Telur litlar líkur á að Yazan verði vísað úr landi Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 17. september 2024 14:00 Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir nauðsynlegt að samspil Barnasáttmálans og útlendingalöggjafarinnar verði skoðað nánar. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir það hans skoðun að líta eigi til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna við úrlausn mála eins og í máli Yazans Tamimi. Samspil Barnasáttmálans við aðra löggjöf þurfi að skoða betur og það þurfi að vinna betur. „Nú er þetta mál komið í frestun og litlar líkur á að þessum dreng verði vísað úr landi. Ég er ánægður með það. Ég vil að hann fái hér efnismeðferð,“ sagði Ásmundur Einar við fréttamann að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Hann segir allar líkur á að mál Yazans fari í þann farveg. Næstu skref séu að skoða betur samspil Barnasáttmálans og útlendingalöggjafarinnar. Hvað varðar aðgerðir lögreglunnar í gær, að fara á Rjóðrið að sækja Yazan, segir Ásmundur það vera eitt af því sem hafi verið rætt á fundi ríkisstjórnarinnar. Ráðherra hafi greint frá því að hafa ekki allar staðreyndir hvað það varðar. Vill að hann fái efnismeðferð Ásmundur segir brottvísunina standa en að ráðherra hafi ákveðið að fresta flutningi hans að svo stöddu. Það séu því allar líkur á því að ekki náist að flytja hann áður en fjölskyldan á rétt á því að mál þeirra fari í efnismeðferð, sem gerist á laugardaginn næsta. „Þá fær hann efnismeðferð, og ég styð það og vil sjá það gerast.“ Hvað varðar stöðu ríkisstjórnarinnar segir Ásmundur að fundurinn hafi klárast í dag og það sé annar boðaður næsta föstudag, að vanda. Ríkisstjórnin haldi því störfum sínum áfram að sinni. Þau séu að vinna að sínum málum og fylgi þeim eftir. Fram kom í viðtali við forsætisráðherra eftir fund ríkisstjórnarinnar að ákvörðun stjórnvalda um brottvísun standi. Ákvörðun dómsmálaráðherra um að fresta hafi aðeins vikið að framfylgd brottvísunarinnar. Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
„Nú er þetta mál komið í frestun og litlar líkur á að þessum dreng verði vísað úr landi. Ég er ánægður með það. Ég vil að hann fái hér efnismeðferð,“ sagði Ásmundur Einar við fréttamann að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Hann segir allar líkur á að mál Yazans fari í þann farveg. Næstu skref séu að skoða betur samspil Barnasáttmálans og útlendingalöggjafarinnar. Hvað varðar aðgerðir lögreglunnar í gær, að fara á Rjóðrið að sækja Yazan, segir Ásmundur það vera eitt af því sem hafi verið rætt á fundi ríkisstjórnarinnar. Ráðherra hafi greint frá því að hafa ekki allar staðreyndir hvað það varðar. Vill að hann fái efnismeðferð Ásmundur segir brottvísunina standa en að ráðherra hafi ákveðið að fresta flutningi hans að svo stöddu. Það séu því allar líkur á því að ekki náist að flytja hann áður en fjölskyldan á rétt á því að mál þeirra fari í efnismeðferð, sem gerist á laugardaginn næsta. „Þá fær hann efnismeðferð, og ég styð það og vil sjá það gerast.“ Hvað varðar stöðu ríkisstjórnarinnar segir Ásmundur að fundurinn hafi klárast í dag og það sé annar boðaður næsta föstudag, að vanda. Ríkisstjórnin haldi því störfum sínum áfram að sinni. Þau séu að vinna að sínum málum og fylgi þeim eftir. Fram kom í viðtali við forsætisráðherra eftir fund ríkisstjórnarinnar að ákvörðun stjórnvalda um brottvísun standi. Ákvörðun dómsmálaráðherra um að fresta hafi aðeins vikið að framfylgd brottvísunarinnar.
Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira