„Í versta falli fer allt til fjandans, svo kemur nýr dagur“ Aron Guðmundsson skrifar 13. september 2024 08:01 Þórir Hergeirsson mun láta af störfum sem landsliðsþjálfari Noregs undir lok þessa árs. EPA-EFE/Zsolt Czegledi Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari hins sigursæla norska kvennalandsliðs í handbolta, lætur af störfum undir lok þessa árs eftir komandi Evrópumót. Greint er frá starfslokum Þóris með góðum fyrirvera og þegar enn er hægt að bæta medalíum við í safnið. Íslendingurinn er ekki hræddur um að það fari öfugt í leikmenn liðsins. Í versta falli fari allt til fjandans. En svo komi nýr dagur. Þórir geindi frá ákvörðun sinni fyrr í vikunni og er því fimmtán ára sigursæl landsliðsþjálfaratíð hans, sem státar af tíu gullverðlaunum á stórmótum, að fara líða undir lok. Þórir mun þó ekki láta af störfum fyrr en eftir komandi Evrópumót undir lok þessa árs. Minna er um það að þjálfari gefi það út að hann sé að fara láta af störfum fyrir stórmót og með svona góðum fyrirvara líkt og Þórir er að gera. Einhverjir telja að það geti gefi leikmönnum aukinn kraft til þess að sækja til sigurs í móti í síðasta sinn fyrir þjálfara sinn en dæmi eru um að það gangi ekki eftir. Nærtækasta dæmið er brotthvarf Þjóðverjans Jurgen Klopp úr knattspyrnustjórastól enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool sem greint var frá með góðum fyrirvara. Þarf ekki að mála fjandann á vegginn Þórir hefur engar þó áhyggjur af því að leikmenn norska landsliðsins fari í baklás og nái ekki fram sinni bestu frammistöðu á komandi Evrópumóti með brotthvarf Íslendingsins hangandi yfir sér. „Í versta falli fer þetta allt til fjandans,“ segir Þórir í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2. „Lífið heldur áfram. Það kemur nýr dagur. Það koma jól í desember. Það kemur nýtt ár. Árið 2025. Maður þarf ekki að mála fjandann á vegginn. Ég er ekki hræddur um það (að norska landsliðið nái ekki sömu hæðum og áður á komandi Evrópumóti). Auðvitað getur EM farið á alla vegu. Það getur farið þannig að við séum að slást um verðlaun en það getur líka farið þannig að við spilum ekki um verðlaun. Það er er bara eins og þetta hefur alltaf verið. Af því að það er mjög professional fólk í þessu með mér. Bæði leikmenn og teymið í kringum mig. Þá höfum við bara metnað í að gera eins vel og við getum á meðan að við fáum leyfi til þess að bera norska fánann á brjóstinu. Vera fulltrúar Noregs. Það leggjast allir á eitt í því. Ég er ekki mikið að velta því fyrir mér. Í versta falli fer þetta til fjandans. En okey. Svo kemur nýr dagur.“ Íslendingar erlendis Noregur Handbolti Norski handboltinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Haukar - KA/Þór | Tvö lið sem ætla að enda taphrinu Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Sjá meira
Þórir geindi frá ákvörðun sinni fyrr í vikunni og er því fimmtán ára sigursæl landsliðsþjálfaratíð hans, sem státar af tíu gullverðlaunum á stórmótum, að fara líða undir lok. Þórir mun þó ekki láta af störfum fyrr en eftir komandi Evrópumót undir lok þessa árs. Minna er um það að þjálfari gefi það út að hann sé að fara láta af störfum fyrir stórmót og með svona góðum fyrirvara líkt og Þórir er að gera. Einhverjir telja að það geti gefi leikmönnum aukinn kraft til þess að sækja til sigurs í móti í síðasta sinn fyrir þjálfara sinn en dæmi eru um að það gangi ekki eftir. Nærtækasta dæmið er brotthvarf Þjóðverjans Jurgen Klopp úr knattspyrnustjórastól enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool sem greint var frá með góðum fyrirvara. Þarf ekki að mála fjandann á vegginn Þórir hefur engar þó áhyggjur af því að leikmenn norska landsliðsins fari í baklás og nái ekki fram sinni bestu frammistöðu á komandi Evrópumóti með brotthvarf Íslendingsins hangandi yfir sér. „Í versta falli fer þetta allt til fjandans,“ segir Þórir í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2. „Lífið heldur áfram. Það kemur nýr dagur. Það koma jól í desember. Það kemur nýtt ár. Árið 2025. Maður þarf ekki að mála fjandann á vegginn. Ég er ekki hræddur um það (að norska landsliðið nái ekki sömu hæðum og áður á komandi Evrópumóti). Auðvitað getur EM farið á alla vegu. Það getur farið þannig að við séum að slást um verðlaun en það getur líka farið þannig að við spilum ekki um verðlaun. Það er er bara eins og þetta hefur alltaf verið. Af því að það er mjög professional fólk í þessu með mér. Bæði leikmenn og teymið í kringum mig. Þá höfum við bara metnað í að gera eins vel og við getum á meðan að við fáum leyfi til þess að bera norska fánann á brjóstinu. Vera fulltrúar Noregs. Það leggjast allir á eitt í því. Ég er ekki mikið að velta því fyrir mér. Í versta falli fer þetta til fjandans. En okey. Svo kemur nýr dagur.“
Íslendingar erlendis Noregur Handbolti Norski handboltinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Haukar - KA/Þór | Tvö lið sem ætla að enda taphrinu Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Sjá meira