Viðskiptaþvinganir gegn Ísrael Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 20. september 2024 09:03 Eftir heilt ár af linnulausum og grimmilegum hernaði Ísraels gagnvart Palestínumönnum getur alþjóðasamfélagið ekki setið hjá lengur. Brýnt er að ríki heims taki sig saman um aðgerðir sem setja raunverulegan þrýsting á ísraelsk stjórnvöld. Stórt skref í þá átt var stigið á miðvikudag þegar Ísland var í hópi 124 ríkja sem samþykkti ályktun um Palestínu á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þar sem þess er krafist að Ísrael endi ólöglegt hernám sitt á Gaza. Í ályktuninni var einnig hvatt til þess að ríki beiti refsiaðgerðum gegn Ísrael og raunar öllum sem styðja viðveru Ísraels á Gaza auk þess að stöðva vopnaflutning og vopnasölu til Ísraels. Markmið alþjóðlegra þvingunaraðgerða er að viðhalda friði og öryggi og/eða tryggja virðingu fyrir mannfrelsi og mannréttindum. Ályktun allsherjarþingsins er ekki lagalega bindandi en svo breiður stuðningur við hana endurspeglar álit alþjóðarsamfélagsins. Riyad Mansour, sendiherra Palestínu hjá Sameinuðu þjóðunum sagði að niðurstaða þingsins væri vendipunktur í baráttu Palestínumanna fyrir frelsi og réttlæti, skýr skilaboð alþjóðasamfélagsins um að hernám Ísraela verði að líða undir lok. Ísland framfylgir nú þegar þvingunaraðgerðum gagnvart 30 ríkjum, auk hryðjuverkasamtaka. Hérlendis eru þvingunaraðgerðir ákveðnar í samvinnu við alþjóðastofnanir, ríkjahópa eða samstarfsþjóðir samkvæmt lögum um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða og frystingu fjármuna. Síðastliðin ár hef ég árlega lagt fram tillögu þess efnis að Alþingi álykti að fela ríkisstjórninni að grípa til nauðsynlegra ráðstafana annars vegar til að merkja uppruna vara sem framleiddar eru á hernumdum svæðum Palestínu með viðeigandi hætti og hins vegar til að gera Palestínumönnum kleift að nýta sér kosti fríverslunarsamnings EFTA og Palestínu. Sú tillaga er að sjálfsögðu enn góðra gjalda verð en í ljósi þeirra stanslausu voðaverka sem heimsbyggðin hefur orðið vitni að síðast tæpa árið er full ástæða til að ganga lengra. Í síðustu viku lagði ég því fram þingsályktunartillögu þar sem ríkisstjórn Íslands er falið að beita sér fyrir því að alþjóðlegum viðskiptaþvingunum verði komið á gagnvart Ísrael vegna framgöngu Ísraelshers í Palestínu. Viðskipti milli Íslands og Ísraels eru óveruleg og einhliða viðskiptaþvinganir af Íslands hálfu hefðu einungis táknræn áhrif hérlendis en lítil sem engin áhrif á viðskiptahagsmuni Ísraels. Öðru máli gegnir ef helstu samstarfsríki, að frumkvæði Íslands, tækju sig saman um slíkar aðgerðir, hvort sem væri Norðurlandaþjóðirnar saman eða ríki Evrópska efnahagssvæðisins. Árið 2011 viðurkenndi Ísland Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Svíþjóð hefur sömuleiðis viðurkennt sjálfstæði Palestínu og nýlega hafa Noregur, Írland og Spánn einnig bæst í hópinn. Það er löngu tímabært að alþjóðlegum viðskiptaþvingunum verði komið á gagnvart Ísrael. Það mætti hugsa sér að slíkt yrði t.d. gert í samráði og samtali við þess lönd. Afstaða Íslands í fyrrnefndri ályktun Allsherjarþingsins og því sem kemur þar fram gefur til kynna að ekkert sé því til fyrirstöðu að Alþingi samþykki þingsályktunartillögu mína. Ef 124 ríki gátu komið sér saman um að samþykkja þessa ályktun, þar á meðal Ísland, hlýtur Alþingi að geta komist að sömu niðurstöðu. Þjóðarmorðinu á Gaza verður að linna og við getum lagt okkar lóð á vogarskálarnar til að svo megi verða. Alþjóðlegar viðskiptaþvinganir geta gegnt veigamiklu hlutverki í því. Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Vinstri græn Utanríkismál Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Eftir heilt ár af linnulausum og grimmilegum hernaði Ísraels gagnvart Palestínumönnum getur alþjóðasamfélagið ekki setið hjá lengur. Brýnt er að ríki heims taki sig saman um aðgerðir sem setja raunverulegan þrýsting á ísraelsk stjórnvöld. Stórt skref í þá átt var stigið á miðvikudag þegar Ísland var í hópi 124 ríkja sem samþykkti ályktun um Palestínu á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þar sem þess er krafist að Ísrael endi ólöglegt hernám sitt á Gaza. Í ályktuninni var einnig hvatt til þess að ríki beiti refsiaðgerðum gegn Ísrael og raunar öllum sem styðja viðveru Ísraels á Gaza auk þess að stöðva vopnaflutning og vopnasölu til Ísraels. Markmið alþjóðlegra þvingunaraðgerða er að viðhalda friði og öryggi og/eða tryggja virðingu fyrir mannfrelsi og mannréttindum. Ályktun allsherjarþingsins er ekki lagalega bindandi en svo breiður stuðningur við hana endurspeglar álit alþjóðarsamfélagsins. Riyad Mansour, sendiherra Palestínu hjá Sameinuðu þjóðunum sagði að niðurstaða þingsins væri vendipunktur í baráttu Palestínumanna fyrir frelsi og réttlæti, skýr skilaboð alþjóðasamfélagsins um að hernám Ísraela verði að líða undir lok. Ísland framfylgir nú þegar þvingunaraðgerðum gagnvart 30 ríkjum, auk hryðjuverkasamtaka. Hérlendis eru þvingunaraðgerðir ákveðnar í samvinnu við alþjóðastofnanir, ríkjahópa eða samstarfsþjóðir samkvæmt lögum um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða og frystingu fjármuna. Síðastliðin ár hef ég árlega lagt fram tillögu þess efnis að Alþingi álykti að fela ríkisstjórninni að grípa til nauðsynlegra ráðstafana annars vegar til að merkja uppruna vara sem framleiddar eru á hernumdum svæðum Palestínu með viðeigandi hætti og hins vegar til að gera Palestínumönnum kleift að nýta sér kosti fríverslunarsamnings EFTA og Palestínu. Sú tillaga er að sjálfsögðu enn góðra gjalda verð en í ljósi þeirra stanslausu voðaverka sem heimsbyggðin hefur orðið vitni að síðast tæpa árið er full ástæða til að ganga lengra. Í síðustu viku lagði ég því fram þingsályktunartillögu þar sem ríkisstjórn Íslands er falið að beita sér fyrir því að alþjóðlegum viðskiptaþvingunum verði komið á gagnvart Ísrael vegna framgöngu Ísraelshers í Palestínu. Viðskipti milli Íslands og Ísraels eru óveruleg og einhliða viðskiptaþvinganir af Íslands hálfu hefðu einungis táknræn áhrif hérlendis en lítil sem engin áhrif á viðskiptahagsmuni Ísraels. Öðru máli gegnir ef helstu samstarfsríki, að frumkvæði Íslands, tækju sig saman um slíkar aðgerðir, hvort sem væri Norðurlandaþjóðirnar saman eða ríki Evrópska efnahagssvæðisins. Árið 2011 viðurkenndi Ísland Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Svíþjóð hefur sömuleiðis viðurkennt sjálfstæði Palestínu og nýlega hafa Noregur, Írland og Spánn einnig bæst í hópinn. Það er löngu tímabært að alþjóðlegum viðskiptaþvingunum verði komið á gagnvart Ísrael. Það mætti hugsa sér að slíkt yrði t.d. gert í samráði og samtali við þess lönd. Afstaða Íslands í fyrrnefndri ályktun Allsherjarþingsins og því sem kemur þar fram gefur til kynna að ekkert sé því til fyrirstöðu að Alþingi samþykki þingsályktunartillögu mína. Ef 124 ríki gátu komið sér saman um að samþykkja þessa ályktun, þar á meðal Ísland, hlýtur Alþingi að geta komist að sömu niðurstöðu. Þjóðarmorðinu á Gaza verður að linna og við getum lagt okkar lóð á vogarskálarnar til að svo megi verða. Alþjóðlegar viðskiptaþvinganir geta gegnt veigamiklu hlutverki í því. Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun