Frá þessu er greint á vef The Guardian. Þar segir að Shaw, sem er frá Jamaíka, hafi ekki ferðast til Frakklands þar sem Man City mætir París FC í fyrri leik liðanna um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.
The Guardian segir Man City hafa reynt að sækja um áritun í gær, þriðjudag, en það var of seint í rassinn gripið. Félagið neitar því hins vegar að hafa reynt það og segir jafnframt að það verði engin vandræði varðandi vegabréfsáritun í framtíðinni.
Remarkable breaking story from @SuzyWrack regarding Manchester City: They're without Bunny Shaw for tonight's #UWCL game against Paris FC because the club failed to apply for Shaw's visa. What a mistake to make. #MCWFC https://t.co/FZfGgJcTw0
— Tom Garry (@TomJGarry) September 18, 2024
Parísarliðið er ekkert lamb að leika sér við en það sló bæði út Arsenal og Wolfsburg á leið sinni í riðlakeppnina á síðustu leiktíð. Man City þarf að finna leið til að leggja þetta öfluga lið að velli þó það sé án framherjans - sem skoraði 21 mark í 18 leikjum á síðustu leiktíð - í fyrri leiknum.