Bjarni segir brottvísunina standa Lovísa Arnardóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 17. september 2024 11:22 Bjarni bendir á að lögreglan hafi framfylgt um þúsund brottvísunum á þessu ári. Vísir/Einar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir brottvísun Yazans Tamimi standa. Ríkisstjórnin muni ekki taka ákvörðun um brottvísun, það verði að fara að lögum. Yazan er ellefu ára drengur frá Palestínu sem glímir við hrörnunarsjúkdóm. Beiðni hans og fjölskyldu um vernd hér á landi var synjað á árinu. Bjarni segir ákvörðun dómsmálaráðherra um að fresta brottvísun hans ekki einsdæmi. Það hafi gerst áður að brottvísun hafi verið frestað. Það hafi komið fram beiðni frá ráðherra Vinstri grænna að málið yrði skýrt betur áður en af brottvísuninni yrði. „Við því var orðið og við höfum verið að funda um það,“ segir Bjarni og að beiðninni hafi ekki verið svarað undir hótunum frá Vinstri grænum. Rætt var við Bjarna að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Fylgja verði lögum Hann segir að beiðni Vinstri grænna hafi fylgt efasemdir um þessa framkvæmd. Það hafi verið farið ofan í þetta allt á fundi ríkisstjórnarinnar. Niðurstaðan sé sú að það verði að fylgja lögum. Bjarni segir að honum virðist hafa verið staðið ágætlega að ákvörðuninni um að brottvísa Yazan. Hann hafi ekki séð neitt við ákvörðunina sem sýni að ekki hafi verið rétt staðið að henni. Hann segir Vinstri græna hafa haft áhyggjur af framkvæmdinni samt sem áður. Hann segir að á árinu hafi verið framkvæmdar um eitt þúsund brottvísanir og það hafi verið mat dómsmálaráðherra að það mætti láta á það reyna hvort það væri hægt að fresta henni. Brottvísunin standi sem áður. Ákvörðun hennar hafi aðeins snúið að því hvort það mætti fresta henni. Bjarni segir ljóst að ríkisstjórnin muni ekki taka ákvörðun um brottvísunina. „Það sem okkur munar um er að það séu reglur sem eiga að gilda um alla. Það er algert grundvallaratriði,“ segir Bjarni og að það sé verið að treysta á viðamikið kerfi sem lögreglan og fleiri koma að. Sem hafi hnökralaust á þessu ári tryggt brottvísun um eitt þúsund einstaklinga. „Það er engin ástæða til að efast um kerfið í heild sinni,“ segir Bjarni og að hér sé að ræða einstakt tilvik. Það sé óvanalegt að slíkt sé tekið fyrir í ríkisstjórn. Þau hafi ekki séð neitt sérstakt við málið í sínum umræðum og því standi það áfram í því ferli sem það er. Að brottvísunin standi. Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Yazan mjög verkjaður og faðir hans brákaður Kristbjörg Arna Elínudóttir Þorvaldsdóttir aðstoðarkona Yazans hitti hann og fjölskyldu hans í gær. Hún er ein þeirra sem mótmælir fyrir utan fund ríkisstjórnarinnar á Hverfisgötu. Hún segir Yazan þreyttan eftir að hafa setið í hjólastól í sjö tíma í gær og faðir hans brákaðan eftir aðgerðir lögreglu. 17. september 2024 10:33 Bein útsending: Nota sönginn til að mótmæla vegna Yazan Nokkur hundruð manns eru saman komin við Hverfisgötu í miðbæ Reykjavík fyrir utan skrifstofur forsætisráðuneytisins þar sem ríkisstjórnin situr á reglubundnum þriðjudagsfundi sínum. 17. september 2024 09:44 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Bjarni segir ákvörðun dómsmálaráðherra um að fresta brottvísun hans ekki einsdæmi. Það hafi gerst áður að brottvísun hafi verið frestað. Það hafi komið fram beiðni frá ráðherra Vinstri grænna að málið yrði skýrt betur áður en af brottvísuninni yrði. „Við því var orðið og við höfum verið að funda um það,“ segir Bjarni og að beiðninni hafi ekki verið svarað undir hótunum frá Vinstri grænum. Rætt var við Bjarna að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Fylgja verði lögum Hann segir að beiðni Vinstri grænna hafi fylgt efasemdir um þessa framkvæmd. Það hafi verið farið ofan í þetta allt á fundi ríkisstjórnarinnar. Niðurstaðan sé sú að það verði að fylgja lögum. Bjarni segir að honum virðist hafa verið staðið ágætlega að ákvörðuninni um að brottvísa Yazan. Hann hafi ekki séð neitt við ákvörðunina sem sýni að ekki hafi verið rétt staðið að henni. Hann segir Vinstri græna hafa haft áhyggjur af framkvæmdinni samt sem áður. Hann segir að á árinu hafi verið framkvæmdar um eitt þúsund brottvísanir og það hafi verið mat dómsmálaráðherra að það mætti láta á það reyna hvort það væri hægt að fresta henni. Brottvísunin standi sem áður. Ákvörðun hennar hafi aðeins snúið að því hvort það mætti fresta henni. Bjarni segir ljóst að ríkisstjórnin muni ekki taka ákvörðun um brottvísunina. „Það sem okkur munar um er að það séu reglur sem eiga að gilda um alla. Það er algert grundvallaratriði,“ segir Bjarni og að það sé verið að treysta á viðamikið kerfi sem lögreglan og fleiri koma að. Sem hafi hnökralaust á þessu ári tryggt brottvísun um eitt þúsund einstaklinga. „Það er engin ástæða til að efast um kerfið í heild sinni,“ segir Bjarni og að hér sé að ræða einstakt tilvik. Það sé óvanalegt að slíkt sé tekið fyrir í ríkisstjórn. Þau hafi ekki séð neitt sérstakt við málið í sínum umræðum og því standi það áfram í því ferli sem það er. Að brottvísunin standi.
Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Yazan mjög verkjaður og faðir hans brákaður Kristbjörg Arna Elínudóttir Þorvaldsdóttir aðstoðarkona Yazans hitti hann og fjölskyldu hans í gær. Hún er ein þeirra sem mótmælir fyrir utan fund ríkisstjórnarinnar á Hverfisgötu. Hún segir Yazan þreyttan eftir að hafa setið í hjólastól í sjö tíma í gær og faðir hans brákaðan eftir aðgerðir lögreglu. 17. september 2024 10:33 Bein útsending: Nota sönginn til að mótmæla vegna Yazan Nokkur hundruð manns eru saman komin við Hverfisgötu í miðbæ Reykjavík fyrir utan skrifstofur forsætisráðuneytisins þar sem ríkisstjórnin situr á reglubundnum þriðjudagsfundi sínum. 17. september 2024 09:44 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Yazan mjög verkjaður og faðir hans brákaður Kristbjörg Arna Elínudóttir Þorvaldsdóttir aðstoðarkona Yazans hitti hann og fjölskyldu hans í gær. Hún er ein þeirra sem mótmælir fyrir utan fund ríkisstjórnarinnar á Hverfisgötu. Hún segir Yazan þreyttan eftir að hafa setið í hjólastól í sjö tíma í gær og faðir hans brákaðan eftir aðgerðir lögreglu. 17. september 2024 10:33
Bein útsending: Nota sönginn til að mótmæla vegna Yazan Nokkur hundruð manns eru saman komin við Hverfisgötu í miðbæ Reykjavík fyrir utan skrifstofur forsætisráðuneytisins þar sem ríkisstjórnin situr á reglubundnum þriðjudagsfundi sínum. 17. september 2024 09:44