Brynjar snýr sér að mannréttindamálum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. september 2024 11:34 Brynjar hefur sagt af sér varaþingmennsku og mun að öllum líkindum taka sæti í stjórn Mannréttindastofnunar. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson mun taka sæti í stjórn Mannréttindastofnunar, nái tillaga þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins að ganga. Brynjar sagði af sér varaþingmennsku fyrir flokkinn í dag. „Ég ræddi við Brynjar í síðustu viku,“ segir Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, um þessi tíðindi, sem óhætt er að segja að mörgum hafi þótt nokkuð óvænt. Hún segir Brynjar hafa verið boðinn og búinn til að taka verkefnið að sér. „Auðvitað stöldruðum við við það sem segir í lögunum um að þingmenn megi ekki sitja í stjórninni. Fyrir mitt leyti er varaþingmennska ekki það sama og að vera þingmaður. En nú þegar hann hefur sagt af sér varaþingmennsku þá er algjörlega hafið yfir vafa réttmæti þess að hann geti setið í þessari stjórn,“ segir Hildur. Stjórnarflokkarnir fái einn mann hver Stjórn Mannréttindastofnunar er skipuð fimm manns, eftir tillögum flokkanna á Alþingi. „Ég hef tilkynnt um þá tillögu mína að fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins sitji þar Brynjar Níelsson, enda fáir með jafn víðtæka reynslu af því að verja réttindi borgaranna og Brynjar. Það fer því fel á því að mínu viti að hann setjist fyrir hönd flokksins í þessa stjórn.“ Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir missi af Brynjari. Þó sé gleðilegt að hann sé til í að taka að sér hið nýja verkefni.Vísir/Vilhelm Hildur segir að enn eigi eftir að setjast yfir hvaða flokkar fái tillögur sínar um stjórnarmenn samþykktar. „Þetta fer iðulega í svokallaða D'Hondt-reglu. Þá er þumalputtareglan sú að stjórnarflokkarnir væru með einn fulltrúa hver og stjórnarandstaðan tvo. Mér þykir líklegt að það verði uppleggið, en ítreka að þetta á eftir að formgera endanlega. En mér þykir rétt að ég hef gert að tillögu minni að Brynjar verði okkar fulltrúi,“ segir Hildur. Missir af kærum vini úr liðinu Hún hafi hringt í Brynjar í morgun til að fá staðfest að hann væri enn til í að taka sæti í stjórninni. „Hann er aldeilis til í það. Ég fagna því, og þrátt fyrir að það sé missir af okkar kæra vini, svona formlega, úr liðinu, þá er hann ennþá í verkefnum fyrir okkur. Ég er bara mjög þakklát og glöð með það.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mannréttindi Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
„Ég ræddi við Brynjar í síðustu viku,“ segir Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, um þessi tíðindi, sem óhætt er að segja að mörgum hafi þótt nokkuð óvænt. Hún segir Brynjar hafa verið boðinn og búinn til að taka verkefnið að sér. „Auðvitað stöldruðum við við það sem segir í lögunum um að þingmenn megi ekki sitja í stjórninni. Fyrir mitt leyti er varaþingmennska ekki það sama og að vera þingmaður. En nú þegar hann hefur sagt af sér varaþingmennsku þá er algjörlega hafið yfir vafa réttmæti þess að hann geti setið í þessari stjórn,“ segir Hildur. Stjórnarflokkarnir fái einn mann hver Stjórn Mannréttindastofnunar er skipuð fimm manns, eftir tillögum flokkanna á Alþingi. „Ég hef tilkynnt um þá tillögu mína að fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins sitji þar Brynjar Níelsson, enda fáir með jafn víðtæka reynslu af því að verja réttindi borgaranna og Brynjar. Það fer því fel á því að mínu viti að hann setjist fyrir hönd flokksins í þessa stjórn.“ Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir missi af Brynjari. Þó sé gleðilegt að hann sé til í að taka að sér hið nýja verkefni.Vísir/Vilhelm Hildur segir að enn eigi eftir að setjast yfir hvaða flokkar fái tillögur sínar um stjórnarmenn samþykktar. „Þetta fer iðulega í svokallaða D'Hondt-reglu. Þá er þumalputtareglan sú að stjórnarflokkarnir væru með einn fulltrúa hver og stjórnarandstaðan tvo. Mér þykir líklegt að það verði uppleggið, en ítreka að þetta á eftir að formgera endanlega. En mér þykir rétt að ég hef gert að tillögu minni að Brynjar verði okkar fulltrúi,“ segir Hildur. Missir af kærum vini úr liðinu Hún hafi hringt í Brynjar í morgun til að fá staðfest að hann væri enn til í að taka sæti í stjórninni. „Hann er aldeilis til í það. Ég fagna því, og þrátt fyrir að það sé missir af okkar kæra vini, svona formlega, úr liðinu, þá er hann ennþá í verkefnum fyrir okkur. Ég er bara mjög þakklát og glöð með það.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mannréttindi Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira