„Ég fagnaði innra með mér en var ekki sáttur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. september 2024 17:01 Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis. vísir / anton brink „Virkilega dapurt hjá okkur í dag, eins og púðrið væri farið úr okkur. Ætluðum að enda þetta á góðum nótum en því miður þá bara vann betra liðið í dag,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, eftir 1-4 tap gegn Keflavík í lokaumferð neðri hluta Bestu deildar kvenna. Dóttir hans skoraði markið sem gerði út af við leikinn. Fylkir var langt frá því að sýna sínar bestu hliðar í dag en slapp inn í hálfleik aðeins einu marki undir. Snemma í seinni hálfleik hins vegar tvöfaldaði Keflavík forystuna og gerði eiginlega út af við leikinn. Þar var á ferð Sigurbjörg Diljá, dóttir Gunnars, sem vakti eðlilega blendnar tilfinningar hjá þjálfaranum. „Svo sannarlega. Frábært mark hjá henni, virkilega vel afgreitt. En á móti, að fá á sig annað markið, það var högg og erfitt að koma til baka eftir það. Við misstum alls ekki trúna en jú, þetta var mjög skrítin tilfinning. Ég fagnaði innra með mér en var ekki sáttur við að lenda 2-0 undir.“ Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir er fædd árið 2008 en hefur skorað tvisvar í sumar.facebook / knattspyrnudeild keflavíkur Liðið var í fallbaráttu allt tímabilið, endar með þessu tapi í neðsta sæti deildarinnar og fer niður í Lengjudeild. Gunnar segir þó góðan kjarna til staðar í Árbænum og telur víst að framtíð félagsins sé björt. „Tímabilið er bara að klárast núna. Ég er stoltur af þessum stelpum þó það hafi ekki gengið upp í dag. Við erum með nánast eingöngu íslenskt lið, einn erlendan leikmann. Sama lið byrjar undirbúningstímabilið og endar mótið, við fórum inn í mótið nánast með sama lið og fór upp úr Lengjudeildinni í fyrra, ákváðum að standa og falla með því. Styrktum okkur með tveimur erlendum leikmönnum en misstum Kaylu [Bruster] síðustu 4-5 leiki, sem var mjög slæmt. En hérna er mjög góður kjarni, góður hópur af leikmönnum og annað, ég hef ekki trú á öðru en að flestir leikmenn verði áfram og taki slaginn með Fylki, það er björt framtíð hjá þessu félagi.“ Líður vel í Árbænum en samningurinn að renna út Liðið vel skipað og stefnan sett strax aftur upp. Samningur Gunnars er hins vegar að renna út og óljóst enn hvort hann verði áfram með liðið. „Mér hefur liðið mjög vel hérna, gott að vera í Árbænum og það skýrist bara mjög fljótlega hvað verður.“ Snæða saman í kvöld Framtíðin er óráðin en Fylkir ætlar að gera vel við sig í kvöld eftir langt og strangt tímabil. „Það er eitthvað hérna í kvöld, hittast og borða saman. Síðan tökum við tvær æfingar í næstu viku, klára tímabilið og svo hlöðum við batterýin áður en við byrjum aftur og ég er þess fullviss að Fylkir verði í Bestu deildinni áður en langt um líður,“ sagði Gunnar að lokum. Besta deild kvenna Fylkir Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sjá meira
Fylkir var langt frá því að sýna sínar bestu hliðar í dag en slapp inn í hálfleik aðeins einu marki undir. Snemma í seinni hálfleik hins vegar tvöfaldaði Keflavík forystuna og gerði eiginlega út af við leikinn. Þar var á ferð Sigurbjörg Diljá, dóttir Gunnars, sem vakti eðlilega blendnar tilfinningar hjá þjálfaranum. „Svo sannarlega. Frábært mark hjá henni, virkilega vel afgreitt. En á móti, að fá á sig annað markið, það var högg og erfitt að koma til baka eftir það. Við misstum alls ekki trúna en jú, þetta var mjög skrítin tilfinning. Ég fagnaði innra með mér en var ekki sáttur við að lenda 2-0 undir.“ Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir er fædd árið 2008 en hefur skorað tvisvar í sumar.facebook / knattspyrnudeild keflavíkur Liðið var í fallbaráttu allt tímabilið, endar með þessu tapi í neðsta sæti deildarinnar og fer niður í Lengjudeild. Gunnar segir þó góðan kjarna til staðar í Árbænum og telur víst að framtíð félagsins sé björt. „Tímabilið er bara að klárast núna. Ég er stoltur af þessum stelpum þó það hafi ekki gengið upp í dag. Við erum með nánast eingöngu íslenskt lið, einn erlendan leikmann. Sama lið byrjar undirbúningstímabilið og endar mótið, við fórum inn í mótið nánast með sama lið og fór upp úr Lengjudeildinni í fyrra, ákváðum að standa og falla með því. Styrktum okkur með tveimur erlendum leikmönnum en misstum Kaylu [Bruster] síðustu 4-5 leiki, sem var mjög slæmt. En hérna er mjög góður kjarni, góður hópur af leikmönnum og annað, ég hef ekki trú á öðru en að flestir leikmenn verði áfram og taki slaginn með Fylki, það er björt framtíð hjá þessu félagi.“ Líður vel í Árbænum en samningurinn að renna út Liðið vel skipað og stefnan sett strax aftur upp. Samningur Gunnars er hins vegar að renna út og óljóst enn hvort hann verði áfram með liðið. „Mér hefur liðið mjög vel hérna, gott að vera í Árbænum og það skýrist bara mjög fljótlega hvað verður.“ Snæða saman í kvöld Framtíðin er óráðin en Fylkir ætlar að gera vel við sig í kvöld eftir langt og strangt tímabil. „Það er eitthvað hérna í kvöld, hittast og borða saman. Síðan tökum við tvær æfingar í næstu viku, klára tímabilið og svo hlöðum við batterýin áður en við byrjum aftur og ég er þess fullviss að Fylkir verði í Bestu deildinni áður en langt um líður,“ sagði Gunnar að lokum.
Besta deild kvenna Fylkir Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sjá meira