Juventus var betri aðilinn frá upphafsflauti og markið lá lengi í loftinu. Það datt svo loks eftir rétt rúmar tuttugu mínútur.
Kenan Yildiz fékk boltann frá Nicolás González, keyrði inn á völlinn og smurði hann út við samskeytin fjær.
Sjón er sögu ríkari, markið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Leikur Juventus og PSG er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Leikur Young Boys og Aston Villa fer fram samtímis á Vodafone Sport.
Klukkan 18:30 hefst svo vegleg upphitun á Stöð 2 Sport fyrir leikina fjóra sem framundan eru í Meistaradeildinni í kvöld.