Bjørn Richard til liðs við Athygli Árni Sæberg skrifar 17. september 2024 15:56 Bjørn Richard með eigendum Athygli þeim Kolbeini Marteinssyni framkvæmdastjóra og Bryndísi Nielsen ráðgjafa. Athygli Norðmaðurinn Bjørn Richard Johansen hefur gengið til liðs við Athygli sem tengdur ráðgjafi og tekur jafnframt sæti í stjórn félagsins. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Bjørn Richard sé einn þekktasti og virtasti ráðgjafi Norðurlanda í samskiptaráðgjöf og krísustjórnun og búi yfir áratuga reynslu í faginu. Bjørn Richard sé vel kunnugur íslensku atvinnulífi. Hann hafi sem dæmi verið ráðinn af forsætisráðuneytinu við krísustjórnun og komið til ráðgjafar við ríkisstjórn Íslands í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Þá hafi hann starfað sem framkvæmdastjóri samskipta hjá Glitni banka árin 2004 til 2008. Árið 2009 hafi hann stofnað ráðgjafarfyrirtækið First House í Oslo. Í dag sé hann viðskiptastjóri Geelmuyden Kiese og ráðgjafi stjórnar Paritee, móðurfélags Geelmuyden Kiese. Geelmuyden Kiese sé eitt stærsta og elsta samskiptafyrirtæki Norðurlanda og Athygli muni samtímis verða samstarfsaðili Geelmuydeen Kiese á Íslandi. Elskar Ísland „Mér hefur verið sýnt það traust að koma að úrlausn mála við margar af stærstu áskorunum sem Ísland hefur mætt á undanförnum áratugum auk annarra mikilvægra verkefna. Undanfarið hefur hugmyndin um meiri viðveru á Íslandi ágerst samhliða því að ég hef fundið fyrir aukinni þörf fyrir sérhæfða samskiptaráðgjöf. Ég hef unnið náið með Athygli í gegnum árin, þekki vel getu þeirra og styrkleika, og hlakka mikið til að vinna enn frekar með því öfluga teymi sem þau hafa yfir að skipa samhliða störfum mínum í Noregi,“ er haft eftir Bjørn Richard. Hann elski Ísland, fólkið og takmarkalausan styrk þess, náttúru og samfélag. Hann hafi ferðast um landið allt á mótorhjóli og í tengslum við ólík verkefni. Það sé honum því sönn ánægja að hafa hér fastan samastað til að sinna spennandi verkefnum fyrir íslenskt atvinnlíf. Ráðagóður með eindæmum „Við erum stolt af því að fá Bjørn Richard til liðs við okkur og að geta boðið íslenskum aðilum upp á einstaka sérþekkingu hans. Hann er ráðagóður með eindæmum, fróður og öflugur leiðtogi með áralanga reynslu af að stýra erfiðum og flóknum málum úr ólgusjó í örugga höfn. Við sjáum líka spennandi tækifæri í enn frekari samvinnu við Geelmuyden Kiese og sérstaklega sterkri stöðu þeirra á Norðurlöndunum auk tenginga þeirra við London, New York, Minneapolis og San Fransisco,“ er haft eftir Kolbeini Marteinssyni, framkvæmdastjóra Athygli. Vistaskipti Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Stjórnendur telja hagvaxtarhorfur hafa versnað umtalsvert Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnendur telja hagvaxtarhorfur hafa versnað umtalsvert Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Bjørn Richard sé einn þekktasti og virtasti ráðgjafi Norðurlanda í samskiptaráðgjöf og krísustjórnun og búi yfir áratuga reynslu í faginu. Bjørn Richard sé vel kunnugur íslensku atvinnulífi. Hann hafi sem dæmi verið ráðinn af forsætisráðuneytinu við krísustjórnun og komið til ráðgjafar við ríkisstjórn Íslands í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Þá hafi hann starfað sem framkvæmdastjóri samskipta hjá Glitni banka árin 2004 til 2008. Árið 2009 hafi hann stofnað ráðgjafarfyrirtækið First House í Oslo. Í dag sé hann viðskiptastjóri Geelmuyden Kiese og ráðgjafi stjórnar Paritee, móðurfélags Geelmuyden Kiese. Geelmuyden Kiese sé eitt stærsta og elsta samskiptafyrirtæki Norðurlanda og Athygli muni samtímis verða samstarfsaðili Geelmuydeen Kiese á Íslandi. Elskar Ísland „Mér hefur verið sýnt það traust að koma að úrlausn mála við margar af stærstu áskorunum sem Ísland hefur mætt á undanförnum áratugum auk annarra mikilvægra verkefna. Undanfarið hefur hugmyndin um meiri viðveru á Íslandi ágerst samhliða því að ég hef fundið fyrir aukinni þörf fyrir sérhæfða samskiptaráðgjöf. Ég hef unnið náið með Athygli í gegnum árin, þekki vel getu þeirra og styrkleika, og hlakka mikið til að vinna enn frekar með því öfluga teymi sem þau hafa yfir að skipa samhliða störfum mínum í Noregi,“ er haft eftir Bjørn Richard. Hann elski Ísland, fólkið og takmarkalausan styrk þess, náttúru og samfélag. Hann hafi ferðast um landið allt á mótorhjóli og í tengslum við ólík verkefni. Það sé honum því sönn ánægja að hafa hér fastan samastað til að sinna spennandi verkefnum fyrir íslenskt atvinnlíf. Ráðagóður með eindæmum „Við erum stolt af því að fá Bjørn Richard til liðs við okkur og að geta boðið íslenskum aðilum upp á einstaka sérþekkingu hans. Hann er ráðagóður með eindæmum, fróður og öflugur leiðtogi með áralanga reynslu af að stýra erfiðum og flóknum málum úr ólgusjó í örugga höfn. Við sjáum líka spennandi tækifæri í enn frekari samvinnu við Geelmuyden Kiese og sérstaklega sterkri stöðu þeirra á Norðurlöndunum auk tenginga þeirra við London, New York, Minneapolis og San Fransisco,“ er haft eftir Kolbeini Marteinssyni, framkvæmdastjóra Athygli.
Vistaskipti Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Stjórnendur telja hagvaxtarhorfur hafa versnað umtalsvert Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnendur telja hagvaxtarhorfur hafa versnað umtalsvert Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Sjá meira