Símboðarnir sagðir koma frá ungversku skúffufélagi Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2024 11:22 Þrjú hundruð eru sagðir alvarlega særðir eftir sprengingar gærdagsins. AP Forsvarsmenn taívanska fyrirtækisins Gold Apollo, eins stærsta framleiðanda símboða heims, segjast ekki hafa framleitt tækin sem sprungu í Líbanon og Sýrlandi í gær. Þess í stað hafi tækin verið framleidd af ungversku fyrirtæki sem kallast BAC Consulting Kft. eftir að samningur var gerður milli fyrirtækjanna. Myndir af sprungnum símboðum sína merkingar sem benda til þess að símboðarnir hafi verið af gerðinni AR-924, sem upprunalega voru framleiddir af Gold Apollo. Hsu Ching-kuang, stofnandi Gold Apollo, sagði blaðamönnum í morgun að BAC hefði framleitt þessi tæki í tæp tvö ár og að hann hefði ekki hugmynd um hvernig sprengjum hefði verið komið fyrir í símboðunum. „Ég er bara að sinna fyrirtæki mínu. Af hverju er ég tengdur við einhverja hryðjuverkaárás,“ sagði Hsu, samkvæmt frétt Washington Post. Hsu Ching-kuang, stofnandi Apollo-Gold.AP/Johnson Lai New York Times hefur eftir Hsu að BAC hafi gott orðspor á símboðamarkaðnum. Vísaði hann þó til „undarlegs“ atviks þegar banki í Tavían stöðvaði millifærslu frá BAC vegna gruns um að millifærslan kæmi frá ríki í Mið-Austurlöndum. Viðskiptaráðuneyti Taívans segir gögn ekki sýna beinar sendingar símboða til Líbanon. Þess í stað hafi slík tæki að mestu verið send til Evrópu og Norður-Ameríku. Fyrirspurnum og símtölum til BAC hefur ekki verið svarað. Vefsíðu fyrirtækisins hefur þar að auki verið lokað. Þó nokkur fyrirtæki eru skráð með höfuðstöðvar í sama húsnæði og BAC Consulting KFT. Líklega er um skúffufélag að ræða.AP/Denes Erdos Blaðamenn AP fréttaveitunnar skoðuðu heimilisfangið í Búdapest, þar sem BAC er sagt vera til húsa. Þar kom kona til dyra sem neitaði að kynna sig. Hún sagði að húsnæðið væri skráð sem höfuðstöðvar nokkurra fyrirtækja. Cristiana Rosaria Bársony-Arcidiacono er skráður eigandi fyrirtækisins en fjölmiðlum ytra hefur ekki tekist að ná sambandi við hana. AP segir BAC líklega einhverskonar skúffufyrirtæki. Tala látinna komin í tólf Umræddur símboði getur einungis tekið við skilaboðum og sendir ekki neitt frá sér. Þá er rafhlaða hans á stærð við AA batterí og er ómögulegt að það geti sprungið svo fólk láti lífið, samkvæmt fyrirtækinu. Heilbrigðisráðherra Líbanon sagði í morgun að tala látinna væri komin í tólf og þar af væru tvö börn. Um 2.800 manns eru sagðir hafa særst og þar af eru um þrjú hundruð í alvarlegu ástandi, samkvæmt ráðherranum. Klukkan 15:30 að staðartíma í Líbanon fengu allir símboðarnir skilaboð, sem virtust fyrst um sinn koma frá leiðtogum Hezbollah. Skilaboðin eru sögð hafa virkjað sprengjur sem búið var að koma fyrir í fjölmörgum símboðum og sprungu þeir samstundis í Líbanon og í Sýrlandi, þar sem Hezbollah-hryðjuverkasamtökin eru umsvifamikil. Leiðtogar Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna hafa viðurkennt að símboðarnir voru þeirra. Þeir saka Ísraela um árásina og hafa heitið hefndum. New York Times hafði eftir heimildarmönnum í gær að sprengjum hefði verið komið fyrir í símana á einhverjum tímapunkti áður en þeir voru seldir til Hezbollah. Líbanon Taívan Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Sýrland Tengdar fréttir Tæplega þrjú þúsund slasaðir eftir að símboðar sprungu Rúmlega 2.800 manns eru sagðir hafa særst og átta látið lífið, þegar fjölmargir símboðar sprungu samtímis í Líbanon og Sýrlandi. Margir hinna særðu eru meðlimir hinna líbönsku Hezbollah-samtaka en samtökin eiga að hafa verið að nota símaboðana. Símboðarnir eru sagðir hafa gefið frá sér hljóð og sprungið skömmu síðar. 17. september 2024 14:38 Herforingi kallar eftir innrás í Líbanon Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, segir tímann á þrotum þegar kemur að því að koma í veg fyrir átök milli Ísrael og Hezbollah í sunnanverðu Líbanon. Ori Gordin, yfirmaður herafla Ísrael í norðri, hefur kallað eftir því að fá grænt ljós á innrás í Líbanon. 16. september 2024 16:06 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Myndir af sprungnum símboðum sína merkingar sem benda til þess að símboðarnir hafi verið af gerðinni AR-924, sem upprunalega voru framleiddir af Gold Apollo. Hsu Ching-kuang, stofnandi Gold Apollo, sagði blaðamönnum í morgun að BAC hefði framleitt þessi tæki í tæp tvö ár og að hann hefði ekki hugmynd um hvernig sprengjum hefði verið komið fyrir í símboðunum. „Ég er bara að sinna fyrirtæki mínu. Af hverju er ég tengdur við einhverja hryðjuverkaárás,“ sagði Hsu, samkvæmt frétt Washington Post. Hsu Ching-kuang, stofnandi Apollo-Gold.AP/Johnson Lai New York Times hefur eftir Hsu að BAC hafi gott orðspor á símboðamarkaðnum. Vísaði hann þó til „undarlegs“ atviks þegar banki í Tavían stöðvaði millifærslu frá BAC vegna gruns um að millifærslan kæmi frá ríki í Mið-Austurlöndum. Viðskiptaráðuneyti Taívans segir gögn ekki sýna beinar sendingar símboða til Líbanon. Þess í stað hafi slík tæki að mestu verið send til Evrópu og Norður-Ameríku. Fyrirspurnum og símtölum til BAC hefur ekki verið svarað. Vefsíðu fyrirtækisins hefur þar að auki verið lokað. Þó nokkur fyrirtæki eru skráð með höfuðstöðvar í sama húsnæði og BAC Consulting KFT. Líklega er um skúffufélag að ræða.AP/Denes Erdos Blaðamenn AP fréttaveitunnar skoðuðu heimilisfangið í Búdapest, þar sem BAC er sagt vera til húsa. Þar kom kona til dyra sem neitaði að kynna sig. Hún sagði að húsnæðið væri skráð sem höfuðstöðvar nokkurra fyrirtækja. Cristiana Rosaria Bársony-Arcidiacono er skráður eigandi fyrirtækisins en fjölmiðlum ytra hefur ekki tekist að ná sambandi við hana. AP segir BAC líklega einhverskonar skúffufyrirtæki. Tala látinna komin í tólf Umræddur símboði getur einungis tekið við skilaboðum og sendir ekki neitt frá sér. Þá er rafhlaða hans á stærð við AA batterí og er ómögulegt að það geti sprungið svo fólk láti lífið, samkvæmt fyrirtækinu. Heilbrigðisráðherra Líbanon sagði í morgun að tala látinna væri komin í tólf og þar af væru tvö börn. Um 2.800 manns eru sagðir hafa særst og þar af eru um þrjú hundruð í alvarlegu ástandi, samkvæmt ráðherranum. Klukkan 15:30 að staðartíma í Líbanon fengu allir símboðarnir skilaboð, sem virtust fyrst um sinn koma frá leiðtogum Hezbollah. Skilaboðin eru sögð hafa virkjað sprengjur sem búið var að koma fyrir í fjölmörgum símboðum og sprungu þeir samstundis í Líbanon og í Sýrlandi, þar sem Hezbollah-hryðjuverkasamtökin eru umsvifamikil. Leiðtogar Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna hafa viðurkennt að símboðarnir voru þeirra. Þeir saka Ísraela um árásina og hafa heitið hefndum. New York Times hafði eftir heimildarmönnum í gær að sprengjum hefði verið komið fyrir í símana á einhverjum tímapunkti áður en þeir voru seldir til Hezbollah.
Líbanon Taívan Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Sýrland Tengdar fréttir Tæplega þrjú þúsund slasaðir eftir að símboðar sprungu Rúmlega 2.800 manns eru sagðir hafa særst og átta látið lífið, þegar fjölmargir símboðar sprungu samtímis í Líbanon og Sýrlandi. Margir hinna særðu eru meðlimir hinna líbönsku Hezbollah-samtaka en samtökin eiga að hafa verið að nota símaboðana. Símboðarnir eru sagðir hafa gefið frá sér hljóð og sprungið skömmu síðar. 17. september 2024 14:38 Herforingi kallar eftir innrás í Líbanon Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, segir tímann á þrotum þegar kemur að því að koma í veg fyrir átök milli Ísrael og Hezbollah í sunnanverðu Líbanon. Ori Gordin, yfirmaður herafla Ísrael í norðri, hefur kallað eftir því að fá grænt ljós á innrás í Líbanon. 16. september 2024 16:06 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Tæplega þrjú þúsund slasaðir eftir að símboðar sprungu Rúmlega 2.800 manns eru sagðir hafa særst og átta látið lífið, þegar fjölmargir símboðar sprungu samtímis í Líbanon og Sýrlandi. Margir hinna særðu eru meðlimir hinna líbönsku Hezbollah-samtaka en samtökin eiga að hafa verið að nota símaboðana. Símboðarnir eru sagðir hafa gefið frá sér hljóð og sprungið skömmu síðar. 17. september 2024 14:38
Herforingi kallar eftir innrás í Líbanon Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, segir tímann á þrotum þegar kemur að því að koma í veg fyrir átök milli Ísrael og Hezbollah í sunnanverðu Líbanon. Ori Gordin, yfirmaður herafla Ísrael í norðri, hefur kallað eftir því að fá grænt ljós á innrás í Líbanon. 16. september 2024 16:06