Uppgjörið: FH - Víkingur 0-3 | Gestirnir fóru á kostum í Krikanum Þorsteinn Hjálmsson skrifar 12. september 2024 19:10 Selma Dögg #10 sést hér fagna marki með liðsfélögum sínum. vísir / pawel FH fékk Víking í heimsókn í dag í 20. umferð Bestu deildar kvenna. Gestirnir enduðu með að vinna nokkuð sannfærandi og þægilegan sigur gegn bitlausu liði FH. lokatölur 0-3 fyrir gestunum. Aðeins þurfti að bíða í tæplega þrjár mínútur eftir fyrsta marki leiksins. Linda Líf Boama, framherji Víkings, slapp þá ein í gegn og lék á Aldísi Guðlaugsdóttur, markvörð FH, og renndi boltanum í autt markið. Eftir markið einkenndist leikurinn af góðum spilköflum hjá báðum liðum og baráttu um boltann, án þess þó að nokkurt færi liti dagsins ljós. FH-ingar áttu þó sláarskot eftir um tuttugu mínútna leik. Berglind Freyja Hlynsdóttir lét þá vaða af löngu færi eftir misheppnað uppspil hjá varnarmönnum Víkings og small boltinn í slánni. Gestirnir juku forystu sína á 35. mínútu þegar Shaina Ashouri fylgdi á eftir skoti Bergdísar Sveinsdóttur sem Aldís hafði varið. Staðan því 0-2 í hálfleik fyrir gestunum. FH hóf seinni hálfleikinn með nokkrum hættulegum hornspyrnum. Það leið þó ekki að löngu þar til að Víkingar bættu við sínu þriðja marki. Linda Líf var þá fljót að hugsa og tók innkast hratt beint á Freyju Stefánsdóttur sem óð inn á teig FH og lagði boltann á Shaina Ashouri sem skoraði sitt annað mark. Með þessu marki varð nokkuð ljóst hvar sigurinn myndi enda og leit frekar út fyrir að Víkingar myndu bæta í. Áttu þær til að mynda skot í slá og nokkur önnur fín færi á meðan lítið gerðist í sóknarleik FH. Leiknum lauk þó með 0-3 sigri Víkings. Atvik leiksins Fyrsta mark leiksins gaf tóninn. Víkingar komu sér strax í forystu á þriðju mínútu og eftir það leit í raun aldrei fyrir að FH myndi ná í stig í dag. Einnig var ljótt atvik á 62. mínútu þegar Sara Montoro hrundi í grasið þegar enginn leikmaður var nálægt henni, en hún virtist hafa meiðst á hné. Sara sleit krossband í fyrra og því hætt við að hún hafi lent í því sama í dag, því miður. Batakveðjur á Söru. Stjörnur og skúrkar Sóknartríó Víkings, Linda Líf, Shaina Ashouri og Freyja, var öflugt í dag. Allar komu þær með eitthvað að borðinu hvort sem um stoðsendingu eða mark væri um að ræða. Sóknarleikur FH var þó ekki upp á margar loðnur í dag. Fá sköpuð færi og virtust í raun aldrei líklegar til þess að skora heilt yfir í leiknum. Dómarar Hreinn Magnússon átti auðveldan en góðan dag á skrifstofunni í dag. Var með góð tök á leiknum. Stemning og umgjörð Vegna birtuskilyrða þá hófst leikurinn klukkan 17:15 á flóðljósa lausum Kaplakrikavelli. Mætingin í stúkuna var því dálítið í samræmi við þennan snemmbúna leiktíma. FH lék í gulu í dag, litum Píeta samtakanna. Fyrir tveimur dögum var alþjóðlegur forvarnardagur gegn sjálfsvígum, en Píeta samtökin hverfast í kringum forvarnir á þeim vettvangi. FH vildi með þessu því vekja athygli á þessum þarfa málstað. Guðni Eiríksson Guðni Eiríksson, þjálfari FH.Vísir/Diego „Alltaf svekktur að tapa og allt það, við töpuðum sanngjarnt. Víkingur betri en við á flestum stöðum fótboltans í dag og 3-0 ekki ósanngjörn niðurstaða. Til hamingju Víkingur, þær voru betri en við í dag,“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, eftir leik. Líkt og John Andrews, þjálfari Víkings, var Guðna umhugað um meiðsli leikmanna í leiknum. „Hugur okkur er hjá leikmanni okkar sem við vitum ekki hvort hafi lent aftur í slæmum meiðslum. Við vitum ekki stöðuna. Sara sleit krossband í fyrra og er búin að vera byggja sig ötullega upp og við höfum verið að fjölga mínútunum á hana núna í síðustu leikjum. Þetta er gríðarlegt högg fyrir fyrst og fremst hana en okkur líka. Ég vona svo innilega að hún hafi ekki slitið aftur.“ Guðna fannst þó ekki mikið til síns liðs koma í dag. „Ég held að þær hafi skorað eftir eina og hálfa mínútu og þegar það gerist í fótboltaleik þá er liðið sem fær á sig markið klárlega ekki tilbúið í leikinn, það er bara þannig. Þær settu tóninn. Það tók okkur svolítinn tíma að rífa okkur í gang, en mér fannst við samt eiga ágætis kafla í fyrri hálfleik þar sem við ógnuðum þeim og náðum ágætis tökum á leiknum. Við vorum að vinna hann hátt á vellinum, pressan gekk þá ágætlega. Við skutum í slánna í stöðunni 1-0, en þegar við fáum á okkur síðan næsta mark þá fannst mér Víkingar taka leikinn yfir. Við áttum bara lélegan leik.“ Besta deild kvenna FH Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Okkur er sama þótt við værum að spila gegn liði ömmu okkar“ John Andrews, þjálfari Víkings í Bestu deild kvenna í fótbolta, var nokkuð dapur í bragði þegar hann mætti í viðtal beint eftir 3-0 sigur sinna kvenna á FH í Kaplakrika. 12. september 2024 19:50
FH fékk Víking í heimsókn í dag í 20. umferð Bestu deildar kvenna. Gestirnir enduðu með að vinna nokkuð sannfærandi og þægilegan sigur gegn bitlausu liði FH. lokatölur 0-3 fyrir gestunum. Aðeins þurfti að bíða í tæplega þrjár mínútur eftir fyrsta marki leiksins. Linda Líf Boama, framherji Víkings, slapp þá ein í gegn og lék á Aldísi Guðlaugsdóttur, markvörð FH, og renndi boltanum í autt markið. Eftir markið einkenndist leikurinn af góðum spilköflum hjá báðum liðum og baráttu um boltann, án þess þó að nokkurt færi liti dagsins ljós. FH-ingar áttu þó sláarskot eftir um tuttugu mínútna leik. Berglind Freyja Hlynsdóttir lét þá vaða af löngu færi eftir misheppnað uppspil hjá varnarmönnum Víkings og small boltinn í slánni. Gestirnir juku forystu sína á 35. mínútu þegar Shaina Ashouri fylgdi á eftir skoti Bergdísar Sveinsdóttur sem Aldís hafði varið. Staðan því 0-2 í hálfleik fyrir gestunum. FH hóf seinni hálfleikinn með nokkrum hættulegum hornspyrnum. Það leið þó ekki að löngu þar til að Víkingar bættu við sínu þriðja marki. Linda Líf var þá fljót að hugsa og tók innkast hratt beint á Freyju Stefánsdóttur sem óð inn á teig FH og lagði boltann á Shaina Ashouri sem skoraði sitt annað mark. Með þessu marki varð nokkuð ljóst hvar sigurinn myndi enda og leit frekar út fyrir að Víkingar myndu bæta í. Áttu þær til að mynda skot í slá og nokkur önnur fín færi á meðan lítið gerðist í sóknarleik FH. Leiknum lauk þó með 0-3 sigri Víkings. Atvik leiksins Fyrsta mark leiksins gaf tóninn. Víkingar komu sér strax í forystu á þriðju mínútu og eftir það leit í raun aldrei fyrir að FH myndi ná í stig í dag. Einnig var ljótt atvik á 62. mínútu þegar Sara Montoro hrundi í grasið þegar enginn leikmaður var nálægt henni, en hún virtist hafa meiðst á hné. Sara sleit krossband í fyrra og því hætt við að hún hafi lent í því sama í dag, því miður. Batakveðjur á Söru. Stjörnur og skúrkar Sóknartríó Víkings, Linda Líf, Shaina Ashouri og Freyja, var öflugt í dag. Allar komu þær með eitthvað að borðinu hvort sem um stoðsendingu eða mark væri um að ræða. Sóknarleikur FH var þó ekki upp á margar loðnur í dag. Fá sköpuð færi og virtust í raun aldrei líklegar til þess að skora heilt yfir í leiknum. Dómarar Hreinn Magnússon átti auðveldan en góðan dag á skrifstofunni í dag. Var með góð tök á leiknum. Stemning og umgjörð Vegna birtuskilyrða þá hófst leikurinn klukkan 17:15 á flóðljósa lausum Kaplakrikavelli. Mætingin í stúkuna var því dálítið í samræmi við þennan snemmbúna leiktíma. FH lék í gulu í dag, litum Píeta samtakanna. Fyrir tveimur dögum var alþjóðlegur forvarnardagur gegn sjálfsvígum, en Píeta samtökin hverfast í kringum forvarnir á þeim vettvangi. FH vildi með þessu því vekja athygli á þessum þarfa málstað. Guðni Eiríksson Guðni Eiríksson, þjálfari FH.Vísir/Diego „Alltaf svekktur að tapa og allt það, við töpuðum sanngjarnt. Víkingur betri en við á flestum stöðum fótboltans í dag og 3-0 ekki ósanngjörn niðurstaða. Til hamingju Víkingur, þær voru betri en við í dag,“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, eftir leik. Líkt og John Andrews, þjálfari Víkings, var Guðna umhugað um meiðsli leikmanna í leiknum. „Hugur okkur er hjá leikmanni okkar sem við vitum ekki hvort hafi lent aftur í slæmum meiðslum. Við vitum ekki stöðuna. Sara sleit krossband í fyrra og er búin að vera byggja sig ötullega upp og við höfum verið að fjölga mínútunum á hana núna í síðustu leikjum. Þetta er gríðarlegt högg fyrir fyrst og fremst hana en okkur líka. Ég vona svo innilega að hún hafi ekki slitið aftur.“ Guðna fannst þó ekki mikið til síns liðs koma í dag. „Ég held að þær hafi skorað eftir eina og hálfa mínútu og þegar það gerist í fótboltaleik þá er liðið sem fær á sig markið klárlega ekki tilbúið í leikinn, það er bara þannig. Þær settu tóninn. Það tók okkur svolítinn tíma að rífa okkur í gang, en mér fannst við samt eiga ágætis kafla í fyrri hálfleik þar sem við ógnuðum þeim og náðum ágætis tökum á leiknum. Við vorum að vinna hann hátt á vellinum, pressan gekk þá ágætlega. Við skutum í slánna í stöðunni 1-0, en þegar við fáum á okkur síðan næsta mark þá fannst mér Víkingar taka leikinn yfir. Við áttum bara lélegan leik.“
Besta deild kvenna FH Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Okkur er sama þótt við værum að spila gegn liði ömmu okkar“ John Andrews, þjálfari Víkings í Bestu deild kvenna í fótbolta, var nokkuð dapur í bragði þegar hann mætti í viðtal beint eftir 3-0 sigur sinna kvenna á FH í Kaplakrika. 12. september 2024 19:50
„Okkur er sama þótt við værum að spila gegn liði ömmu okkar“ John Andrews, þjálfari Víkings í Bestu deild kvenna í fótbolta, var nokkuð dapur í bragði þegar hann mætti í viðtal beint eftir 3-0 sigur sinna kvenna á FH í Kaplakrika. 12. september 2024 19:50
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti