„Þó að það hafi verið mér þvert um geð“ Árni Sæberg og Heimir Már Pétursson skrifa 17. september 2024 11:40 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra mætti til ríkisstjórnarfundar í morgun. Mótmælendur hrópuðu að henni að Yazan ætti heima hér. Vísir/Vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir að hún hafi ákveðið að verða við beiðni félags- og vinnumarkaðsráðherra um frestun brottflutnings Yazans Tamimi og fjölskyldu, þótt það hefði verið henni þvert um geð. Líkt og ítarlega hefur verið fjallað um ákvað Guðrún að fresta brottflutningnum að beiðni Guðmundar Inga Guðbrandssonar í fyrrinótt, þegar fjölskyldan hafði þegar verið flutt á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem til stóð að senda hana til Spánar. Í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi, þar sem mál fjölskyldunnar var tekið sérstaklega fyrir, segir Guðrún að í beiðni Guðmundar Inga hafi ekki falist hótun um ríkisstjórnarslit. Hann hafi einfaldlega beðið um að brottflutningnum yrði frestað þangað til að búið væri að ræða hann í þaula í ríkisstjórn. „Ég ákvað að verða við því, þó að það væri mér þvert um geð, til að gefa hér svigrúm í ríkisstjórninni til að ræða þetta mál, sem er um margt einstakt og varðar einstaklinga í sérlega viðkvæmri stöðu.“ Niðurstaðan stendur Guðrún segir það ekki íþyngjandi fyrir ríkisstjórnina að beiðni Guðmundar Inga hafi borist. Það sé styrkur stjórnarinnar að geta rætt erfið ágreiningsmál. Stjórnin komist alltaf að niðurstöðu og hún vænti þess að það gerist einnig nú. Þá segir hún að þrátt fyrir að málið hafi verið rætt í ríkisstjórn breyti það engu um þá ákvörðun um brottvísun fjölskyldunnar hafi þegar verið tekin og muni standa. „Þessi mál eru með þeim hætti að þegar er komin niðurstaða Útlendingastofnunar og Kærunefndar útlendingamála, þá fær lögreglan þessa beiðni frá þeim stofnunum um að framkvæma brottflutning þeirra einstaklinga sem fá synjun um dvöl á Íslandi. Lögreglan hefur ekkert val um hvaða verkefni koma til hennar. Þau þurfa einfaldlega að framfylgja þeirri beiðni í fyrrinótt og ég ber fullt traust til lögreglu í hennar störfum. Ég vil ítreka það.“ „Þar af leiðandi á fjölskyldan að fara til Spánar“ Nú eru örfáir dagar í að taka þurfi mál fjölskyldu Yazans aftur til efnislegrar meðferðar, verði hún ekki flutt af landi brott. Guðrún gefur ekkert upp um það hvort hún vilji að fjölskyldan verði flutt af landi brott áður en að því kemur. Brottflutningnum hafi verið frestað og nú sé til skoðunar hvenær honum verður framfylgt. „Nú er það svo að þetta mál var tekið fyrir á tveimur stjórnsýslustigum. Þar var unnið faglega og það kom niðurstaða í málið. Viðkomandi einstaklingur fékk synjun um alþjóðlega vernd hér á Íslandi og þar af leiðandi á fjölskyldan að fara til Spánar. Þar á málið að vera tekið fyrir.“ Guðrún játar þó að málið sé mjög sérstakt og Yazan sé einstaklingur í mjög viðkvæmri stöðu. „Ég er mjög meðvituð um það.“ Þá segir hún að hún telji að búið sé að tryggja að Yazan fái alla þá þjónustu sem hann þarf á Spáni. Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira
Líkt og ítarlega hefur verið fjallað um ákvað Guðrún að fresta brottflutningnum að beiðni Guðmundar Inga Guðbrandssonar í fyrrinótt, þegar fjölskyldan hafði þegar verið flutt á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem til stóð að senda hana til Spánar. Í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi, þar sem mál fjölskyldunnar var tekið sérstaklega fyrir, segir Guðrún að í beiðni Guðmundar Inga hafi ekki falist hótun um ríkisstjórnarslit. Hann hafi einfaldlega beðið um að brottflutningnum yrði frestað þangað til að búið væri að ræða hann í þaula í ríkisstjórn. „Ég ákvað að verða við því, þó að það væri mér þvert um geð, til að gefa hér svigrúm í ríkisstjórninni til að ræða þetta mál, sem er um margt einstakt og varðar einstaklinga í sérlega viðkvæmri stöðu.“ Niðurstaðan stendur Guðrún segir það ekki íþyngjandi fyrir ríkisstjórnina að beiðni Guðmundar Inga hafi borist. Það sé styrkur stjórnarinnar að geta rætt erfið ágreiningsmál. Stjórnin komist alltaf að niðurstöðu og hún vænti þess að það gerist einnig nú. Þá segir hún að þrátt fyrir að málið hafi verið rætt í ríkisstjórn breyti það engu um þá ákvörðun um brottvísun fjölskyldunnar hafi þegar verið tekin og muni standa. „Þessi mál eru með þeim hætti að þegar er komin niðurstaða Útlendingastofnunar og Kærunefndar útlendingamála, þá fær lögreglan þessa beiðni frá þeim stofnunum um að framkvæma brottflutning þeirra einstaklinga sem fá synjun um dvöl á Íslandi. Lögreglan hefur ekkert val um hvaða verkefni koma til hennar. Þau þurfa einfaldlega að framfylgja þeirri beiðni í fyrrinótt og ég ber fullt traust til lögreglu í hennar störfum. Ég vil ítreka það.“ „Þar af leiðandi á fjölskyldan að fara til Spánar“ Nú eru örfáir dagar í að taka þurfi mál fjölskyldu Yazans aftur til efnislegrar meðferðar, verði hún ekki flutt af landi brott. Guðrún gefur ekkert upp um það hvort hún vilji að fjölskyldan verði flutt af landi brott áður en að því kemur. Brottflutningnum hafi verið frestað og nú sé til skoðunar hvenær honum verður framfylgt. „Nú er það svo að þetta mál var tekið fyrir á tveimur stjórnsýslustigum. Þar var unnið faglega og það kom niðurstaða í málið. Viðkomandi einstaklingur fékk synjun um alþjóðlega vernd hér á Íslandi og þar af leiðandi á fjölskyldan að fara til Spánar. Þar á málið að vera tekið fyrir.“ Guðrún játar þó að málið sé mjög sérstakt og Yazan sé einstaklingur í mjög viðkvæmri stöðu. „Ég er mjög meðvituð um það.“ Þá segir hún að hún telji að búið sé að tryggja að Yazan fái alla þá þjónustu sem hann þarf á Spáni.
Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira