„Reglur samfélagsins mega ekki vera ómanneskjulegar“ Lovísa Arnardóttir skrifar 18. september 2024 07:57 Guðrún Karls Helgudóttir tekur við embætti biskups Íslands í dag. Vísir/Vilhelm Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands segir lög sem heimili lögreglu að fara inn á spítala til að sækja barn um miðja nótt „ólög og ómanneskjuleg“. Guðrún segir tímabært fyrir samfélagið að staldra við og skoða betur hvernig það geti verið manneskjulegra og í meiri kærleika. Þetta segir Guðrún í aðsendri grein á vef Vísis í dag. Guðrún segir eðlilegt við slíkar aðstæður að staldra við og tekur nokkur dæmi. Til dæmis þegar ráðafólk, fullorðið fólk, tekst á um það hvort spænskir spítalar séu nógu góðir fyrir langveikt barn, en skauti framhjá því að „lögregla hafi farið inn á barnaspítala í skjóli nætur og sótt þar sjúkling til brottvísunar“. Þá á hún við aðgerðir lögreglu á Landspítalanum á mánudag þegar Yazan Tamimi var sóttur og farið með hann upp á flugvöll til brottvísunar. Hún segir samfélagið hafa orðið fyrir mörgum áföllum síðustu vikur og að mánudagurinn síðasti, 16. september, hafi verið sérstaklega erfiður mörgum. „Hann var kaldranalegur, mánudagsmorguninn 16. september þegar fréttir voru sagðar af langveikum dreng í hjólastól að hann hefði verið sóttur af lögreglufólki á Landspítalann og biði brottvísunar í haldi lögreglu á Keflavíkurflugvelli. Drengurinn hafði það til saka unnið að vera í röngu landi á röngum tíma. Sama morgun var okkur sagt að tíu ára stúlka hafi fundist látin í hrauni við Krýsuvík, ekki langt frá Keflavíkurflugvelli. Faðir stúlkunnar var handtekinn, grunaður um morð,“ segir Guðrún. Hvetur fólk til að staldra við Það sé ekki undra að fólk spyrji sig hvað sé eiginlega að gerast á landinu okkar. Hún hvetur til þess að það sé staldrað við og spurt hvernig hægt sé að skapa kærleiksríkara samfélag. Guðrún segir því reglulega slengt fram að reglur megi ekki fjalla um einstaklinga og að þær verði að hafa hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. „Það kann vel að vera, en reglur samfélags mega heldur ekki vera ómanneskjulegar. Með lögum skal land byggja, lesum við á skildi lögreglunnar. En gleymum ekki síðari hluta setningar Njáls á Bergþórshvoli, „en með ólögum eyða.“ Lög sem heimila aðgerðir lögreglu aðfaranótt mánudags síðastliðins, eru ólög og þau eru ómanneskjuleg,“ segir Guðrún í grein sinni. Vill að rætt sé við börn Þar hvetur hún fólk einnig til að tala saman og leita sér aðstoðar þurfi það á því að halda. Hún segir kirkjur landsins öllum opnar og presta og djákna til samtals. „Tökum utan um hvert annað og ekki síst börnin okkar og sýnum þeim hvernig við vinnum úr áföllum. Það er hlutverk okkar og skylda að ræða við börnin okkar og við megum alls ekki færa það mikilvæga dagskrárvald til samfélagsmiðla,“ segir Guðrún. Hún biðlar að lokum til fólks að rísa upp í kærleika. „Ég votta öllum þeim sem nú eiga um sárt að binda vegna atburða undanfarinna vikna og mánaða mína dýpstu samúð og bið þess að við getum sameinast um að rísa upp í kærleika í samfélagi þar sem nægt rými er fyrir alla: litla langveika drengi og börn sem eiga það skilið að fá að lifa.“ Mál Yazans Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Börn og uppeldi Geðheilbrigði Þjóðkirkjan Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Þetta segir Guðrún í aðsendri grein á vef Vísis í dag. Guðrún segir eðlilegt við slíkar aðstæður að staldra við og tekur nokkur dæmi. Til dæmis þegar ráðafólk, fullorðið fólk, tekst á um það hvort spænskir spítalar séu nógu góðir fyrir langveikt barn, en skauti framhjá því að „lögregla hafi farið inn á barnaspítala í skjóli nætur og sótt þar sjúkling til brottvísunar“. Þá á hún við aðgerðir lögreglu á Landspítalanum á mánudag þegar Yazan Tamimi var sóttur og farið með hann upp á flugvöll til brottvísunar. Hún segir samfélagið hafa orðið fyrir mörgum áföllum síðustu vikur og að mánudagurinn síðasti, 16. september, hafi verið sérstaklega erfiður mörgum. „Hann var kaldranalegur, mánudagsmorguninn 16. september þegar fréttir voru sagðar af langveikum dreng í hjólastól að hann hefði verið sóttur af lögreglufólki á Landspítalann og biði brottvísunar í haldi lögreglu á Keflavíkurflugvelli. Drengurinn hafði það til saka unnið að vera í röngu landi á röngum tíma. Sama morgun var okkur sagt að tíu ára stúlka hafi fundist látin í hrauni við Krýsuvík, ekki langt frá Keflavíkurflugvelli. Faðir stúlkunnar var handtekinn, grunaður um morð,“ segir Guðrún. Hvetur fólk til að staldra við Það sé ekki undra að fólk spyrji sig hvað sé eiginlega að gerast á landinu okkar. Hún hvetur til þess að það sé staldrað við og spurt hvernig hægt sé að skapa kærleiksríkara samfélag. Guðrún segir því reglulega slengt fram að reglur megi ekki fjalla um einstaklinga og að þær verði að hafa hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. „Það kann vel að vera, en reglur samfélags mega heldur ekki vera ómanneskjulegar. Með lögum skal land byggja, lesum við á skildi lögreglunnar. En gleymum ekki síðari hluta setningar Njáls á Bergþórshvoli, „en með ólögum eyða.“ Lög sem heimila aðgerðir lögreglu aðfaranótt mánudags síðastliðins, eru ólög og þau eru ómanneskjuleg,“ segir Guðrún í grein sinni. Vill að rætt sé við börn Þar hvetur hún fólk einnig til að tala saman og leita sér aðstoðar þurfi það á því að halda. Hún segir kirkjur landsins öllum opnar og presta og djákna til samtals. „Tökum utan um hvert annað og ekki síst börnin okkar og sýnum þeim hvernig við vinnum úr áföllum. Það er hlutverk okkar og skylda að ræða við börnin okkar og við megum alls ekki færa það mikilvæga dagskrárvald til samfélagsmiðla,“ segir Guðrún. Hún biðlar að lokum til fólks að rísa upp í kærleika. „Ég votta öllum þeim sem nú eiga um sárt að binda vegna atburða undanfarinna vikna og mánaða mína dýpstu samúð og bið þess að við getum sameinast um að rísa upp í kærleika í samfélagi þar sem nægt rými er fyrir alla: litla langveika drengi og börn sem eiga það skilið að fá að lifa.“
Mál Yazans Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Börn og uppeldi Geðheilbrigði Þjóðkirkjan Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira