Íslendingalið Vålerenga og Wolfsburg með misgóða sigra í Meistaradeildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. september 2024 20:04 Sveindís Jane kom við sögu í gríðarlega öruggum sigri Wolfsburg. Getty Images/Cathrin Mueller Vålerenga vann gríðarlega öflugan 2-1 útisigur á Anderlecht í von sinni um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu. Á sama tíma tryggði Wolfsburg sér sæti þökk sé 7-0 útisigri á Fiorentina. Alexandra Jóhannsdóttir var eina landsliðskona Íslands sem var í byrjunarliði síns liðs. Alexandra hefði ef til vill viljað vera á bekknum en Fiorentina átti hreinlega engin svör við mögnuðum sóknarleik Wolfsburg í kvöld. Hin þaulreynda Marina Hegering braut ísinn strax á 6. mínútu og kom Wolfsburg í 2-0 með öðru marki sínu á 25. mínútu. '32 📸#FIOWOB 0:2 pic.twitter.com/PAVVnYrvDL— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) September 18, 2024 Alexandra Popp bætti þriðja markinu við á 38. mínútu og Julie Brand bætti fjórða markinu við áður en flautað var til hálfleiks. Popp bætti við öðru marki sínu í upphafi síðari hálfleiks og fullkomnaði þrennu sína á 57. mínútu þegar gestirnir komust 6-0 yfir. Skömmu síðar kom Sveindís Jane Jónsdóttir inn af bekknum hjá Wolfsburg og fékk því mikilvægar mínútur en landsliðskonan hefur verið að glíma við meiðsli. Vivien Endemann skoraði sjöunda mark Wolfsburg í blálokin og þýska liðið svo gott sem komið í riðlakeppnina þó síðari leikurinn í Þýskalandi sé enn eftir. Schöne Grüße aus der Torskana! 😄👏🤩#FIOWOB #VfLWolfsburg #VfLWolfsburgFrauen #Wölfinnen pic.twitter.com/NPoK6e2Tm0— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) September 18, 2024 Sædís Rún Heiðarsdóttir hóf leik Vålerenga í Belgíu á varamannabekknum en gestirnir frá Noregi gátu vart byrjað betur. Michaela Kovacs kom Vålerenga yfir á 14. mínútu og Karina Sævik tvöfaldaði forystuna aðeins tveimur mínútum síðar. Stefanie Vatafu minnkaði muninn fyrir Anderlecht þegar tæpur hálftími var liðinn af leiknum og þegar 42 mínútur voru á klukkunni dró enn frekar til tíðinda. Kovacs fékk þá beint rautt spjald og Anderlecht fann því lyktina af endurkomu í síðari hálfleik. Kruttsterk seier i Belgia!Vi spiller en hel omgang med 10 spillere, kjemper heroisk og nå skal det hele avgjøres i Oslo om en uke🔥 pic.twitter.com/zceCRrHA7b— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) September 18, 2024 Hún kom ekki og unnu gestirnir mikilvægan 2-1 sigur. Sædís Rún kom af bekknum þegar tíu mínútur lifðu leiks og hjálpaði sínu liði að halda út. Seinni leikur liðanna fer fram í Noregi og sker úr um hvort liðið fer í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Man City saknaði ekki þeirrar markahæstu og Arsenal tapaði í Svíþjóð Manchester City er komið með annan fótinn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna í fótbolti á meðan Arsenal er í vandræðum eftir tap í Svíþjóð. 18. september 2024 19:16 Amanda skoraði og er skrefi nær riðlakeppninni Landsliðskonan Amanda Andradóttir var á skotskónum þegar lið hennar Twente frá Hollandi vann 4-1 sigur á króatíska liðinu Osijek. Allar líkur eru á því að Twente fari í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 18. september 2024 14:22 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Sjá meira
Alexandra hefði ef til vill viljað vera á bekknum en Fiorentina átti hreinlega engin svör við mögnuðum sóknarleik Wolfsburg í kvöld. Hin þaulreynda Marina Hegering braut ísinn strax á 6. mínútu og kom Wolfsburg í 2-0 með öðru marki sínu á 25. mínútu. '32 📸#FIOWOB 0:2 pic.twitter.com/PAVVnYrvDL— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) September 18, 2024 Alexandra Popp bætti þriðja markinu við á 38. mínútu og Julie Brand bætti fjórða markinu við áður en flautað var til hálfleiks. Popp bætti við öðru marki sínu í upphafi síðari hálfleiks og fullkomnaði þrennu sína á 57. mínútu þegar gestirnir komust 6-0 yfir. Skömmu síðar kom Sveindís Jane Jónsdóttir inn af bekknum hjá Wolfsburg og fékk því mikilvægar mínútur en landsliðskonan hefur verið að glíma við meiðsli. Vivien Endemann skoraði sjöunda mark Wolfsburg í blálokin og þýska liðið svo gott sem komið í riðlakeppnina þó síðari leikurinn í Þýskalandi sé enn eftir. Schöne Grüße aus der Torskana! 😄👏🤩#FIOWOB #VfLWolfsburg #VfLWolfsburgFrauen #Wölfinnen pic.twitter.com/NPoK6e2Tm0— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) September 18, 2024 Sædís Rún Heiðarsdóttir hóf leik Vålerenga í Belgíu á varamannabekknum en gestirnir frá Noregi gátu vart byrjað betur. Michaela Kovacs kom Vålerenga yfir á 14. mínútu og Karina Sævik tvöfaldaði forystuna aðeins tveimur mínútum síðar. Stefanie Vatafu minnkaði muninn fyrir Anderlecht þegar tæpur hálftími var liðinn af leiknum og þegar 42 mínútur voru á klukkunni dró enn frekar til tíðinda. Kovacs fékk þá beint rautt spjald og Anderlecht fann því lyktina af endurkomu í síðari hálfleik. Kruttsterk seier i Belgia!Vi spiller en hel omgang med 10 spillere, kjemper heroisk og nå skal det hele avgjøres i Oslo om en uke🔥 pic.twitter.com/zceCRrHA7b— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) September 18, 2024 Hún kom ekki og unnu gestirnir mikilvægan 2-1 sigur. Sædís Rún kom af bekknum þegar tíu mínútur lifðu leiks og hjálpaði sínu liði að halda út. Seinni leikur liðanna fer fram í Noregi og sker úr um hvort liðið fer í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Man City saknaði ekki þeirrar markahæstu og Arsenal tapaði í Svíþjóð Manchester City er komið með annan fótinn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna í fótbolti á meðan Arsenal er í vandræðum eftir tap í Svíþjóð. 18. september 2024 19:16 Amanda skoraði og er skrefi nær riðlakeppninni Landsliðskonan Amanda Andradóttir var á skotskónum þegar lið hennar Twente frá Hollandi vann 4-1 sigur á króatíska liðinu Osijek. Allar líkur eru á því að Twente fari í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 18. september 2024 14:22 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Sjá meira
Man City saknaði ekki þeirrar markahæstu og Arsenal tapaði í Svíþjóð Manchester City er komið með annan fótinn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna í fótbolti á meðan Arsenal er í vandræðum eftir tap í Svíþjóð. 18. september 2024 19:16
Amanda skoraði og er skrefi nær riðlakeppninni Landsliðskonan Amanda Andradóttir var á skotskónum þegar lið hennar Twente frá Hollandi vann 4-1 sigur á króatíska liðinu Osijek. Allar líkur eru á því að Twente fari í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 18. september 2024 14:22