Maarten Haijer, framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka evrópskra veðmálafyrirtækja, tekur til varna fyrir erlend veðmálafyrirtæki sem hafa verið áberandi í umræðunni hér á landi undanfarnar vikur. Það gerir hann í skoðanagrein sem birtist á Vísi í morgun þar sem hann segir regluverk á Íslandi varðandi fjárhættuspil vera fast í fortíðinni. 24. júlí 2024 07:30
Veðjuðu næst mest allra Evrópuþjóða Íslendingar veðjuðu næst mest allra Evrópuríkja árið 2023 en aðeins Írar vörðu meiri fjármunum í veðmál. 12. september 2024 07:40
Myndi engan skaða þótt veðmálafyrirtæki fengju að starfa Sigurður Guðni Guðjónsson lögmaður, segir að löggjöfin um veðmálastarfssemi svipi til áfengisbannsins sem sett var á laggirnar árið 1909. Íslensk stjórnvöld geti ekki hindrað að auglýsingar erlendra veðmálafyrirtækja komi fyrir augu Íslendinga fyrir tilstilli erlendra samfélagsmiðla. Sennilega myndi það ekki skaða neinn, þó erlend veðmálafyrirtæki fengju að starfa hér. 13. júlí 2024 15:51