Bjørn Richard til liðs við Athygli Árni Sæberg skrifar 17. september 2024 15:56 Bjørn Richard með eigendum Athygli þeim Kolbeini Marteinssyni framkvæmdastjóra og Bryndísi Nielsen ráðgjafa. Athygli Norðmaðurinn Bjørn Richard Johansen hefur gengið til liðs við Athygli sem tengdur ráðgjafi og tekur jafnframt sæti í stjórn félagsins. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Bjørn Richard sé einn þekktasti og virtasti ráðgjafi Norðurlanda í samskiptaráðgjöf og krísustjórnun og búi yfir áratuga reynslu í faginu. Bjørn Richard sé vel kunnugur íslensku atvinnulífi. Hann hafi sem dæmi verið ráðinn af forsætisráðuneytinu við krísustjórnun og komið til ráðgjafar við ríkisstjórn Íslands í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Þá hafi hann starfað sem framkvæmdastjóri samskipta hjá Glitni banka árin 2004 til 2008. Árið 2009 hafi hann stofnað ráðgjafarfyrirtækið First House í Oslo. Í dag sé hann viðskiptastjóri Geelmuyden Kiese og ráðgjafi stjórnar Paritee, móðurfélags Geelmuyden Kiese. Geelmuyden Kiese sé eitt stærsta og elsta samskiptafyrirtæki Norðurlanda og Athygli muni samtímis verða samstarfsaðili Geelmuydeen Kiese á Íslandi. Elskar Ísland „Mér hefur verið sýnt það traust að koma að úrlausn mála við margar af stærstu áskorunum sem Ísland hefur mætt á undanförnum áratugum auk annarra mikilvægra verkefna. Undanfarið hefur hugmyndin um meiri viðveru á Íslandi ágerst samhliða því að ég hef fundið fyrir aukinni þörf fyrir sérhæfða samskiptaráðgjöf. Ég hef unnið náið með Athygli í gegnum árin, þekki vel getu þeirra og styrkleika, og hlakka mikið til að vinna enn frekar með því öfluga teymi sem þau hafa yfir að skipa samhliða störfum mínum í Noregi,“ er haft eftir Bjørn Richard. Hann elski Ísland, fólkið og takmarkalausan styrk þess, náttúru og samfélag. Hann hafi ferðast um landið allt á mótorhjóli og í tengslum við ólík verkefni. Það sé honum því sönn ánægja að hafa hér fastan samastað til að sinna spennandi verkefnum fyrir íslenskt atvinnlíf. Ráðagóður með eindæmum „Við erum stolt af því að fá Bjørn Richard til liðs við okkur og að geta boðið íslenskum aðilum upp á einstaka sérþekkingu hans. Hann er ráðagóður með eindæmum, fróður og öflugur leiðtogi með áralanga reynslu af að stýra erfiðum og flóknum málum úr ólgusjó í örugga höfn. Við sjáum líka spennandi tækifæri í enn frekari samvinnu við Geelmuyden Kiese og sérstaklega sterkri stöðu þeirra á Norðurlöndunum auk tenginga þeirra við London, New York, Minneapolis og San Fransisco,“ er haft eftir Kolbeini Marteinssyni, framkvæmdastjóra Athygli. Vistaskipti Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Bjørn Richard sé einn þekktasti og virtasti ráðgjafi Norðurlanda í samskiptaráðgjöf og krísustjórnun og búi yfir áratuga reynslu í faginu. Bjørn Richard sé vel kunnugur íslensku atvinnulífi. Hann hafi sem dæmi verið ráðinn af forsætisráðuneytinu við krísustjórnun og komið til ráðgjafar við ríkisstjórn Íslands í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Þá hafi hann starfað sem framkvæmdastjóri samskipta hjá Glitni banka árin 2004 til 2008. Árið 2009 hafi hann stofnað ráðgjafarfyrirtækið First House í Oslo. Í dag sé hann viðskiptastjóri Geelmuyden Kiese og ráðgjafi stjórnar Paritee, móðurfélags Geelmuyden Kiese. Geelmuyden Kiese sé eitt stærsta og elsta samskiptafyrirtæki Norðurlanda og Athygli muni samtímis verða samstarfsaðili Geelmuydeen Kiese á Íslandi. Elskar Ísland „Mér hefur verið sýnt það traust að koma að úrlausn mála við margar af stærstu áskorunum sem Ísland hefur mætt á undanförnum áratugum auk annarra mikilvægra verkefna. Undanfarið hefur hugmyndin um meiri viðveru á Íslandi ágerst samhliða því að ég hef fundið fyrir aukinni þörf fyrir sérhæfða samskiptaráðgjöf. Ég hef unnið náið með Athygli í gegnum árin, þekki vel getu þeirra og styrkleika, og hlakka mikið til að vinna enn frekar með því öfluga teymi sem þau hafa yfir að skipa samhliða störfum mínum í Noregi,“ er haft eftir Bjørn Richard. Hann elski Ísland, fólkið og takmarkalausan styrk þess, náttúru og samfélag. Hann hafi ferðast um landið allt á mótorhjóli og í tengslum við ólík verkefni. Það sé honum því sönn ánægja að hafa hér fastan samastað til að sinna spennandi verkefnum fyrir íslenskt atvinnlíf. Ráðagóður með eindæmum „Við erum stolt af því að fá Bjørn Richard til liðs við okkur og að geta boðið íslenskum aðilum upp á einstaka sérþekkingu hans. Hann er ráðagóður með eindæmum, fróður og öflugur leiðtogi með áralanga reynslu af að stýra erfiðum og flóknum málum úr ólgusjó í örugga höfn. Við sjáum líka spennandi tækifæri í enn frekari samvinnu við Geelmuyden Kiese og sérstaklega sterkri stöðu þeirra á Norðurlöndunum auk tenginga þeirra við London, New York, Minneapolis og San Fransisco,“ er haft eftir Kolbeini Marteinssyni, framkvæmdastjóra Athygli.
Vistaskipti Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira