Skerjafjarðarskáldið krefst afsökunarbeiðni – annars fer það í mál Jakob Bjarnar skrifar 20. september 2024 10:02 Kristján telur sig hafa orðið fyrir óásættanlegri aðdróttun þegar Berglind greip til hendingar úr söngbók hans og notaði sem fyrirsögn á grein þar sem vindmyllur eru lofaðar. Kristján krefst afsökunarbeiðni og að hún breyti titli greinar sinnar. vísir/vilhelm Kristján Hreinsson skáld sem kenndur hefur verið við Skerjafjörðinn segir það gersamlega óásættanlegt að hending úr hans höfundarverki sé notuð sem einskonar slagorð fyrir vindmylluuppbyggingu. Um er að ræða hendinguna „Dansaðu vindur“ sem er úr söngbók Kristjáns. Skáldinu er hreinlega misboðið og hann tjáir sig um það hversu misboðið honum er á Facebooksíðu sinni. Hann hótar málaferlum. „Ég sá í gær fullkomlega óviðeigandi aðdróttun að heiðri listamanns. Reyndar er þetta alvöru árás á höfundarétt. Þar er ég á hlut að máli, við ég að á mig verði hlustað.“ Glæpsamlegt að nota titil á einu þekktasta jólalaginu í lofgerð um vindmyllur Forsaga málsins er sú að Berglind Ósk Guðmundsdóttir, sem Kristján tekur skýrt fram að hann þekki ekki neitt og viti ekkert um, hafi þann 19. september á þessu ári ritað grein undir fyrirsögninni: Dansaðu vindur. Greinin fjallar um vindmyllur og einkavæðingu orkulinda. „Á Íslandi er eftirspurnin eftir raforku mikil. Það er jákvætt að atvinnulífið sé svo blómlegt að umframeftirspurn hafi myndast en neikvætt ef stjórnvöld ná ekki að tryggja að af framkvæmdum verði vegna seinagangs í uppbyggingu á raforkukerfinu.“ Kristjáni er hreinlega brugðið við lesturinn: „Að nota nafn á einu frægasta jólalagi til þess að opna fyrir að örfáir auðmenn eignist alla raforku á Íslandi, það er í mínum huga hreinlega glæpsamlegt.“ Svona gerir maður ekki Kristjáni hugnast ekki að þeir sem vilji að raforka verði einkavædd og vindorkum komið upp um víð og dreif á Íslandi undir slagorði sem sótt er í hans kveðskap sé óásættanlegt með öllu: „Þá munu kærumál fara af stað. Með því að nota titil frægs söngtexta í pólitískum tilgangi er vegið að sæmdarrétti.“ Og Kristján vitnar í Wikipedia þar sem segir um þennan hluta höfundarréttar: „Sæmdarréttur leiðir af þeirri hugmynd að verk höfundar sé framlenging á persónu hans. Sæmdarrétturinn er þannig oftast persónubundinn (aðeins höfundurinn sjálfur getur verið málsaðili) og óframseljanlegur, öfugt við hinn meginhluta höfundaréttar, fjárhagslegu réttindin.“ Kristján setur fram þá kröfu að Berglind Ósk biði sig opinberlega afsökunar og fjarlægi hendingu sína úr titli greinar sinnar. „Öllu sómakæru fólki ætti að skiljast að svona gerir maður ekki.“ Höfundarréttur Orkumál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Um er að ræða hendinguna „Dansaðu vindur“ sem er úr söngbók Kristjáns. Skáldinu er hreinlega misboðið og hann tjáir sig um það hversu misboðið honum er á Facebooksíðu sinni. Hann hótar málaferlum. „Ég sá í gær fullkomlega óviðeigandi aðdróttun að heiðri listamanns. Reyndar er þetta alvöru árás á höfundarétt. Þar er ég á hlut að máli, við ég að á mig verði hlustað.“ Glæpsamlegt að nota titil á einu þekktasta jólalaginu í lofgerð um vindmyllur Forsaga málsins er sú að Berglind Ósk Guðmundsdóttir, sem Kristján tekur skýrt fram að hann þekki ekki neitt og viti ekkert um, hafi þann 19. september á þessu ári ritað grein undir fyrirsögninni: Dansaðu vindur. Greinin fjallar um vindmyllur og einkavæðingu orkulinda. „Á Íslandi er eftirspurnin eftir raforku mikil. Það er jákvætt að atvinnulífið sé svo blómlegt að umframeftirspurn hafi myndast en neikvætt ef stjórnvöld ná ekki að tryggja að af framkvæmdum verði vegna seinagangs í uppbyggingu á raforkukerfinu.“ Kristjáni er hreinlega brugðið við lesturinn: „Að nota nafn á einu frægasta jólalagi til þess að opna fyrir að örfáir auðmenn eignist alla raforku á Íslandi, það er í mínum huga hreinlega glæpsamlegt.“ Svona gerir maður ekki Kristjáni hugnast ekki að þeir sem vilji að raforka verði einkavædd og vindorkum komið upp um víð og dreif á Íslandi undir slagorði sem sótt er í hans kveðskap sé óásættanlegt með öllu: „Þá munu kærumál fara af stað. Með því að nota titil frægs söngtexta í pólitískum tilgangi er vegið að sæmdarrétti.“ Og Kristján vitnar í Wikipedia þar sem segir um þennan hluta höfundarréttar: „Sæmdarréttur leiðir af þeirri hugmynd að verk höfundar sé framlenging á persónu hans. Sæmdarrétturinn er þannig oftast persónubundinn (aðeins höfundurinn sjálfur getur verið málsaðili) og óframseljanlegur, öfugt við hinn meginhluta höfundaréttar, fjárhagslegu réttindin.“ Kristján setur fram þá kröfu að Berglind Ósk biði sig opinberlega afsökunar og fjarlægi hendingu sína úr titli greinar sinnar. „Öllu sómakæru fólki ætti að skiljast að svona gerir maður ekki.“
Höfundarréttur Orkumál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira