Stöð 2 Sport 2
Klukkan 12.55 er viðureign Monaco og Barcelona í UEFA Youth League á dagskrá. Um er að ræða Meistaradeild U-19 ára liða þeirra félaga sem eru í Meistaradeild Evrópu.
Klukkan 18.30 er Meistaradeildarmessan á dagskrá. Klukkan 21.00 gera Meistaradeildarmörkin upp leiki kvöldsins.
Stöð 2 Sport 3
Klukkan 16.35 er leikur Feyenoord og Þýskalandsmeistara Bayer Leverkusen í Meistaradeildinni á dagskrá. Klukkan 18.50 er leikur Monaco og Barcelona.
Stöð 2 Sport 4
Klukkan 18.50 er leikur Atlético Madríd og RB Leipzig á dagskrá.
Stöð 2 Sport 5
Klukkan 17.00 er Kroger Queen City Championship-mótið í golfi á dagskrá. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni.
Vodafone Sport
Klukkan 16.35 mætast Rauða stjarnan og Benfica í Serbíu. Klukkan 18.50 er komið að leik Atalanta og Arsenal.
Klukkan 23.30 mætast Brewers og Diamondbacks í MLB-deildinni í hafnabolta.