Erlent

Hlutu IG Nóbelinn fyrir rann­sóknir á öndun gegnum enda­þarminn

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Vísindamennirnir brugðu á leik þegar verðlaunin voru afhent í Cambridge í Massachusetts í gær.
Vísindamennirnir brugðu á leik þegar verðlaunin voru afhent í Cambridge í Massachusetts í gær. AP/Steven Senne

Japanskir vísindamenn hafa hlotið IG Nóbelsverðlaunin fyrir þá uppgötvun sína að spendýr geta „andað“ með endaþarminum. Uppgötvunin hefur leitt til rannsókna á því hvort hægt sé að meðhöndla andnauð „neðan frá“.

IG Nóbelsverðlaunin eru nefnd í höfuðið á Ignatíusi, fjarskyldum (og skálduðum) frænda Alfred Nóbel og tilvísun í orðið „ignoble“, sem má þýða sem „almúgamaður“.

Verðlaunin eru veitt vísindamönnum fyrir rannsóknir sem fá fólk til að hlæja og hugsa. 

Tíu rannsóknir eru verðlaunaðar á ári hverju og meðal annarra áhugaverðra rannsókna sem hrepptu hnossið í ár var rannsókn sem leiddi í ljós að staðhæfingar um háan aldur fólks koma helst frá svæðum þar sem meðalaldur er lágur og fæðingarvottorð eru fátíð.

Þá var einnig verðlaunuð rannsókn þar sem vísindamenn könnuðu fýsileika þess að koma dúfum fyrir í eldflaugum til að hjálpa þeim að rata rétta leið og önnur þar sem vísindamenn komust að því að höfuðhár krullast gjarnan til hægri en síður sunnanmegin á jörðinni.

Þess má geta að einn maður hefur unnið bæði til IG Nóbelsverðlauna og hinna upprunalegu, og virtari, Nóbelsverðlauna. Sá heitir Andre Geim en hann hlaut IG Nóbelinn árið 2000 fyrir að láta frosk svífa með seguláhrifum og Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 2010 fyrir rannsóknir sínar á seguleiginleika grafíns.

Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×