Skiptust á stríðsföngum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. september 2024 19:03 Fagnaðarfundir voru þegar fangarnir snéru heim. AP Tvö hundruð og sex voru látnir lausir þegar Rússar og Úkraínumenn skiptust á stríðsföngum í dag. Einn sagðist finna fyrir miklum létti en nokkrir þeirra hafa verið í haldi síðan Rússar réðust inn í Úkraínu árið 2022. Fangaskiptasamningar náðust fyrir milligöngu Sameinuðu arabísku furstadæmanna. 103 Rússar voru látnir lausir og jafnmargir Úkraínumenn. Umboðsmaður mannréttindamála í Úkraínu segir að meirihluti hinna frelsuðu Úkraínumanna hafi verið í haldi frá fyrstu dögum innrásarinnar. Bjóst ekki við að komast heim Samkvæmt frétt Reuters hefur Volódímír Selenskí, Úkraínuforseti, staðfest að skiptin hafi átt sér stað. Nokkrir úr herliði Rússa voru fluttir heim með rútu og sagðist einn þeirra finna fyrir gríðarlegum létti. „Þetta er frábært. Ég bjóst ekki við að geta komist til baka. Allt er í besta lagi og ég er í góðu skapi. Ég trúi þessu varla. Tilfinningarnar eru sterkar. Allt er svo gott og frábært. Takk,“ segir einn þeirra. „Ég fann strax fyrir miklum létti. Nú veit ég að ég kemst heim og allt er að baki. Nú kvíði ég engu,“ segir annar. Á meðan Rússar sækja fram í austurhluta Úkraínu og reyna að ná tökum á öllu Donbas-svæðinu, hafa Úkraínumenn sótt fram í Kúrsk-héraði í Rússlandi. Hægt hefur á sóknum Rússa í Donbas en úkraínskir hermenn eru í mjög varhugaverðri stöðu þar, vegna yfirburða Rússa varðandi mannafla og skotfæri fyrir stórskotalið. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira
Fangaskiptasamningar náðust fyrir milligöngu Sameinuðu arabísku furstadæmanna. 103 Rússar voru látnir lausir og jafnmargir Úkraínumenn. Umboðsmaður mannréttindamála í Úkraínu segir að meirihluti hinna frelsuðu Úkraínumanna hafi verið í haldi frá fyrstu dögum innrásarinnar. Bjóst ekki við að komast heim Samkvæmt frétt Reuters hefur Volódímír Selenskí, Úkraínuforseti, staðfest að skiptin hafi átt sér stað. Nokkrir úr herliði Rússa voru fluttir heim með rútu og sagðist einn þeirra finna fyrir gríðarlegum létti. „Þetta er frábært. Ég bjóst ekki við að geta komist til baka. Allt er í besta lagi og ég er í góðu skapi. Ég trúi þessu varla. Tilfinningarnar eru sterkar. Allt er svo gott og frábært. Takk,“ segir einn þeirra. „Ég fann strax fyrir miklum létti. Nú veit ég að ég kemst heim og allt er að baki. Nú kvíði ég engu,“ segir annar. Á meðan Rússar sækja fram í austurhluta Úkraínu og reyna að ná tökum á öllu Donbas-svæðinu, hafa Úkraínumenn sótt fram í Kúrsk-héraði í Rússlandi. Hægt hefur á sóknum Rússa í Donbas en úkraínskir hermenn eru í mjög varhugaverðri stöðu þar, vegna yfirburða Rússa varðandi mannafla og skotfæri fyrir stórskotalið.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira