„Alls konar fólk heyrt í mér um alls konar hluti“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. september 2024 15:51 Þórður Snær Júlíussson ritstýrði Kjarnanum og svo Heimildinni, þar til í sumar. Vísir/Vilhelm Þórður Snær Júlíusson fyrrverandi ritstjóri, hyggur á útgáfu fréttabréfsins Kjarnyrt, hvers útgáfa hefst á morgun. Hann segist með þessu ekki vera að snúa aftur á vettvang fjölmiðlanna, en gefur lítið upp um hvað framtíðin ber í skauti sér. „Ég er nú bara að byrja með fréttabréf sem ég ætla að senda á fólk tvisvar í viku. Það er nú ekki stórtækara en það,“ segir Þórður Snær í samtali við Vísi. Þórður ritstýrði Kjarnanum frá stofnun miðilsins árið 2013 þar til hann sameinaðist Stundinni og úr varð Heimildin í lok árs 2022. Þórður var annar ritstjóra Heimildarinnar þangað til í sumar. „Ég er búinn að vera að skrifa greiningar og skoðanapistla í vel á annan áratug. Ég fann bara að ég hafði löngun til að gera það áfram, og láta mig samfélagið varða,“ segir Þórður Snær. Vill lyfta því sem vel er gert Hann hafi talið fréttabréf ágætis vettvang fyrir slíkt, og tilkynnti um áformin á Facebook-síðu sinni í dag. Áhuginn hefur ekki látið á sér standa. Yfir 500 manns hafa brugðist með jákvæðum hætti við færslunni, og hann segir á annað þúsund þegar hafa skráð sig í áskrift að fréttabréfinu, sem er endurgjaldslaust. Þórður segist hafa viljað gera þetta án þess að um of mikla skuldbindingu væri að ræða, en hann stefnir á að senda út tvö minnst fréttabréf í viku. „Og sannarlega ekki að fara aftur í fjölmiðlageirann. Ég held að allir sem hafa fylgst með mér í einhvern tíma viti fyrir hvað ég stend, hvar mín sérsvið liggja og munu kannast við efnistökin sem verða þarna,“ segir Þórður. Með þessu móti þurfi hann ekki aðeins að einskorða sig við það sem er að í samfélaginu á hverjum tíma, eins og oft vilji verða í hefðbundnum fjölmiðlum. „Heldur líka vera aðeins lausnamiðaðri og lyfta því sem er vel gert,“ segir Þórður og ítrekar að ekki sé um fjölmiðil að ræða. „Ég er bara að gefa út fréttabréf til þess að svara eftirspurn og halda einhverjum tengslum.“ Heldur spilunum þétt að sér Næst berst talið að því hvað taki við hjá Þórði, sem eins og áður sagði lét af störfum sem ritstjóri í sumar. Hann vill lítið gefa upp. „Ég ætla bara að halda því fyrir mig. Það er ekki oft í lífínu sem maður tekur svona stórar ákvarðanir um að hverfa frá einhverju sem maður hefur unnið að í langan tíma. Ég ætla að vanda mig vel og taka mér tíma í að ákveða það hvað ég geri næst,“ segir Þórður. Nafn hans hefur borið á góma í tengslum við mögulegt framboð í næstu Alþingiskosningum, en Þórður tjáir sig lítið um hvort stjórnmálaleiðtogar eða fulltrúar flokka hafi komið að máli við hann. „Það verða bara að vera samtöl sem ég held fyrir sjálfan mig. Það hefur alls konar fólk heyrt í mér um alls konar hluti. Óháð því hvort það sé fólk í stjórnmálum, viðskiptalífinu eða eitthvað annað, þá ætla ég ekkert að vera að tjá mig sérstaklega um það.“ Fjölmiðlar Tengdar fréttir Þórður Snær segir skilið við Heimildina Þórður Snær Júlíusson hefur látið af störfum sem annar tveggja ritstjóra Heimildarinnar. Fjölmiðilinn Kjarnann, sem sameinaðist Stundinni árið 2023, stofnaði hann fyrir tæpum ellefu árum síðan. 31. júlí 2024 17:19 Mest lesið Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Stjórnendur telja hagvaxtarhorfur hafa versnað umtalsvert Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnendur telja hagvaxtarhorfur hafa versnað umtalsvert Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Sjá meira
„Ég er nú bara að byrja með fréttabréf sem ég ætla að senda á fólk tvisvar í viku. Það er nú ekki stórtækara en það,“ segir Þórður Snær í samtali við Vísi. Þórður ritstýrði Kjarnanum frá stofnun miðilsins árið 2013 þar til hann sameinaðist Stundinni og úr varð Heimildin í lok árs 2022. Þórður var annar ritstjóra Heimildarinnar þangað til í sumar. „Ég er búinn að vera að skrifa greiningar og skoðanapistla í vel á annan áratug. Ég fann bara að ég hafði löngun til að gera það áfram, og láta mig samfélagið varða,“ segir Þórður Snær. Vill lyfta því sem vel er gert Hann hafi talið fréttabréf ágætis vettvang fyrir slíkt, og tilkynnti um áformin á Facebook-síðu sinni í dag. Áhuginn hefur ekki látið á sér standa. Yfir 500 manns hafa brugðist með jákvæðum hætti við færslunni, og hann segir á annað þúsund þegar hafa skráð sig í áskrift að fréttabréfinu, sem er endurgjaldslaust. Þórður segist hafa viljað gera þetta án þess að um of mikla skuldbindingu væri að ræða, en hann stefnir á að senda út tvö minnst fréttabréf í viku. „Og sannarlega ekki að fara aftur í fjölmiðlageirann. Ég held að allir sem hafa fylgst með mér í einhvern tíma viti fyrir hvað ég stend, hvar mín sérsvið liggja og munu kannast við efnistökin sem verða þarna,“ segir Þórður. Með þessu móti þurfi hann ekki aðeins að einskorða sig við það sem er að í samfélaginu á hverjum tíma, eins og oft vilji verða í hefðbundnum fjölmiðlum. „Heldur líka vera aðeins lausnamiðaðri og lyfta því sem er vel gert,“ segir Þórður og ítrekar að ekki sé um fjölmiðil að ræða. „Ég er bara að gefa út fréttabréf til þess að svara eftirspurn og halda einhverjum tengslum.“ Heldur spilunum þétt að sér Næst berst talið að því hvað taki við hjá Þórði, sem eins og áður sagði lét af störfum sem ritstjóri í sumar. Hann vill lítið gefa upp. „Ég ætla bara að halda því fyrir mig. Það er ekki oft í lífínu sem maður tekur svona stórar ákvarðanir um að hverfa frá einhverju sem maður hefur unnið að í langan tíma. Ég ætla að vanda mig vel og taka mér tíma í að ákveða það hvað ég geri næst,“ segir Þórður. Nafn hans hefur borið á góma í tengslum við mögulegt framboð í næstu Alþingiskosningum, en Þórður tjáir sig lítið um hvort stjórnmálaleiðtogar eða fulltrúar flokka hafi komið að máli við hann. „Það verða bara að vera samtöl sem ég held fyrir sjálfan mig. Það hefur alls konar fólk heyrt í mér um alls konar hluti. Óháð því hvort það sé fólk í stjórnmálum, viðskiptalífinu eða eitthvað annað, þá ætla ég ekkert að vera að tjá mig sérstaklega um það.“
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Þórður Snær segir skilið við Heimildina Þórður Snær Júlíusson hefur látið af störfum sem annar tveggja ritstjóra Heimildarinnar. Fjölmiðilinn Kjarnann, sem sameinaðist Stundinni árið 2023, stofnaði hann fyrir tæpum ellefu árum síðan. 31. júlí 2024 17:19 Mest lesið Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Stjórnendur telja hagvaxtarhorfur hafa versnað umtalsvert Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnendur telja hagvaxtarhorfur hafa versnað umtalsvert Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Sjá meira
Þórður Snær segir skilið við Heimildina Þórður Snær Júlíusson hefur látið af störfum sem annar tveggja ritstjóra Heimildarinnar. Fjölmiðilinn Kjarnann, sem sameinaðist Stundinni árið 2023, stofnaði hann fyrir tæpum ellefu árum síðan. 31. júlí 2024 17:19