Um sjö milljónir söfnuðust í minningarsjóð með kertasölu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. september 2024 11:10 Bryndís Klara Birgisdóttir hafði hlýja nærveru, var augasteinn foreldra sinna og ömmu- og afabarn af bestu gerð. Góð vinkona, sönn og heil. Afrakstur kertasölu og framlag verslanakeðja til minningar um Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sem jarðsett var síðastliðinn föstudag nemur tæplega 6,9 milljónum króna. Skipuleggjandi sölunnar segir kærleikann áfram þurfa að vera eina vopnið í samfélaginu. Bryndís Klara lést eftir hnífaárás við Skúlagötu á Menningarnótt. Fljótlega eftir að lögreglu bar að garði var sextán ára piltur handtekinn í tengslum við málið. Hann er grunaður um að hafa stungið tvö ungmenni til viðbótar og hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 26. september. Anna Björt Sigurðardóttir hafði frumkvæði að kertasölunni og fékk Krónuna, Bónus, Nettó og Hagkaup til liðs við sig með skömmum fyrirvara. Hvatti hún landsmenn til að kveikja á kerti við heimili sín eftir sólsetur á föstudaginn og stilltu verslanirnar upp kertum í búðum um allt land til stuðnings ákalli Önnu. Minningarsjóðurinn mun styðja við verkefni sem miða að því að vernda börn gegn ofbeldi og efla samfélag þar sem samkennd og samvinna eru í forgrunni. Upphæðin verður lögð inn á reikning sjóðsins sem er í umsjón KPMG. Anna Björt telur þetta góða framlag nýtast vel til að hrinda fyrstu verkefnum minningarsjóðsins af stað. „Ég er svo innilega þakklát öllum sem tóku þátt í að styrkja minningasjóð Bryndísar Klöru með kaupum á kertum. Enn og aftur sýnum við sem þjóð að með samkennd og náungakærleik að allt er hægt. Ég er þakklát fólki fyrir að kaupa kertin og þakklát Krónunni, Bónus, Nettó og Hagkaup fyrir samstarfið og sín framlög. Ég veit að þessi fjárhæð mun koma sér vel og nýtast í fyrstu verkefnum minningarsjóðs Bryndísar Klöru. Höldum áfram að hugsa um samfélagið okkar og við þurfum að vinna saman að því að gera kærleikann að eina vopninu í okkar samfélagi,“ segir Anna Björt. Stunguárás við Skúlagötu Tengdar fréttir Fólk kveiki á kerti til minningar um Bryndísi Klöru Anna Björt Sigurðardóttir hvetur landsmenn til að kveikja á friðarkerti á föstudag til að minnast Bryndísar Klöru Birgisdóttur. Útför Bryndísar Klöru fer fram á föstudag. Anna Björt hefur haft samband við allar stærstu matvöruverslanir landsins sem munu í dag hefja sölu á sérstöku friðarkerti. Allur ágóði af sölu kertisins rennur óskiptur í Minningarsjóð Bryndísar Klöru. 11. september 2024 10:09 „Þetta má aldrei gerast aftur“ Forseti Íslands kallar eftir samstilltu þjóðarátaki gegn ofbeldi í kjölfar andláts Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sem stungin var til bana á Menningarnótt. Opin minningarstund var haldin í Lindakirkju í dag þar sem fólk gat heiðrað minningu Bryndísar Klöru og veitt sorg sinni útrás. 7. september 2024 19:19 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Bryndís Klara lést eftir hnífaárás við Skúlagötu á Menningarnótt. Fljótlega eftir að lögreglu bar að garði var sextán ára piltur handtekinn í tengslum við málið. Hann er grunaður um að hafa stungið tvö ungmenni til viðbótar og hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 26. september. Anna Björt Sigurðardóttir hafði frumkvæði að kertasölunni og fékk Krónuna, Bónus, Nettó og Hagkaup til liðs við sig með skömmum fyrirvara. Hvatti hún landsmenn til að kveikja á kerti við heimili sín eftir sólsetur á föstudaginn og stilltu verslanirnar upp kertum í búðum um allt land til stuðnings ákalli Önnu. Minningarsjóðurinn mun styðja við verkefni sem miða að því að vernda börn gegn ofbeldi og efla samfélag þar sem samkennd og samvinna eru í forgrunni. Upphæðin verður lögð inn á reikning sjóðsins sem er í umsjón KPMG. Anna Björt telur þetta góða framlag nýtast vel til að hrinda fyrstu verkefnum minningarsjóðsins af stað. „Ég er svo innilega þakklát öllum sem tóku þátt í að styrkja minningasjóð Bryndísar Klöru með kaupum á kertum. Enn og aftur sýnum við sem þjóð að með samkennd og náungakærleik að allt er hægt. Ég er þakklát fólki fyrir að kaupa kertin og þakklát Krónunni, Bónus, Nettó og Hagkaup fyrir samstarfið og sín framlög. Ég veit að þessi fjárhæð mun koma sér vel og nýtast í fyrstu verkefnum minningarsjóðs Bryndísar Klöru. Höldum áfram að hugsa um samfélagið okkar og við þurfum að vinna saman að því að gera kærleikann að eina vopninu í okkar samfélagi,“ segir Anna Björt.
Stunguárás við Skúlagötu Tengdar fréttir Fólk kveiki á kerti til minningar um Bryndísi Klöru Anna Björt Sigurðardóttir hvetur landsmenn til að kveikja á friðarkerti á föstudag til að minnast Bryndísar Klöru Birgisdóttur. Útför Bryndísar Klöru fer fram á föstudag. Anna Björt hefur haft samband við allar stærstu matvöruverslanir landsins sem munu í dag hefja sölu á sérstöku friðarkerti. Allur ágóði af sölu kertisins rennur óskiptur í Minningarsjóð Bryndísar Klöru. 11. september 2024 10:09 „Þetta má aldrei gerast aftur“ Forseti Íslands kallar eftir samstilltu þjóðarátaki gegn ofbeldi í kjölfar andláts Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sem stungin var til bana á Menningarnótt. Opin minningarstund var haldin í Lindakirkju í dag þar sem fólk gat heiðrað minningu Bryndísar Klöru og veitt sorg sinni útrás. 7. september 2024 19:19 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Fólk kveiki á kerti til minningar um Bryndísi Klöru Anna Björt Sigurðardóttir hvetur landsmenn til að kveikja á friðarkerti á föstudag til að minnast Bryndísar Klöru Birgisdóttur. Útför Bryndísar Klöru fer fram á föstudag. Anna Björt hefur haft samband við allar stærstu matvöruverslanir landsins sem munu í dag hefja sölu á sérstöku friðarkerti. Allur ágóði af sölu kertisins rennur óskiptur í Minningarsjóð Bryndísar Klöru. 11. september 2024 10:09
„Þetta má aldrei gerast aftur“ Forseti Íslands kallar eftir samstilltu þjóðarátaki gegn ofbeldi í kjölfar andláts Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sem stungin var til bana á Menningarnótt. Opin minningarstund var haldin í Lindakirkju í dag þar sem fólk gat heiðrað minningu Bryndísar Klöru og veitt sorg sinni útrás. 7. september 2024 19:19