Ákvörðunin um brottflutning Yazan stendur Árni Sæberg skrifar 16. september 2024 16:10 Guðrún Hafsteinsdóttir frestaði brottflutningi Yazans en hann stendur þó enn til. Vísir Dómsmálaráðherra segir að ákvörðun um brottvísun Yazans Tamimi og fjölskyldu hans standi, þrátt fyrir að henni hafi verið frestað að beiðni félags- og vinnumarkaðsráðherra. Yazan, sem er ellefu ára og glímir við taugahrörnunarsjúkdóminn Duchenne, var vakinn af lögreglu í nótt og fluttur á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem fljúga átti honum til Spánar ásamt fjölskyldu. Fjölskylda Yazans kom hingað til Íslands fyrir ári frá Palestínu með millilendingu á Spáni. Kærunefnd útlendingamála vísaði máli þeirra frá og hefur brottvísun þeirra verið yfirvofandi undanfarnar vikur. Guðmundur Ingi óskaði eftir frestun Greint var frá því í dag að Guðrún Hafsteinsdóttir hefði fyrirskipað að hætt yrði við brottflutning fjölskyldunnar í nótt og að Yazan hefði verið ekið á Landspítalann. Síðar var greint frá því að ráðherrar Vinstri grænna hefðu farið fram á að mál Yazans yrði tekið fyrir í ríkisstjórn áður en fjölskyldan yrði flutt af landi brott. Hefur ráðherra lagaheimild til frestunar? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, ákvað að spyrja Guðrúnu nánar út í þessa ákvörðun hennar, sem hann sagði óvænta, þegar opið var fyrir fyrirspurnir á þingfundi í dag. „Telur hæstvirtur ráðherra sig hafa lagaheimild til að taka slíka ákvörðun með þessum hætti og hefur ráðherrann hæstvirtur að eigin mati möguleika á að skipta sér af rannsókn mála, niðurstöðum dómstóla eða vinnu lögreglu og svo framvegis?“ Frestun breyti ekki ákvörðuninni Guðrún svaraði á þann hátt að snemma í morgun hafi heimferðadeild Ríkislögreglustjóra það verkefni að fylgja palestínskri fjölskyldu til Spánar, þar sem verndarumsókn hennar eigi réttilega heima. „Áður en lagt var af stað frá Keflavíkurflugvelli barst mér beiðni frá félags- og vinnumarkaðsráðherra, um að þessari framkvæmd yrði frestað vegna þess að hann óskaði eftir að fá að ræða þetta tiltekna mál í ríkisstjórn. Ég ákvað að verða við þeirri beiðni og lagði þess vegna fyrir Ríkislögreglustjóra að fresta för um sinn. Það breytir því þó ekki að ákvörðun um brottflutning stendur en framkvæmdinni á þessum brottflutningi hefur verið frestað.“ Mál Yazans Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Skipun um að hætta við brottflutning Yazan kom frá dómsmálaráðherra Hætt var við brottflutning Yazan Tamimi frá Íslandi í nótt. Skipunin um að hætta við kom frá dómsmálaráðherra, að sögn Marínar Þórsdóttur verkefnisstjóra hjá heimferða- og fylgdadeild Ríkislögreglustjóra. 16. september 2024 09:50 Yazan á leiðinni aftur á Landspítalann Yazan Tamimi, ellefu ára fjölfatlaður drengur frá Palestínu, var ekki fluttur af landi brott til Spánar í morgunsárið eins og til stóð. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Yazan á leiðinni aftur á Barnaspítala Hringsins. 16. september 2024 08:22 „Ég óttast að það taki ekkert við á Spáni“ „Lögregla telur það ekki vera sitt vandamál og íslensk stjórnvöld, þrátt fyrir ítrekaða hvatingu og beiðnir, hafa ekki viljað óska eftir tryggingum eða loforðum frá spænskum stjórnvöldum um hvað taki við á Spáni.Þannig að ég óttast að það taki ekkert við á Spáni.“ 16. september 2024 06:39 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Yazan, sem er ellefu ára og glímir við taugahrörnunarsjúkdóminn Duchenne, var vakinn af lögreglu í nótt og fluttur á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem fljúga átti honum til Spánar ásamt fjölskyldu. Fjölskylda Yazans kom hingað til Íslands fyrir ári frá Palestínu með millilendingu á Spáni. Kærunefnd útlendingamála vísaði máli þeirra frá og hefur brottvísun þeirra verið yfirvofandi undanfarnar vikur. Guðmundur Ingi óskaði eftir frestun Greint var frá því í dag að Guðrún Hafsteinsdóttir hefði fyrirskipað að hætt yrði við brottflutning fjölskyldunnar í nótt og að Yazan hefði verið ekið á Landspítalann. Síðar var greint frá því að ráðherrar Vinstri grænna hefðu farið fram á að mál Yazans yrði tekið fyrir í ríkisstjórn áður en fjölskyldan yrði flutt af landi brott. Hefur ráðherra lagaheimild til frestunar? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, ákvað að spyrja Guðrúnu nánar út í þessa ákvörðun hennar, sem hann sagði óvænta, þegar opið var fyrir fyrirspurnir á þingfundi í dag. „Telur hæstvirtur ráðherra sig hafa lagaheimild til að taka slíka ákvörðun með þessum hætti og hefur ráðherrann hæstvirtur að eigin mati möguleika á að skipta sér af rannsókn mála, niðurstöðum dómstóla eða vinnu lögreglu og svo framvegis?“ Frestun breyti ekki ákvörðuninni Guðrún svaraði á þann hátt að snemma í morgun hafi heimferðadeild Ríkislögreglustjóra það verkefni að fylgja palestínskri fjölskyldu til Spánar, þar sem verndarumsókn hennar eigi réttilega heima. „Áður en lagt var af stað frá Keflavíkurflugvelli barst mér beiðni frá félags- og vinnumarkaðsráðherra, um að þessari framkvæmd yrði frestað vegna þess að hann óskaði eftir að fá að ræða þetta tiltekna mál í ríkisstjórn. Ég ákvað að verða við þeirri beiðni og lagði þess vegna fyrir Ríkislögreglustjóra að fresta för um sinn. Það breytir því þó ekki að ákvörðun um brottflutning stendur en framkvæmdinni á þessum brottflutningi hefur verið frestað.“
Mál Yazans Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Skipun um að hætta við brottflutning Yazan kom frá dómsmálaráðherra Hætt var við brottflutning Yazan Tamimi frá Íslandi í nótt. Skipunin um að hætta við kom frá dómsmálaráðherra, að sögn Marínar Þórsdóttur verkefnisstjóra hjá heimferða- og fylgdadeild Ríkislögreglustjóra. 16. september 2024 09:50 Yazan á leiðinni aftur á Landspítalann Yazan Tamimi, ellefu ára fjölfatlaður drengur frá Palestínu, var ekki fluttur af landi brott til Spánar í morgunsárið eins og til stóð. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Yazan á leiðinni aftur á Barnaspítala Hringsins. 16. september 2024 08:22 „Ég óttast að það taki ekkert við á Spáni“ „Lögregla telur það ekki vera sitt vandamál og íslensk stjórnvöld, þrátt fyrir ítrekaða hvatingu og beiðnir, hafa ekki viljað óska eftir tryggingum eða loforðum frá spænskum stjórnvöldum um hvað taki við á Spáni.Þannig að ég óttast að það taki ekkert við á Spáni.“ 16. september 2024 06:39 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Skipun um að hætta við brottflutning Yazan kom frá dómsmálaráðherra Hætt var við brottflutning Yazan Tamimi frá Íslandi í nótt. Skipunin um að hætta við kom frá dómsmálaráðherra, að sögn Marínar Þórsdóttur verkefnisstjóra hjá heimferða- og fylgdadeild Ríkislögreglustjóra. 16. september 2024 09:50
Yazan á leiðinni aftur á Landspítalann Yazan Tamimi, ellefu ára fjölfatlaður drengur frá Palestínu, var ekki fluttur af landi brott til Spánar í morgunsárið eins og til stóð. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Yazan á leiðinni aftur á Barnaspítala Hringsins. 16. september 2024 08:22
„Ég óttast að það taki ekkert við á Spáni“ „Lögregla telur það ekki vera sitt vandamál og íslensk stjórnvöld, þrátt fyrir ítrekaða hvatingu og beiðnir, hafa ekki viljað óska eftir tryggingum eða loforðum frá spænskum stjórnvöldum um hvað taki við á Spáni.Þannig að ég óttast að það taki ekkert við á Spáni.“ 16. september 2024 06:39