„Þó að það hafi verið mér þvert um geð“ Árni Sæberg og Heimir Már Pétursson skrifa 17. september 2024 11:40 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra mætti til ríkisstjórnarfundar í morgun. Mótmælendur hrópuðu að henni að Yazan ætti heima hér. Vísir/Vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir að hún hafi ákveðið að verða við beiðni félags- og vinnumarkaðsráðherra um frestun brottflutnings Yazans Tamimi og fjölskyldu, þótt það hefði verið henni þvert um geð. Líkt og ítarlega hefur verið fjallað um ákvað Guðrún að fresta brottflutningnum að beiðni Guðmundar Inga Guðbrandssonar í fyrrinótt, þegar fjölskyldan hafði þegar verið flutt á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem til stóð að senda hana til Spánar. Í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi, þar sem mál fjölskyldunnar var tekið sérstaklega fyrir, segir Guðrún að í beiðni Guðmundar Inga hafi ekki falist hótun um ríkisstjórnarslit. Hann hafi einfaldlega beðið um að brottflutningnum yrði frestað þangað til að búið væri að ræða hann í þaula í ríkisstjórn. „Ég ákvað að verða við því, þó að það væri mér þvert um geð, til að gefa hér svigrúm í ríkisstjórninni til að ræða þetta mál, sem er um margt einstakt og varðar einstaklinga í sérlega viðkvæmri stöðu.“ Niðurstaðan stendur Guðrún segir það ekki íþyngjandi fyrir ríkisstjórnina að beiðni Guðmundar Inga hafi borist. Það sé styrkur stjórnarinnar að geta rætt erfið ágreiningsmál. Stjórnin komist alltaf að niðurstöðu og hún vænti þess að það gerist einnig nú. Þá segir hún að þrátt fyrir að málið hafi verið rætt í ríkisstjórn breyti það engu um þá ákvörðun um brottvísun fjölskyldunnar hafi þegar verið tekin og muni standa. „Þessi mál eru með þeim hætti að þegar er komin niðurstaða Útlendingastofnunar og Kærunefndar útlendingamála, þá fær lögreglan þessa beiðni frá þeim stofnunum um að framkvæma brottflutning þeirra einstaklinga sem fá synjun um dvöl á Íslandi. Lögreglan hefur ekkert val um hvaða verkefni koma til hennar. Þau þurfa einfaldlega að framfylgja þeirri beiðni í fyrrinótt og ég ber fullt traust til lögreglu í hennar störfum. Ég vil ítreka það.“ „Þar af leiðandi á fjölskyldan að fara til Spánar“ Nú eru örfáir dagar í að taka þurfi mál fjölskyldu Yazans aftur til efnislegrar meðferðar, verði hún ekki flutt af landi brott. Guðrún gefur ekkert upp um það hvort hún vilji að fjölskyldan verði flutt af landi brott áður en að því kemur. Brottflutningnum hafi verið frestað og nú sé til skoðunar hvenær honum verður framfylgt. „Nú er það svo að þetta mál var tekið fyrir á tveimur stjórnsýslustigum. Þar var unnið faglega og það kom niðurstaða í málið. Viðkomandi einstaklingur fékk synjun um alþjóðlega vernd hér á Íslandi og þar af leiðandi á fjölskyldan að fara til Spánar. Þar á málið að vera tekið fyrir.“ Guðrún játar þó að málið sé mjög sérstakt og Yazan sé einstaklingur í mjög viðkvæmri stöðu. „Ég er mjög meðvituð um það.“ Þá segir hún að hún telji að búið sé að tryggja að Yazan fái alla þá þjónustu sem hann þarf á Spáni. Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Líkt og ítarlega hefur verið fjallað um ákvað Guðrún að fresta brottflutningnum að beiðni Guðmundar Inga Guðbrandssonar í fyrrinótt, þegar fjölskyldan hafði þegar verið flutt á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem til stóð að senda hana til Spánar. Í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi, þar sem mál fjölskyldunnar var tekið sérstaklega fyrir, segir Guðrún að í beiðni Guðmundar Inga hafi ekki falist hótun um ríkisstjórnarslit. Hann hafi einfaldlega beðið um að brottflutningnum yrði frestað þangað til að búið væri að ræða hann í þaula í ríkisstjórn. „Ég ákvað að verða við því, þó að það væri mér þvert um geð, til að gefa hér svigrúm í ríkisstjórninni til að ræða þetta mál, sem er um margt einstakt og varðar einstaklinga í sérlega viðkvæmri stöðu.“ Niðurstaðan stendur Guðrún segir það ekki íþyngjandi fyrir ríkisstjórnina að beiðni Guðmundar Inga hafi borist. Það sé styrkur stjórnarinnar að geta rætt erfið ágreiningsmál. Stjórnin komist alltaf að niðurstöðu og hún vænti þess að það gerist einnig nú. Þá segir hún að þrátt fyrir að málið hafi verið rætt í ríkisstjórn breyti það engu um þá ákvörðun um brottvísun fjölskyldunnar hafi þegar verið tekin og muni standa. „Þessi mál eru með þeim hætti að þegar er komin niðurstaða Útlendingastofnunar og Kærunefndar útlendingamála, þá fær lögreglan þessa beiðni frá þeim stofnunum um að framkvæma brottflutning þeirra einstaklinga sem fá synjun um dvöl á Íslandi. Lögreglan hefur ekkert val um hvaða verkefni koma til hennar. Þau þurfa einfaldlega að framfylgja þeirri beiðni í fyrrinótt og ég ber fullt traust til lögreglu í hennar störfum. Ég vil ítreka það.“ „Þar af leiðandi á fjölskyldan að fara til Spánar“ Nú eru örfáir dagar í að taka þurfi mál fjölskyldu Yazans aftur til efnislegrar meðferðar, verði hún ekki flutt af landi brott. Guðrún gefur ekkert upp um það hvort hún vilji að fjölskyldan verði flutt af landi brott áður en að því kemur. Brottflutningnum hafi verið frestað og nú sé til skoðunar hvenær honum verður framfylgt. „Nú er það svo að þetta mál var tekið fyrir á tveimur stjórnsýslustigum. Þar var unnið faglega og það kom niðurstaða í málið. Viðkomandi einstaklingur fékk synjun um alþjóðlega vernd hér á Íslandi og þar af leiðandi á fjölskyldan að fara til Spánar. Þar á málið að vera tekið fyrir.“ Guðrún játar þó að málið sé mjög sérstakt og Yazan sé einstaklingur í mjög viðkvæmri stöðu. „Ég er mjög meðvituð um það.“ Þá segir hún að hún telji að búið sé að tryggja að Yazan fái alla þá þjónustu sem hann þarf á Spáni.
Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira