Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi.
Hann segir að rannsókn málsins miði nokkuð vel og nokkrir hafi verið yfirheyrðir í tengslum við það, þó að faðirinn, Sigurður Fannar Þórsson, hafi ekki verið yfirheyrður síðan á sunnudag.
„Við erum komnir með ágæta mynd en við vinnum áfram að því að skýra heildarmyndina.“
Þá segir hann að krufningu líks stúlkunnar sé ekki lokið. Ekkert sé unnt að gefa upp um mögulegt morðvopn. Það verði sennilega gert ef og þegar ákæra verður gefin út í málinu.