Reyndist ekki faðir stúlknanna Atli Ísleifsson skrifar 19. september 2024 12:52 Lögregla hafði afskipti af stúlkunum þegar þær komu til landsins með flugi 4. júlí 2023. Vísir/Vilhelm Tveir menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa ætlað sér að hagnýta tvær stúlkur sem komu til landsins í mansali. Annar mannanna var skráður faðir stúlknanna í kerfum íslenskra stjórnvalda en rannsókn á lífsýnum leiddi í ljós að það var ekki rétt. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, staðfestir í samtali við fréttastofu að tveir menn hafi verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á málinu. Landsréttur birti í dag úrskurð í máli annars mannanna þar sem úrskurður Héraðsdóms Reykjaness um vikulangt gæsluvarðhald var staðfest. Fram kemur að lögregla á Suðurnesjum hafi nú til rannsóknar mál mannsins og snúa ætluð brot hans að mansali, skjalafalsi, röngum framburði og að hafa skipulagt smygl á fólki til landsins. Sögðust vera komnar til að hitta föður sinn Málið má rekja til þess að lögregla hafði afskipti af tveimur erlendum stúlkum, sem báðar voru undir átján ára, þegar þær komu með flugi til landsins í júlí 2023. Þær sögðust þá vera komnar til landsins til að hitta föður sinn sem ætti heima hér á landi. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að stúlkunum hafi verið veitt dvalarleyfi sem barn Íslendings, hins grunaða í málinu, sem væri jafnframt skráður sem faðir þeirra í kerfum íslenskra stjórnvalda. Stúlkurnar sögðu vin föður þeirra þá hafa verið kominn í flugstöðina að sækja þær og gáfu upp símanúmer hans. Lögregla staðfesti að það símanúmer væri skráð á þann aðila sem sé með ótímabundið dvalarleyfi á Íslandi. Fyrstu dagana dvöldu stúlkurnar í úrræðum á vegum barnaverndar en voru svo sameinaðar manninum. Hafði bara aðgang að drengnum í gegnum hinn grunaða Fram kemur að lögregla hafi rökstuddan grun til að ætla að stúlkurnar búi við slæmar aðstæður. Þá liggi fyrir að önnur stúlkan sé barnshafandi en óvíst sé hver faðirinn sé. Einnig liggur fyrir að hin stúlkan sé HIV-smituð og móðir drengs sem hún hafi ekki haft aðgang að nema í gegnum hinn grunaða í málinu. Að kröfu Útlendingastofnunar gengust stúlkurnar og maðurinn undir DNA-rannsókn sem leiddi í ljós að hann sé ekki faðir stúlknanna og dvalarleyfi þeirra hafi grundvallast á. Þá hafi skjöl sem staðfestu það að maðurinn hafi vitað að hann væri ekki faðir þeirra, áður en dvalarleyfi fyrir þær hafi verið gefið út, fundist sama dag og héraðsdómur úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald. Lögregla grunar einnig að maðurinn standi ekki einn að verki heldur eigi sér samverkamenn. Rannsókn miðar vel Í úrskurðinum kemur ennfremur fram að rannsókn málsins sé í fullum gangi hjá lögreglu og miði ágætlega áfram. Ákveðið var að fara fram á gæsluvarðhald yfir manninum þar sem lögregla taldi að maðurinn myndi torvelda rannsókn málsins, með því að afmá merki eftir brot, skjóta undan munum eða hafa áhrif á samseka eða vitni ef hann gengi laus. Héraðsdómur ákvað að maðurinn skyldi sæta gæsluvarðhaldi, en þó ekki lengur en til fimmtudagsins 19. september klukkan 16. Landsréttur staðfesti svo þá niðurstöðu á mánudag, en úrskurður Landsréttar var birtur í dag. Aðspurður segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, ekki tímabært að upplýsa hvort að farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Dómsmál Mansal Smygl Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, staðfestir í samtali við fréttastofu að tveir menn hafi verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á málinu. Landsréttur birti í dag úrskurð í máli annars mannanna þar sem úrskurður Héraðsdóms Reykjaness um vikulangt gæsluvarðhald var staðfest. Fram kemur að lögregla á Suðurnesjum hafi nú til rannsóknar mál mannsins og snúa ætluð brot hans að mansali, skjalafalsi, röngum framburði og að hafa skipulagt smygl á fólki til landsins. Sögðust vera komnar til að hitta föður sinn Málið má rekja til þess að lögregla hafði afskipti af tveimur erlendum stúlkum, sem báðar voru undir átján ára, þegar þær komu með flugi til landsins í júlí 2023. Þær sögðust þá vera komnar til landsins til að hitta föður sinn sem ætti heima hér á landi. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að stúlkunum hafi verið veitt dvalarleyfi sem barn Íslendings, hins grunaða í málinu, sem væri jafnframt skráður sem faðir þeirra í kerfum íslenskra stjórnvalda. Stúlkurnar sögðu vin föður þeirra þá hafa verið kominn í flugstöðina að sækja þær og gáfu upp símanúmer hans. Lögregla staðfesti að það símanúmer væri skráð á þann aðila sem sé með ótímabundið dvalarleyfi á Íslandi. Fyrstu dagana dvöldu stúlkurnar í úrræðum á vegum barnaverndar en voru svo sameinaðar manninum. Hafði bara aðgang að drengnum í gegnum hinn grunaða Fram kemur að lögregla hafi rökstuddan grun til að ætla að stúlkurnar búi við slæmar aðstæður. Þá liggi fyrir að önnur stúlkan sé barnshafandi en óvíst sé hver faðirinn sé. Einnig liggur fyrir að hin stúlkan sé HIV-smituð og móðir drengs sem hún hafi ekki haft aðgang að nema í gegnum hinn grunaða í málinu. Að kröfu Útlendingastofnunar gengust stúlkurnar og maðurinn undir DNA-rannsókn sem leiddi í ljós að hann sé ekki faðir stúlknanna og dvalarleyfi þeirra hafi grundvallast á. Þá hafi skjöl sem staðfestu það að maðurinn hafi vitað að hann væri ekki faðir þeirra, áður en dvalarleyfi fyrir þær hafi verið gefið út, fundist sama dag og héraðsdómur úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald. Lögregla grunar einnig að maðurinn standi ekki einn að verki heldur eigi sér samverkamenn. Rannsókn miðar vel Í úrskurðinum kemur ennfremur fram að rannsókn málsins sé í fullum gangi hjá lögreglu og miði ágætlega áfram. Ákveðið var að fara fram á gæsluvarðhald yfir manninum þar sem lögregla taldi að maðurinn myndi torvelda rannsókn málsins, með því að afmá merki eftir brot, skjóta undan munum eða hafa áhrif á samseka eða vitni ef hann gengi laus. Héraðsdómur ákvað að maðurinn skyldi sæta gæsluvarðhaldi, en þó ekki lengur en til fimmtudagsins 19. september klukkan 16. Landsréttur staðfesti svo þá niðurstöðu á mánudag, en úrskurður Landsréttar var birtur í dag. Aðspurður segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, ekki tímabært að upplýsa hvort að farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Dómsmál Mansal Smygl Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira