Space Marine 2: Fyrirtaks skemmtun af gamla skólanum Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2024 08:45 Tyranids sækja fram í hundraðatali en þeir hlutar leiksins eru meðal þeirra allra bestu. Saber Interactive Space Marine 2 er ekki fullkominn leikur, þeir eru það fáir, en hann er alveg rosalega skemmtilegur. Að mörgu leyti minnir hann á eldi skotleiki og líkist að miklu leyti Gears of War og Doom leikjunum. Leikurinn gerist í söguheimi Warhammer 40K og setja spilarar sig í spor tvö hundruð ára gamla erfðabreytta „geim-landgönguliðans“ Demetrian Titus, sem tilheyrir öðru undirfylki Ultramarine herdeildarinnar, eins og þeir gerðu í SM1 sem kom út árið 2011. Þessi leikur gerist þó um hundrað árum eftir sögu fyrri leiksins og að þessu sinni þarf Titus ekki að berjast gegn Orkum, heldur hjörðum Tyranid. Ekki er þó allt sem sýnist, eins og yfirleitt í leikjum sem þessum. Hræðilegur söguheimur, á góðan hátt Space Marine 2 er þriðju persónu skotleikur og eins og áður segir gerist hann í söguheimi Warhammer 40K, þar sem allt sýgur rassgat. Vetrarbrautin er loðandi í djöflum og alls konar drullusokkum og fólk býr við ömurlegar aðstæður undir stjórn hræðilegra yfirvalda, í mjög einföldu máli sagt. Þetta er skemmtilegur söguheimur og djúpur söguheimur og það er mjög auðvelt að tapa heilu klukkustundum í að kynna sér ýmsa kima hans. Starfsmenn Saber Interactive tóku sig til og gerðu þessum söguheimi hin fínustu skil. Umhverfi Space Marine 2 er oftar en ekki glæsilegt á að líta.Saber Interactive Leikurinn fer mjög kröftuglega af stað þar sem spilarar sjá stærðarinnar hjarðir af Tyranids sækja fram gegn Varðmönnum Cadiu, sem komið hafa plánetunum sem samhugur Tyranids hefur ákveðið að ráðast á. Titus og aðrir geim-landgönguliðar hafa aðgang að margskonar vopnum til að stráfella Tyrandis og aðra óvini keisaraveldisins. Geim-landgönguliðar eru nokkurs konar blanda á milli hermanna og skriðdreka. Þeir eru erfðabreyttir og í kraftmiklum brynjum sem gera þá svo gott sem óstöðvandi. Titus á í upphafi í erfiðu sambandi við bræður sína í Ultramarines og á það rætur að rekja til fyrri leiksins. Það er að mörgu leyti áhugaverðasti hluti sögunnar að sjá þróun sambands Titus og félaga hans. Geimlandgönguliðar eru mun stærri en venjulegir menn og betur búnir til að berjast við óvini keisarans.Saber Interactive Fín saga en bardagakerfið er best Saga leiksins er ekki framúrskarandi en dugar vel til. Hún er fín og kosturinn er að hún þarf í rauninni ekkert að vera mikið meira en það, þar sem bardagakerfi Space Marine 2 er í raun stjarna leiksins. Það tekur ekki nema um tíu tíma að spila sig í gegnum leikinn en eftir það er hægt að dunda sér lengi við að spila hliðarverkefni sem tengjast sögunni (Operations) eða berjast við aðra spilara í fjölspilun. Þessir hlutar leiksins bæta mjög miklu við hann og lengja líftíma hans töluvert. Spilara geta búið til sína eigin ofurhermenn til að spila þann hluta leiksins sem heitir Operations og sniðið þá eftir eigin höfði. Hægt er að gera byssur betri og öðlast nýja hæfileika fyrir hermanninn. Operations býður upp á átta verkefni að svo stöddu en forsvarsmenn Saber Interactive hafa lofað fleirum í framtíðinni. Hægt er að spila sig í gegnum leikinn einn, en það er einnig hægt að gera með vinum, eða jafnvel ókunnugum, sem spila leikinn einnig. Þetta kallast iðulega „kóopp“ og gerir yfirleitt alla leiki skemmtilegri. Borgar sig að sækja fram SM2 verðlaunar spilara fyrir að sækja fram gegn hinum óhreinu geimverum, eins og allir góðir þjónar keisarans eiga að gera. Ef Titus verður fyrir skaða borgar það sig fyrir hann að valda skaða á móti. Við það fær hann meira líf og þar að auki endurfyllir hann brynvörn sína með því að skaða Tyranids smá og taka þá svo af lífi, á mjög svo blóðugan máta, þegar þeir eru vankaðir. Titus getur verið með tvær týpur af vopnum. Önnur er skammbyssa í vinstri hönd og hnífur, sverð eða hamar í þá hægri. Hitt vopnið er svo stærra, eins og til dæmis hinn víðfrægi Bolter-riffill, sem skýtur nokkurs konar blöndu af stórum byssukúlum og eldflaugum að óvinum keisarans. Hjarðir Tyranids eru skipaðar mis erfiðum óvinum að eiga við.Saber Interactive Fjölbreytnin þegar kemur að vopnum, gerir mikið fyrir SM2 en Titus finnur reglulega ný og mis-betri vopn á víðavangi. Stundum hefur leikurinn þó skipt um byssu fyrir mig, sem hefur reynst pirrandi. Yfirleitt er þó bara skemmtilegast að hlaupa upp að vondu geimverunum og berja þær eða skera í nafni keisarans. Munið bara að reyna að vera eins kúl og þið mögulega getið, enda eru þið að spila sem Ultramarine. Bestu senur SM2 eru þegar hundruð geimvera sækja fram gegn Titus og félögum en Saber Interactive hefur þróað mjög góða slíka tækni í kringum uppvakningaleikinn World War Z. Þegar þetta gerist þurfa spilarar að berjast gegn stórum hópum óvina og oft við hlið varðsveita Cadiu. Laggar af og til Þegar kemur að göllum á Space Marine 2 hef ég í rauninni ekki miklu yfir að kvarta. Þessi leikur kemur til dyra eins og hann er klæddur, ef svo má segja. Á köflum, þegar mikið er um að vera á skjánum, átti leikurinn það til að lagga hjá mér í PS5 og það sama hefur komið fyrir þegar ég hef verið að spila á netinu. Laggið á netinu er sérstaklega pirrandi en ég get fyrirgefið færri ramma á sekúndu í sögunni þegar allt verður vitlaust. Að öðru leyti dettur mér lítið í hug til að nöldra yfir. Titus þarf líka að berjast við svikara sem tilheyra sveitum óreiðu-guðanna.Saber Interactive Samantekt-ish Space Marine 2 er í einföldu máli sagt mjög skemmtilegur skotleikur af gamla skólanum, eins og forstjóri Sabe Interactive hefur sjálfur sagt. Það er hreinlega gaman að skjóta niður heilu hjarðirnar af óvinum og vera mega kúl í leiðinni. Leikurinn á það til að lagga þegar mikið er um að vera en það var aldrei svo slæmt að það truflaði mig að einhverju viti. Saga leiksins er skemmtileg en hann býður upp á svo mikið meira en það. Operations er sérstaklega áhugaverður hluti Space Marine 2 sem gæti lengt líf hans töluvert. Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Leikurinn gerist í söguheimi Warhammer 40K og setja spilarar sig í spor tvö hundruð ára gamla erfðabreytta „geim-landgönguliðans“ Demetrian Titus, sem tilheyrir öðru undirfylki Ultramarine herdeildarinnar, eins og þeir gerðu í SM1 sem kom út árið 2011. Þessi leikur gerist þó um hundrað árum eftir sögu fyrri leiksins og að þessu sinni þarf Titus ekki að berjast gegn Orkum, heldur hjörðum Tyranid. Ekki er þó allt sem sýnist, eins og yfirleitt í leikjum sem þessum. Hræðilegur söguheimur, á góðan hátt Space Marine 2 er þriðju persónu skotleikur og eins og áður segir gerist hann í söguheimi Warhammer 40K, þar sem allt sýgur rassgat. Vetrarbrautin er loðandi í djöflum og alls konar drullusokkum og fólk býr við ömurlegar aðstæður undir stjórn hræðilegra yfirvalda, í mjög einföldu máli sagt. Þetta er skemmtilegur söguheimur og djúpur söguheimur og það er mjög auðvelt að tapa heilu klukkustundum í að kynna sér ýmsa kima hans. Starfsmenn Saber Interactive tóku sig til og gerðu þessum söguheimi hin fínustu skil. Umhverfi Space Marine 2 er oftar en ekki glæsilegt á að líta.Saber Interactive Leikurinn fer mjög kröftuglega af stað þar sem spilarar sjá stærðarinnar hjarðir af Tyranids sækja fram gegn Varðmönnum Cadiu, sem komið hafa plánetunum sem samhugur Tyranids hefur ákveðið að ráðast á. Titus og aðrir geim-landgönguliðar hafa aðgang að margskonar vopnum til að stráfella Tyrandis og aðra óvini keisaraveldisins. Geim-landgönguliðar eru nokkurs konar blanda á milli hermanna og skriðdreka. Þeir eru erfðabreyttir og í kraftmiklum brynjum sem gera þá svo gott sem óstöðvandi. Titus á í upphafi í erfiðu sambandi við bræður sína í Ultramarines og á það rætur að rekja til fyrri leiksins. Það er að mörgu leyti áhugaverðasti hluti sögunnar að sjá þróun sambands Titus og félaga hans. Geimlandgönguliðar eru mun stærri en venjulegir menn og betur búnir til að berjast við óvini keisarans.Saber Interactive Fín saga en bardagakerfið er best Saga leiksins er ekki framúrskarandi en dugar vel til. Hún er fín og kosturinn er að hún þarf í rauninni ekkert að vera mikið meira en það, þar sem bardagakerfi Space Marine 2 er í raun stjarna leiksins. Það tekur ekki nema um tíu tíma að spila sig í gegnum leikinn en eftir það er hægt að dunda sér lengi við að spila hliðarverkefni sem tengjast sögunni (Operations) eða berjast við aðra spilara í fjölspilun. Þessir hlutar leiksins bæta mjög miklu við hann og lengja líftíma hans töluvert. Spilara geta búið til sína eigin ofurhermenn til að spila þann hluta leiksins sem heitir Operations og sniðið þá eftir eigin höfði. Hægt er að gera byssur betri og öðlast nýja hæfileika fyrir hermanninn. Operations býður upp á átta verkefni að svo stöddu en forsvarsmenn Saber Interactive hafa lofað fleirum í framtíðinni. Hægt er að spila sig í gegnum leikinn einn, en það er einnig hægt að gera með vinum, eða jafnvel ókunnugum, sem spila leikinn einnig. Þetta kallast iðulega „kóopp“ og gerir yfirleitt alla leiki skemmtilegri. Borgar sig að sækja fram SM2 verðlaunar spilara fyrir að sækja fram gegn hinum óhreinu geimverum, eins og allir góðir þjónar keisarans eiga að gera. Ef Titus verður fyrir skaða borgar það sig fyrir hann að valda skaða á móti. Við það fær hann meira líf og þar að auki endurfyllir hann brynvörn sína með því að skaða Tyranids smá og taka þá svo af lífi, á mjög svo blóðugan máta, þegar þeir eru vankaðir. Titus getur verið með tvær týpur af vopnum. Önnur er skammbyssa í vinstri hönd og hnífur, sverð eða hamar í þá hægri. Hitt vopnið er svo stærra, eins og til dæmis hinn víðfrægi Bolter-riffill, sem skýtur nokkurs konar blöndu af stórum byssukúlum og eldflaugum að óvinum keisarans. Hjarðir Tyranids eru skipaðar mis erfiðum óvinum að eiga við.Saber Interactive Fjölbreytnin þegar kemur að vopnum, gerir mikið fyrir SM2 en Titus finnur reglulega ný og mis-betri vopn á víðavangi. Stundum hefur leikurinn þó skipt um byssu fyrir mig, sem hefur reynst pirrandi. Yfirleitt er þó bara skemmtilegast að hlaupa upp að vondu geimverunum og berja þær eða skera í nafni keisarans. Munið bara að reyna að vera eins kúl og þið mögulega getið, enda eru þið að spila sem Ultramarine. Bestu senur SM2 eru þegar hundruð geimvera sækja fram gegn Titus og félögum en Saber Interactive hefur þróað mjög góða slíka tækni í kringum uppvakningaleikinn World War Z. Þegar þetta gerist þurfa spilarar að berjast gegn stórum hópum óvina og oft við hlið varðsveita Cadiu. Laggar af og til Þegar kemur að göllum á Space Marine 2 hef ég í rauninni ekki miklu yfir að kvarta. Þessi leikur kemur til dyra eins og hann er klæddur, ef svo má segja. Á köflum, þegar mikið er um að vera á skjánum, átti leikurinn það til að lagga hjá mér í PS5 og það sama hefur komið fyrir þegar ég hef verið að spila á netinu. Laggið á netinu er sérstaklega pirrandi en ég get fyrirgefið færri ramma á sekúndu í sögunni þegar allt verður vitlaust. Að öðru leyti dettur mér lítið í hug til að nöldra yfir. Titus þarf líka að berjast við svikara sem tilheyra sveitum óreiðu-guðanna.Saber Interactive Samantekt-ish Space Marine 2 er í einföldu máli sagt mjög skemmtilegur skotleikur af gamla skólanum, eins og forstjóri Sabe Interactive hefur sjálfur sagt. Það er hreinlega gaman að skjóta niður heilu hjarðirnar af óvinum og vera mega kúl í leiðinni. Leikurinn á það til að lagga þegar mikið er um að vera en það var aldrei svo slæmt að það truflaði mig að einhverju viti. Saga leiksins er skemmtileg en hann býður upp á svo mikið meira en það. Operations er sérstaklega áhugaverður hluti Space Marine 2 sem gæti lengt líf hans töluvert.
Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira