FIA tók fyrir kvörtun Red Bull og hefur kveðið upp dóm sinn Aron Guðmundsson skrifar 19. september 2024 16:01 Bíll McLaren í braut í Azerbaijan kappakstrinum um síðastliðna helgi Vísir/EPA Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA) hefur úrskurðað afturvænginn, sem bíll McLaren skartaði um síðastliðnu helgi í Azerbaijan, löglegan eftir að keppinautar breska liðsins í Formúlu 1 kröfðust þess að vængurinn yrði skoðaður nánar. McLaren hefur verið á mikilli siglingu upp á síðkastið í Formúlu 1 og leiðir sem stendur stigakeppni bílasmiða með tuttugu stigum meira en ríkjandi heimsmeistarar Red Bull Racing. Bíll McLaren var sá hraðasti í braut í Azerbaijan kappakstrinum í Baku um síðastliðna helgi þar sem að Oscar Piastri, ökuþór liðsins, stóð uppi sem sigurvegari. Liðsfélagi hans, Lando Norris, vann sig þá úr fimmtánda sæti upp í það fjórða. Oscar Piastri fór með sigur af hólmi í AzerbaijanVísir/EPA Myndbandsupptökur frá kappakstrinum varpa ljósi á það hvernig afturvængurinn á bíl McLaren sveigist upp á við á beina kafla brautarinnar sem er með þeim lengstu í mótaröðinni. Ákveðið regluverk gildir í Formúlu 1 um hina ýmsu hluta Formúlu 1 bílsins og hvernig þeir mega virka en það er síðan endur liðunum og hönnunarteymi þeirra komið að vinna innan þess regluverks og er það gert á ýmsa vegu. FIA tók kvörtun keppinauta McLaren til greina og hefur nú greint frá því að afturvængur McLaren bílsins hafist staðist alla skoðun. Enn fremur segist sambandið vera að skoða öll gögn og að mótvægisaðgerðir varðandi framtíðarútfærslu afturvængins verði íhugaðar. Talsmenn McLaren, starfsmenn liðsins sem og ökuþórar hafa haldið því fram síðan að bera fór á efasemdaröddum varðandi lögmæti afturvængsins að hann sé löglegur. Lando Norris er sá eini sem getur skákað ríkjandi heimsmeistaranum Max Verstappen í baráttunni um heimsmeistaratitil ökuþóra.Vísir/EPA Eins og fyrr segir er það McLaren sem leiðir stigakeppni bílasmiða og þá hefur Lando Norris, ökuþór liðsins, nálgast ríkjandi heimsmeistarann Max Verstappen í stigakeppni ökuþóra. Bilið milli þeirra stendur nú í 59 stigum og hefur verið að dragast saman smátt og smátt eftir því sem líður á tímabilið. Næsta keppnishelgi Formúlu 1 hefst með fyrstu æfingum í Singapúr á morgun. Sjálfur kappaksturinn fer síðan fram á sunnudaginn kemur og verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone Sport rásinni. Akstursíþróttir Aserbaídsjan Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
McLaren hefur verið á mikilli siglingu upp á síðkastið í Formúlu 1 og leiðir sem stendur stigakeppni bílasmiða með tuttugu stigum meira en ríkjandi heimsmeistarar Red Bull Racing. Bíll McLaren var sá hraðasti í braut í Azerbaijan kappakstrinum í Baku um síðastliðna helgi þar sem að Oscar Piastri, ökuþór liðsins, stóð uppi sem sigurvegari. Liðsfélagi hans, Lando Norris, vann sig þá úr fimmtánda sæti upp í það fjórða. Oscar Piastri fór með sigur af hólmi í AzerbaijanVísir/EPA Myndbandsupptökur frá kappakstrinum varpa ljósi á það hvernig afturvængurinn á bíl McLaren sveigist upp á við á beina kafla brautarinnar sem er með þeim lengstu í mótaröðinni. Ákveðið regluverk gildir í Formúlu 1 um hina ýmsu hluta Formúlu 1 bílsins og hvernig þeir mega virka en það er síðan endur liðunum og hönnunarteymi þeirra komið að vinna innan þess regluverks og er það gert á ýmsa vegu. FIA tók kvörtun keppinauta McLaren til greina og hefur nú greint frá því að afturvængur McLaren bílsins hafist staðist alla skoðun. Enn fremur segist sambandið vera að skoða öll gögn og að mótvægisaðgerðir varðandi framtíðarútfærslu afturvængins verði íhugaðar. Talsmenn McLaren, starfsmenn liðsins sem og ökuþórar hafa haldið því fram síðan að bera fór á efasemdaröddum varðandi lögmæti afturvængsins að hann sé löglegur. Lando Norris er sá eini sem getur skákað ríkjandi heimsmeistaranum Max Verstappen í baráttunni um heimsmeistaratitil ökuþóra.Vísir/EPA Eins og fyrr segir er það McLaren sem leiðir stigakeppni bílasmiða og þá hefur Lando Norris, ökuþór liðsins, nálgast ríkjandi heimsmeistarann Max Verstappen í stigakeppni ökuþóra. Bilið milli þeirra stendur nú í 59 stigum og hefur verið að dragast saman smátt og smátt eftir því sem líður á tímabilið. Næsta keppnishelgi Formúlu 1 hefst með fyrstu æfingum í Singapúr á morgun. Sjálfur kappaksturinn fer síðan fram á sunnudaginn kemur og verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone Sport rásinni.
Akstursíþróttir Aserbaídsjan Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira