„Djúpir dalir en þú kemst upp úr þeim“ Sindri Sverrisson skrifar 19. september 2024 09:01 Elísa Kristinsdóttir og Mari Järsk hlupu saman heila 56 hringi í bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð í vor. VÍSIR/VILHELM „Þetta verður vont á einhverju tímabili. Þá má ekki hætta,“ segir Elísa Kristinsdóttir, hin óvænta stjarna í bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð síðasta vor, þegar hún ráðleggur keppendum fyrir Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa sem hefst í Heiðmörk á laugardaginn. Elísa varð í 2. sæti í hlaupinu í Öskjuhlíð í vor eftir að hafa bætt sig afar hratt síðustu misseri. Þær Mari Järsk, sem vann keppnina, hlupu saman heila 56 hringi áður en Elísa rétt féll á tíma í 57. hring. Í bakgarðshlaupi þurfa keppendur að fara 6,7 kílómetra á klukkustund og endurtaka það svo eins oft og þeir geta, svo Elísa hljóp 382 kílómetra og var við keppni í tvo sólarhringa og níu klukkustundir. „Þetta verður vont á einhverju tímabili. Þá má ekki hætta. Þetta eru djúpir dalir en þú kemst upp úr þeim. Það tekur kannski 6-7 hringi, en maður verður bara að hlaupa sig í gegnum það. Þú munt finna verki en þeir munu líka fara,“ segir Elísa í viðtali við Garp Elísabetarson sem sjá má hér að neðan. Elísa einbeitir sér nú að landsliðskeppni í bakgarðshlaupi í október, þar sem 15 íslenskri hlauparar keppa í Elliðaárdalnum, og verður því ekki með í Heiðmörk um helgina. Hún hefur náð afar langt eftir að hafa fyrst keppt í bakgarðshlaupi fyrir tveimur árum, og þá farið níu hringi eða um 60 kílómetra, sem sagt sex sinnum styttra en síðasta vor. Hún segist ekki hafa verið lengi að jafna sig eftir síðustu keppni: „Þremur vikum eftir Bakgarðshlaupið hljóp ég hálft Esjumaraþon og hef nánast verið að keppa hverja helgi síðan. Mér hefur liðið mjög vel. Þetta hafa verið ótrúlega skemmtileg verkefni. Til dæmis þrjú últra-hlaup í sumar. Við fórum sem sagt æfingaferð þar sem við fórum 250 kílómetra og 15.000 hæðarmetra. Skrokkurinn er heldur betur búinn að vera með mér í liði,“ segir Elísa. Keppendur í bakgarðshlaupi reyna að halda í góða skapið en dalirnir geta verið djúpir, eins og Elísa Kristinsdóttir bendir á.VÍSIR/VILHELM Hún lendir ítrekað í því að fólk reyni að ráðleggja henni varðandi hvíld: „Ég heyri það endalaust: „Nú ertu orðinn þreytt, ég sé það á þér.“ Fólk er endalaust að spyrja hvort þetta sé ekki of mikið. En ég er með geggjaða þjálfara sem halda utan um mig og fólk þarf ekki að hafa áhyggjur. Þau passa að ég fari ekki fram úr mér,“ segir Elísa. Í sínu fyrsta bakgarðshlaupi árið 2022 vissi hún í raun ekkert hvað hún var að fara út í: „Ég var ekkert að hlaupa. Ég var í MGT á þessum tíma, svona „high intensity“ þjálfun, hafði séð Mari í þessu og langaði að prófa þetta. Svo fór ég níu hringi, og leið mjög vel í skrokknum en var öll úti í blöðrum á fótunum. Svo áttu allir að setja upp höfuðljós fyrir næsta hring [vegna myrkurs] og ég var ekkert með höfuðljós. Vissi ekkert hvað ég ætti að gera við tærnar á mér og var alveg að drepast. Ég ákvað því að kalla þetta gott og koma aftur seinna, þegar ég væri búin að afla mér aðeins meiri upplýsinga um þetta hlaup,“ segir Elísa. Elísa veit hve mikilvægt er að nýta mínúturnar vel á milli hringja í bakgarðshlaupi.VÍSIR/VILHELM Það gerði hún svo sannarlega og hljóp 37 hringi í hlaupinu í Heiðmörk fyrir ári síðan, og endaði í 2. sæti eftir 37 hringi. Þar villtist hún í lokahringnum: „Ég var orðin frekar rugluð þarna, þegar ég hætti. Ég fór í raun upp vitlausa brekku, var farin að sjá eitthvað rugl og sá eitthvað hús sem ég hafði aldrei séð áður, en taldi mér trú um að þetta væri bara rugl í mér og það væri ekkert hús þarna. En þá vorum við að fara ranga leið og þurftum að snúa við, og ég var alveg búin.“ Hún fór svo heila 56 hringi í Öskjuhlíðinni í vor í hlaupi sem vakti gríðarlega athygli. „Undirbúningurinn var mjög góður. Ég vissi að ég myndi fara í djúpa dali og var búin að undirbúa hvernig ég kæmist upp úr þeim. Ef ég hefði getað gert eitthvað betur þá hefði ég mögulega getað „pushað crewið“ mitt betur. Það eru nokkrir hlutir þar sem ég vil fínpússa núna fyrir október,“ segir Elísa. Þrátt fyrir að hún verði ekki meðal keppenda um helgina, vegna komandi landsliðsverkefnis í október, þá verður hún í Heiðmörk því hún mun þar styðja við Ósk Gunnarsdóttur í hlaupinu. Bakgarðshlaupið í Heiðmörk hefst klukkan 9 á laugardaginn og verður í beinni útsendingu á Vísi. Bakgarðshlaup Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Sjá meira
Elísa varð í 2. sæti í hlaupinu í Öskjuhlíð í vor eftir að hafa bætt sig afar hratt síðustu misseri. Þær Mari Järsk, sem vann keppnina, hlupu saman heila 56 hringi áður en Elísa rétt féll á tíma í 57. hring. Í bakgarðshlaupi þurfa keppendur að fara 6,7 kílómetra á klukkustund og endurtaka það svo eins oft og þeir geta, svo Elísa hljóp 382 kílómetra og var við keppni í tvo sólarhringa og níu klukkustundir. „Þetta verður vont á einhverju tímabili. Þá má ekki hætta. Þetta eru djúpir dalir en þú kemst upp úr þeim. Það tekur kannski 6-7 hringi, en maður verður bara að hlaupa sig í gegnum það. Þú munt finna verki en þeir munu líka fara,“ segir Elísa í viðtali við Garp Elísabetarson sem sjá má hér að neðan. Elísa einbeitir sér nú að landsliðskeppni í bakgarðshlaupi í október, þar sem 15 íslenskri hlauparar keppa í Elliðaárdalnum, og verður því ekki með í Heiðmörk um helgina. Hún hefur náð afar langt eftir að hafa fyrst keppt í bakgarðshlaupi fyrir tveimur árum, og þá farið níu hringi eða um 60 kílómetra, sem sagt sex sinnum styttra en síðasta vor. Hún segist ekki hafa verið lengi að jafna sig eftir síðustu keppni: „Þremur vikum eftir Bakgarðshlaupið hljóp ég hálft Esjumaraþon og hef nánast verið að keppa hverja helgi síðan. Mér hefur liðið mjög vel. Þetta hafa verið ótrúlega skemmtileg verkefni. Til dæmis þrjú últra-hlaup í sumar. Við fórum sem sagt æfingaferð þar sem við fórum 250 kílómetra og 15.000 hæðarmetra. Skrokkurinn er heldur betur búinn að vera með mér í liði,“ segir Elísa. Keppendur í bakgarðshlaupi reyna að halda í góða skapið en dalirnir geta verið djúpir, eins og Elísa Kristinsdóttir bendir á.VÍSIR/VILHELM Hún lendir ítrekað í því að fólk reyni að ráðleggja henni varðandi hvíld: „Ég heyri það endalaust: „Nú ertu orðinn þreytt, ég sé það á þér.“ Fólk er endalaust að spyrja hvort þetta sé ekki of mikið. En ég er með geggjaða þjálfara sem halda utan um mig og fólk þarf ekki að hafa áhyggjur. Þau passa að ég fari ekki fram úr mér,“ segir Elísa. Í sínu fyrsta bakgarðshlaupi árið 2022 vissi hún í raun ekkert hvað hún var að fara út í: „Ég var ekkert að hlaupa. Ég var í MGT á þessum tíma, svona „high intensity“ þjálfun, hafði séð Mari í þessu og langaði að prófa þetta. Svo fór ég níu hringi, og leið mjög vel í skrokknum en var öll úti í blöðrum á fótunum. Svo áttu allir að setja upp höfuðljós fyrir næsta hring [vegna myrkurs] og ég var ekkert með höfuðljós. Vissi ekkert hvað ég ætti að gera við tærnar á mér og var alveg að drepast. Ég ákvað því að kalla þetta gott og koma aftur seinna, þegar ég væri búin að afla mér aðeins meiri upplýsinga um þetta hlaup,“ segir Elísa. Elísa veit hve mikilvægt er að nýta mínúturnar vel á milli hringja í bakgarðshlaupi.VÍSIR/VILHELM Það gerði hún svo sannarlega og hljóp 37 hringi í hlaupinu í Heiðmörk fyrir ári síðan, og endaði í 2. sæti eftir 37 hringi. Þar villtist hún í lokahringnum: „Ég var orðin frekar rugluð þarna, þegar ég hætti. Ég fór í raun upp vitlausa brekku, var farin að sjá eitthvað rugl og sá eitthvað hús sem ég hafði aldrei séð áður, en taldi mér trú um að þetta væri bara rugl í mér og það væri ekkert hús þarna. En þá vorum við að fara ranga leið og þurftum að snúa við, og ég var alveg búin.“ Hún fór svo heila 56 hringi í Öskjuhlíðinni í vor í hlaupi sem vakti gríðarlega athygli. „Undirbúningurinn var mjög góður. Ég vissi að ég myndi fara í djúpa dali og var búin að undirbúa hvernig ég kæmist upp úr þeim. Ef ég hefði getað gert eitthvað betur þá hefði ég mögulega getað „pushað crewið“ mitt betur. Það eru nokkrir hlutir þar sem ég vil fínpússa núna fyrir október,“ segir Elísa. Þrátt fyrir að hún verði ekki meðal keppenda um helgina, vegna komandi landsliðsverkefnis í október, þá verður hún í Heiðmörk því hún mun þar styðja við Ósk Gunnarsdóttur í hlaupinu. Bakgarðshlaupið í Heiðmörk hefst klukkan 9 á laugardaginn og verður í beinni útsendingu á Vísi.
Bakgarðshlaup Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Sjá meira