Hvítabjörninn felldur: Forðaði sér inn og sendi skilaboð á dóttur sína Vésteinn Örn Pétursson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 19. september 2024 16:01 Hvítabjörninn spókar sig fyrir utan sumarhúsið á Höfðaströnd í dag. Lögreglan á Vestfjörðum/Landhelgisgæslan Hvítabjörn sem kom á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum var felldur nú fyrir skömmu. Hann fannst skammt frá sumarhúsi, þar sem konan sem tilkynnti um hann dvaldist einsömul. Þetta staðfestir Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, í samtali við fréttastofu. „Björninn fannst skammt frá þeim stað sem hann sást, rétt hjá sumarhúsi sem kona var einsömul í. Við áttum því engan annan kost en að fella dýrið,“ segir Helgi. Vopnaðir lögreglumenn og séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar felldu dýrið. „Hættu er aflýst í bili. En við munum samt óska eftir því að þyrlusveitin leiti í Jökulfjörðum og Hornströndum til vonar og vara,“ segir Helgi, en ítrekar að aðeins sé um varúðarráðstöfun að ræða og ekki leiki grunur á að annað dýr sé á svæðinu. „Þetta afgreiddist hratt og snöggt, sem betur fer,“ segir Helgi. Veistu meira um málið? Áttu myndefni af svæðinu? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Forðaði sér inn og sendi skilaboð á dótturina Nánar var rætt við Helga um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni upp úr klukkan fjögur. Hann segir konuna sem tilkynnti um ísbjörninn hafa séð dýrið fyrir utan húsið sem hún dvaldi í. Fjölmiðlum hafa ekki borist myndir af ísbirninum sem um ræðir. Hér er mynd úr safni.Getty Images „Hún forðaði sér inn í hús, kom sér í öruggt skjól og gat haft samband. Það er ekkert símasamband, þannig að það er mjög erfitt að hafa samband á svæðinu, meira að segja í talstöðvum,“ sagði Helgi. Konan hafi haft samband við dóttur sína, sem hafi gert lögreglu viðvart. Í kjölfarið hafi lögregla farið með bát frá Bolungarvík í Jökulfirði, og Landhelgisgæslan sent menn af séraðgerðasviði sínu með þyrlu.“ Sorglegt að þurfa að aflífa dýrið Ekki hafi verið unnt að svæfa dýrið, sem talið er hafa verið nokkuð ungt, þar sem Umhverfisstofnun hafi ekki haft mannskap eða búnað til þess. „Það er mjög sorglegt að þurfa að aflífa greyið en við höfum ekki aðra kosti í stöðunni ef Umhverfisstofnun getur ekki svæft hann,“ sagði Helgi. Ekki sé um sérstaklega atviksbundið mat á aðstæðum að ræða, heldur hafi stofnunin ekki bjargir til að bjarga hvítabjörnum sem ganga hér á land. „Því miður,“ segir Helgi. Konan var stödd í rauða sumarhúsinu á myndinni þegar hún tilkynnti um hvítabjörn í sjónmáli.Vísir/Hafþór Gunnarsson Nota hitamyndavélar við leitina Líkt og áður sagði mun þyrlusveit Landhelgisgæslunnar leita af sér allan grun um að annað dýr sé á svæðinu, en ekki er talið líklegt að svo sé. Til þess hefur gæslan góðan búnað, meðal annars hitamyndavél. „Hættunni er afstýrt en við viljum bara vera vissir um að það séu ekki fleiri dýr. Þegar þessi dýr hafa komið í land þá hafa þau yfirleitt bara verið eitt og eitt. Við eigum ekki endilega von á því,“ segir Helgi. Fréttin var uppfærð klukkan 16:27. Ísafjarðarbær Lögreglumál Hornstrandir Dýr Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Ísbirnir Tengdar fréttir Senda vopnaða menn á svæðið Sá sem tilkynnti um að hvítabjörn hefði gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum var staddur í sumarhúsi á svæðinu, og er einn eftir því sem lögregla kemst næst. Ekki hefur náðst aftur í viðkomandi. Lögreglumenn eru á leið á svæðið ásamt mönnum frá Landhelgisgæslunni sem eru sérþjálfaðir í meðferð skotvopna. 19. september 2024 14:59 Tilkynnt um ísbjörn og þyrla gæslunnar ræst út Lögreglan á Vestfjörðum fékk fyrir skömmu tilkynningu um að hvítabjörn hafi gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum. 19. september 2024 14:26 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Þetta staðfestir Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, í samtali við fréttastofu. „Björninn fannst skammt frá þeim stað sem hann sást, rétt hjá sumarhúsi sem kona var einsömul í. Við áttum því engan annan kost en að fella dýrið,“ segir Helgi. Vopnaðir lögreglumenn og séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar felldu dýrið. „Hættu er aflýst í bili. En við munum samt óska eftir því að þyrlusveitin leiti í Jökulfjörðum og Hornströndum til vonar og vara,“ segir Helgi, en ítrekar að aðeins sé um varúðarráðstöfun að ræða og ekki leiki grunur á að annað dýr sé á svæðinu. „Þetta afgreiddist hratt og snöggt, sem betur fer,“ segir Helgi. Veistu meira um málið? Áttu myndefni af svæðinu? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Forðaði sér inn og sendi skilaboð á dótturina Nánar var rætt við Helga um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni upp úr klukkan fjögur. Hann segir konuna sem tilkynnti um ísbjörninn hafa séð dýrið fyrir utan húsið sem hún dvaldi í. Fjölmiðlum hafa ekki borist myndir af ísbirninum sem um ræðir. Hér er mynd úr safni.Getty Images „Hún forðaði sér inn í hús, kom sér í öruggt skjól og gat haft samband. Það er ekkert símasamband, þannig að það er mjög erfitt að hafa samband á svæðinu, meira að segja í talstöðvum,“ sagði Helgi. Konan hafi haft samband við dóttur sína, sem hafi gert lögreglu viðvart. Í kjölfarið hafi lögregla farið með bát frá Bolungarvík í Jökulfirði, og Landhelgisgæslan sent menn af séraðgerðasviði sínu með þyrlu.“ Sorglegt að þurfa að aflífa dýrið Ekki hafi verið unnt að svæfa dýrið, sem talið er hafa verið nokkuð ungt, þar sem Umhverfisstofnun hafi ekki haft mannskap eða búnað til þess. „Það er mjög sorglegt að þurfa að aflífa greyið en við höfum ekki aðra kosti í stöðunni ef Umhverfisstofnun getur ekki svæft hann,“ sagði Helgi. Ekki sé um sérstaklega atviksbundið mat á aðstæðum að ræða, heldur hafi stofnunin ekki bjargir til að bjarga hvítabjörnum sem ganga hér á land. „Því miður,“ segir Helgi. Konan var stödd í rauða sumarhúsinu á myndinni þegar hún tilkynnti um hvítabjörn í sjónmáli.Vísir/Hafþór Gunnarsson Nota hitamyndavélar við leitina Líkt og áður sagði mun þyrlusveit Landhelgisgæslunnar leita af sér allan grun um að annað dýr sé á svæðinu, en ekki er talið líklegt að svo sé. Til þess hefur gæslan góðan búnað, meðal annars hitamyndavél. „Hættunni er afstýrt en við viljum bara vera vissir um að það séu ekki fleiri dýr. Þegar þessi dýr hafa komið í land þá hafa þau yfirleitt bara verið eitt og eitt. Við eigum ekki endilega von á því,“ segir Helgi. Fréttin var uppfærð klukkan 16:27.
Ísafjarðarbær Lögreglumál Hornstrandir Dýr Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Ísbirnir Tengdar fréttir Senda vopnaða menn á svæðið Sá sem tilkynnti um að hvítabjörn hefði gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum var staddur í sumarhúsi á svæðinu, og er einn eftir því sem lögregla kemst næst. Ekki hefur náðst aftur í viðkomandi. Lögreglumenn eru á leið á svæðið ásamt mönnum frá Landhelgisgæslunni sem eru sérþjálfaðir í meðferð skotvopna. 19. september 2024 14:59 Tilkynnt um ísbjörn og þyrla gæslunnar ræst út Lögreglan á Vestfjörðum fékk fyrir skömmu tilkynningu um að hvítabjörn hafi gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum. 19. september 2024 14:26 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Senda vopnaða menn á svæðið Sá sem tilkynnti um að hvítabjörn hefði gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum var staddur í sumarhúsi á svæðinu, og er einn eftir því sem lögregla kemst næst. Ekki hefur náðst aftur í viðkomandi. Lögreglumenn eru á leið á svæðið ásamt mönnum frá Landhelgisgæslunni sem eru sérþjálfaðir í meðferð skotvopna. 19. september 2024 14:59
Tilkynnt um ísbjörn og þyrla gæslunnar ræst út Lögreglan á Vestfjörðum fékk fyrir skömmu tilkynningu um að hvítabjörn hafi gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum. 19. september 2024 14:26
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent