Ákvörðunin um brottflutning Yazan stendur Árni Sæberg skrifar 16. september 2024 16:10 Guðrún Hafsteinsdóttir frestaði brottflutningi Yazans en hann stendur þó enn til. Vísir Dómsmálaráðherra segir að ákvörðun um brottvísun Yazans Tamimi og fjölskyldu hans standi, þrátt fyrir að henni hafi verið frestað að beiðni félags- og vinnumarkaðsráðherra. Yazan, sem er ellefu ára og glímir við taugahrörnunarsjúkdóminn Duchenne, var vakinn af lögreglu í nótt og fluttur á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem fljúga átti honum til Spánar ásamt fjölskyldu. Fjölskylda Yazans kom hingað til Íslands fyrir ári frá Palestínu með millilendingu á Spáni. Kærunefnd útlendingamála vísaði máli þeirra frá og hefur brottvísun þeirra verið yfirvofandi undanfarnar vikur. Guðmundur Ingi óskaði eftir frestun Greint var frá því í dag að Guðrún Hafsteinsdóttir hefði fyrirskipað að hætt yrði við brottflutning fjölskyldunnar í nótt og að Yazan hefði verið ekið á Landspítalann. Síðar var greint frá því að ráðherrar Vinstri grænna hefðu farið fram á að mál Yazans yrði tekið fyrir í ríkisstjórn áður en fjölskyldan yrði flutt af landi brott. Hefur ráðherra lagaheimild til frestunar? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, ákvað að spyrja Guðrúnu nánar út í þessa ákvörðun hennar, sem hann sagði óvænta, þegar opið var fyrir fyrirspurnir á þingfundi í dag. „Telur hæstvirtur ráðherra sig hafa lagaheimild til að taka slíka ákvörðun með þessum hætti og hefur ráðherrann hæstvirtur að eigin mati möguleika á að skipta sér af rannsókn mála, niðurstöðum dómstóla eða vinnu lögreglu og svo framvegis?“ Frestun breyti ekki ákvörðuninni Guðrún svaraði á þann hátt að snemma í morgun hafi heimferðadeild Ríkislögreglustjóra það verkefni að fylgja palestínskri fjölskyldu til Spánar, þar sem verndarumsókn hennar eigi réttilega heima. „Áður en lagt var af stað frá Keflavíkurflugvelli barst mér beiðni frá félags- og vinnumarkaðsráðherra, um að þessari framkvæmd yrði frestað vegna þess að hann óskaði eftir að fá að ræða þetta tiltekna mál í ríkisstjórn. Ég ákvað að verða við þeirri beiðni og lagði þess vegna fyrir Ríkislögreglustjóra að fresta för um sinn. Það breytir því þó ekki að ákvörðun um brottflutning stendur en framkvæmdinni á þessum brottflutningi hefur verið frestað.“ Mál Yazans Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Skipun um að hætta við brottflutning Yazan kom frá dómsmálaráðherra Hætt var við brottflutning Yazan Tamimi frá Íslandi í nótt. Skipunin um að hætta við kom frá dómsmálaráðherra, að sögn Marínar Þórsdóttur verkefnisstjóra hjá heimferða- og fylgdadeild Ríkislögreglustjóra. 16. september 2024 09:50 Yazan á leiðinni aftur á Landspítalann Yazan Tamimi, ellefu ára fjölfatlaður drengur frá Palestínu, var ekki fluttur af landi brott til Spánar í morgunsárið eins og til stóð. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Yazan á leiðinni aftur á Barnaspítala Hringsins. 16. september 2024 08:22 „Ég óttast að það taki ekkert við á Spáni“ „Lögregla telur það ekki vera sitt vandamál og íslensk stjórnvöld, þrátt fyrir ítrekaða hvatingu og beiðnir, hafa ekki viljað óska eftir tryggingum eða loforðum frá spænskum stjórnvöldum um hvað taki við á Spáni.Þannig að ég óttast að það taki ekkert við á Spáni.“ 16. september 2024 06:39 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Sjá meira
Yazan, sem er ellefu ára og glímir við taugahrörnunarsjúkdóminn Duchenne, var vakinn af lögreglu í nótt og fluttur á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem fljúga átti honum til Spánar ásamt fjölskyldu. Fjölskylda Yazans kom hingað til Íslands fyrir ári frá Palestínu með millilendingu á Spáni. Kærunefnd útlendingamála vísaði máli þeirra frá og hefur brottvísun þeirra verið yfirvofandi undanfarnar vikur. Guðmundur Ingi óskaði eftir frestun Greint var frá því í dag að Guðrún Hafsteinsdóttir hefði fyrirskipað að hætt yrði við brottflutning fjölskyldunnar í nótt og að Yazan hefði verið ekið á Landspítalann. Síðar var greint frá því að ráðherrar Vinstri grænna hefðu farið fram á að mál Yazans yrði tekið fyrir í ríkisstjórn áður en fjölskyldan yrði flutt af landi brott. Hefur ráðherra lagaheimild til frestunar? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, ákvað að spyrja Guðrúnu nánar út í þessa ákvörðun hennar, sem hann sagði óvænta, þegar opið var fyrir fyrirspurnir á þingfundi í dag. „Telur hæstvirtur ráðherra sig hafa lagaheimild til að taka slíka ákvörðun með þessum hætti og hefur ráðherrann hæstvirtur að eigin mati möguleika á að skipta sér af rannsókn mála, niðurstöðum dómstóla eða vinnu lögreglu og svo framvegis?“ Frestun breyti ekki ákvörðuninni Guðrún svaraði á þann hátt að snemma í morgun hafi heimferðadeild Ríkislögreglustjóra það verkefni að fylgja palestínskri fjölskyldu til Spánar, þar sem verndarumsókn hennar eigi réttilega heima. „Áður en lagt var af stað frá Keflavíkurflugvelli barst mér beiðni frá félags- og vinnumarkaðsráðherra, um að þessari framkvæmd yrði frestað vegna þess að hann óskaði eftir að fá að ræða þetta tiltekna mál í ríkisstjórn. Ég ákvað að verða við þeirri beiðni og lagði þess vegna fyrir Ríkislögreglustjóra að fresta för um sinn. Það breytir því þó ekki að ákvörðun um brottflutning stendur en framkvæmdinni á þessum brottflutningi hefur verið frestað.“
Mál Yazans Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Skipun um að hætta við brottflutning Yazan kom frá dómsmálaráðherra Hætt var við brottflutning Yazan Tamimi frá Íslandi í nótt. Skipunin um að hætta við kom frá dómsmálaráðherra, að sögn Marínar Þórsdóttur verkefnisstjóra hjá heimferða- og fylgdadeild Ríkislögreglustjóra. 16. september 2024 09:50 Yazan á leiðinni aftur á Landspítalann Yazan Tamimi, ellefu ára fjölfatlaður drengur frá Palestínu, var ekki fluttur af landi brott til Spánar í morgunsárið eins og til stóð. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Yazan á leiðinni aftur á Barnaspítala Hringsins. 16. september 2024 08:22 „Ég óttast að það taki ekkert við á Spáni“ „Lögregla telur það ekki vera sitt vandamál og íslensk stjórnvöld, þrátt fyrir ítrekaða hvatingu og beiðnir, hafa ekki viljað óska eftir tryggingum eða loforðum frá spænskum stjórnvöldum um hvað taki við á Spáni.Þannig að ég óttast að það taki ekkert við á Spáni.“ 16. september 2024 06:39 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Sjá meira
Skipun um að hætta við brottflutning Yazan kom frá dómsmálaráðherra Hætt var við brottflutning Yazan Tamimi frá Íslandi í nótt. Skipunin um að hætta við kom frá dómsmálaráðherra, að sögn Marínar Þórsdóttur verkefnisstjóra hjá heimferða- og fylgdadeild Ríkislögreglustjóra. 16. september 2024 09:50
Yazan á leiðinni aftur á Landspítalann Yazan Tamimi, ellefu ára fjölfatlaður drengur frá Palestínu, var ekki fluttur af landi brott til Spánar í morgunsárið eins og til stóð. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Yazan á leiðinni aftur á Barnaspítala Hringsins. 16. september 2024 08:22
„Ég óttast að það taki ekkert við á Spáni“ „Lögregla telur það ekki vera sitt vandamál og íslensk stjórnvöld, þrátt fyrir ítrekaða hvatingu og beiðnir, hafa ekki viljað óska eftir tryggingum eða loforðum frá spænskum stjórnvöldum um hvað taki við á Spáni.Þannig að ég óttast að það taki ekkert við á Spáni.“ 16. september 2024 06:39