Dragi úr virðingu fyrir lögunum Bjarki Sigurðsson skrifar 12. september 2024 12:13 Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Viðskiptaráð Íslendingar veðja næstmest allra Evrópuþjóða miðað við höfðatölu og verður ríkið af tæpum fimm milljörðum króna á ári í skatttekjur með núverandi löggjöf samkvæmt nýrri úttekt Viðskiptaráðs. Framkvæmdastjórinn segir það draga úr virðingu fyrir lögunum að hafa lagaumhverfi sem virkar ekki. Á Íslandi eru veðmál ólögleg nema með sérstöku sérleyfi. Einungis má reka happdrætti með þann tilgang að afla fjár til almannaheilla en lögin hafa ekki verið uppfærð síðan árið 2011. Síðan árið 2003 hefur orðið gífurleg breyting á veðmálabransanum hér á landi. Þá fóru 91 prósent veðmála fram hjá innlendum aðilum og veðjað var fyrir fjóra milljarða króna. Í fyrra eyddum við hins vegar tuttugu milljörðum króna og 55 prósent veðmála fóru fram hjá innlendum aðilum. Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, segir að á þessum tíma hafi Ísland eftir á meðan öll önnur ríki Evrópu, nema Noregur, brugðust við þessari miklu breytingu á markaði. „Við ættum að taka starfsleyfi upp til að hætta að stinga höfðinu í sandinn. Bannstefna stjórnvalda gagnvart veðmálum hefur ekki skilað árangri. Íslendingar eru ein mesta veðmálaþjóð Evrópu. Við veðjum fyrir áttatíu þúsund krónur á mann á ári. það eina sem stefnan hefur skilað er að færa starfsemina út fyrir landsteinana þar sem hún skilar hvorki skatttekjum né er hægt að setja reglur um hvernig hún fer fram,“ segir Björn. Viðskiptaráð áætlar að afnám sérleyfakerfisins skili ríkissjóði 4,8 milljörðum króna á ári. Ráðið vill að samhliða niðurfellingu sérleyfa verði opinber framlög til almannaheillafélaganna sem hafa leyfin aukin sem nemur fjárhagslegum skakkaföllum þeirra af breytingunum. „Að okkar mati er ekki gott að vera með lagaumgjörð sem virkar ekki. Það dregur úr virðingu fyrir lögunum og það er verið að banna hluti sem eiga sér stað engu að síður. Þannig að okkar mati er þetta aðkallandi og það er ein af ástæðunum fyrir því að við gefum út þessar tillögur núna. Við vonum að dómsmálaráðherra bregðist við þessu og erum reiðubúin í samtal við ráðuneytið um það,“ segir Björn. Fjárhættuspil Skattar og tollar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Segir tímabært að Ísland stokki spilin upp á nýtt Maarten Haijer, framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka evrópskra veðmálafyrirtækja, tekur til varna fyrir erlend veðmálafyrirtæki sem hafa verið áberandi í umræðunni hér á landi undanfarnar vikur. Það gerir hann í skoðanagrein sem birtist á Vísi í morgun þar sem hann segir regluverk á Íslandi varðandi fjárhættuspil vera fast í fortíðinni. 24. júlí 2024 07:30 Veðjuðu næst mest allra Evrópuþjóða Íslendingar veðjuðu næst mest allra Evrópuríkja árið 2023 en aðeins Írar vörðu meiri fjármunum í veðmál. 12. september 2024 07:40 Myndi engan skaða þótt veðmálafyrirtæki fengju að starfa Sigurður Guðni Guðjónsson lögmaður, segir að löggjöfin um veðmálastarfssemi svipi til áfengisbannsins sem sett var á laggirnar árið 1909. Íslensk stjórnvöld geti ekki hindrað að auglýsingar erlendra veðmálafyrirtækja komi fyrir augu Íslendinga fyrir tilstilli erlendra samfélagsmiðla. Sennilega myndi það ekki skaða neinn, þó erlend veðmálafyrirtæki fengju að starfa hér. 13. júlí 2024 15:51 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Á Íslandi eru veðmál ólögleg nema með sérstöku sérleyfi. Einungis má reka happdrætti með þann tilgang að afla fjár til almannaheilla en lögin hafa ekki verið uppfærð síðan árið 2011. Síðan árið 2003 hefur orðið gífurleg breyting á veðmálabransanum hér á landi. Þá fóru 91 prósent veðmála fram hjá innlendum aðilum og veðjað var fyrir fjóra milljarða króna. Í fyrra eyddum við hins vegar tuttugu milljörðum króna og 55 prósent veðmála fóru fram hjá innlendum aðilum. Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, segir að á þessum tíma hafi Ísland eftir á meðan öll önnur ríki Evrópu, nema Noregur, brugðust við þessari miklu breytingu á markaði. „Við ættum að taka starfsleyfi upp til að hætta að stinga höfðinu í sandinn. Bannstefna stjórnvalda gagnvart veðmálum hefur ekki skilað árangri. Íslendingar eru ein mesta veðmálaþjóð Evrópu. Við veðjum fyrir áttatíu þúsund krónur á mann á ári. það eina sem stefnan hefur skilað er að færa starfsemina út fyrir landsteinana þar sem hún skilar hvorki skatttekjum né er hægt að setja reglur um hvernig hún fer fram,“ segir Björn. Viðskiptaráð áætlar að afnám sérleyfakerfisins skili ríkissjóði 4,8 milljörðum króna á ári. Ráðið vill að samhliða niðurfellingu sérleyfa verði opinber framlög til almannaheillafélaganna sem hafa leyfin aukin sem nemur fjárhagslegum skakkaföllum þeirra af breytingunum. „Að okkar mati er ekki gott að vera með lagaumgjörð sem virkar ekki. Það dregur úr virðingu fyrir lögunum og það er verið að banna hluti sem eiga sér stað engu að síður. Þannig að okkar mati er þetta aðkallandi og það er ein af ástæðunum fyrir því að við gefum út þessar tillögur núna. Við vonum að dómsmálaráðherra bregðist við þessu og erum reiðubúin í samtal við ráðuneytið um það,“ segir Björn.
Fjárhættuspil Skattar og tollar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Segir tímabært að Ísland stokki spilin upp á nýtt Maarten Haijer, framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka evrópskra veðmálafyrirtækja, tekur til varna fyrir erlend veðmálafyrirtæki sem hafa verið áberandi í umræðunni hér á landi undanfarnar vikur. Það gerir hann í skoðanagrein sem birtist á Vísi í morgun þar sem hann segir regluverk á Íslandi varðandi fjárhættuspil vera fast í fortíðinni. 24. júlí 2024 07:30 Veðjuðu næst mest allra Evrópuþjóða Íslendingar veðjuðu næst mest allra Evrópuríkja árið 2023 en aðeins Írar vörðu meiri fjármunum í veðmál. 12. september 2024 07:40 Myndi engan skaða þótt veðmálafyrirtæki fengju að starfa Sigurður Guðni Guðjónsson lögmaður, segir að löggjöfin um veðmálastarfssemi svipi til áfengisbannsins sem sett var á laggirnar árið 1909. Íslensk stjórnvöld geti ekki hindrað að auglýsingar erlendra veðmálafyrirtækja komi fyrir augu Íslendinga fyrir tilstilli erlendra samfélagsmiðla. Sennilega myndi það ekki skaða neinn, þó erlend veðmálafyrirtæki fengju að starfa hér. 13. júlí 2024 15:51 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Segir tímabært að Ísland stokki spilin upp á nýtt Maarten Haijer, framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka evrópskra veðmálafyrirtækja, tekur til varna fyrir erlend veðmálafyrirtæki sem hafa verið áberandi í umræðunni hér á landi undanfarnar vikur. Það gerir hann í skoðanagrein sem birtist á Vísi í morgun þar sem hann segir regluverk á Íslandi varðandi fjárhættuspil vera fast í fortíðinni. 24. júlí 2024 07:30
Veðjuðu næst mest allra Evrópuþjóða Íslendingar veðjuðu næst mest allra Evrópuríkja árið 2023 en aðeins Írar vörðu meiri fjármunum í veðmál. 12. september 2024 07:40
Myndi engan skaða þótt veðmálafyrirtæki fengju að starfa Sigurður Guðni Guðjónsson lögmaður, segir að löggjöfin um veðmálastarfssemi svipi til áfengisbannsins sem sett var á laggirnar árið 1909. Íslensk stjórnvöld geti ekki hindrað að auglýsingar erlendra veðmálafyrirtækja komi fyrir augu Íslendinga fyrir tilstilli erlendra samfélagsmiðla. Sennilega myndi það ekki skaða neinn, þó erlend veðmálafyrirtæki fengju að starfa hér. 13. júlí 2024 15:51