Aldrei litið betur út þrátt fyrir alvarlegt slys Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 20. september 2024 15:02 Dísa tók þátt í Ungfrú Ísland í ágúst síðastliðnum og mun taka þátt fyrir Íslands hönd í fegurðarsamkeppninni Miss CosmoWorld í Malasíu í nóvember. „Ég fæ mikið af spurningum hvernig ég held mér svona unglegri. Margir halda að það sé með bótox eða fylliefni, þar sem ég er með mjög slétta og fína húð,“ segir Dísa Dungal heilsu- og íþróttafræðingur. Hún tók þátt í Ungfrú Ísland í ágúst síðastliðnum og hefur starfað sem fyrirsæti undanfarin ár. Dísa 31 árs gömul og segist aldrei hafa litið betur út þrátt fyrir að hafa lent í alvarlegu slysi fyrir rúmlega tveimur árum síðan. Hún var stödd í trampolíngarði hér á landi þegar hún slasaðist og braut á sér hrygginn. Beinflísar stungust inn í mænuna og þrýstu á taugar, sem ollu dofa í vinstri fæti. Litlu munaði að hún hefði lamast. Síðastliðna mánuði hefur hún verið endurhæfingu og viðurkennir að það hafi verið erfitt að slaka á. Þrátt fyrir áskoranirnar segist hún staðráðin í að aðlaga sig að breyttum kringumstæðum og finna leiðir til að halda áfram að lifa lífinu sem hún elskar. Hér að neðan eru ráð sem Dísa notar til að viðhalda unglegu útliti með náttúrulegum aðferðum: Þrífa andlitið kvölds og morgna Með reglulegri húðumhirðu verður húðin fríkleg og ljómandi. Mikilvægt er að þrífa andlitið kvölds og morgna og nota góð krem sem gefa húðinni aukinn raka. Vatnsdrykkja Vatndrykkja er ómissandi fyrir heilbrigða húð, þar sem það hjálpar til við að halda henni raka, eykur teygjanleika og stuðlar að náttúrulegum ljóma. Vatn hjálpar einnig við að fjarlægja eiturefni úr líkamanum, sem getur dregið úr bólum og öðrum óhreinindum. View this post on Instagram A post shared by Paradísa (@disadungal) Silkipúði – fyrir húð og hár Eitt af því sem hefur gjörbreytt húðinni minni er að sofa á silkipúða. Silkið er mun betra fyrir húðina en bómull og dregur ekki til sín raka, sem hjálpar til við að minnka fíngerðar línur og einnig til halda hárinu í betra ástandi. Ég fann strax mikinn mun eftir að ég skipti yfir í silkipúða og get ekki mælt nógu mikið með því. Sólarvörn - allan ársins hring Þegar kemur að húðumhirðu er sólarvörn mikilvægasta varan í mínum rútínum. Ég nota sólarvörn með SPF 50 allan ársins hring, jafnvel þegar það er skýjað. Sólarskemmdir eru oft ósýnilegar til að byrja með, en hafa langvarandi áhrif á húðina. Það er því betra að koma í veg fyrir skemmdirnar í stað þess að reyna að laga húðina eftir á. Sólarvörn er ekki bara fyrir sólardaga – hún er mikilvægasta vopnið gegn öldrun húðarinnar. View this post on Instagram A post shared by Paradísa (@disadungal) Náttúruleg andlitsmeðferð Til að viðhalda húðinni fer ég reglulega í andlitsmeðferðir, þar sem ég nota bæði mesotherapy og Sunekos. Báðar meðferðirnar örva kollagenframleiðsluna á náttúrulegan hátt, sem hjálpar til við að halda húðinni unglegri og ljómandi. Meso sprautur veita dýrmæt vítamín og næringarefni, á meðan Sunekos bætir húðina með hyaluronsýru og amínósýrum. Forvarnir frekar en lagfæringar Oft gleymir fólk sér og reynir að laga húðina eftir að skemmdir hafa komið í ljós. Mikilvægt er að vinna grunnvinnuna með forvörnum. Það er miklu áhrifaríkara og auðveldara að viðhalda heilbrigðri húð með reglulegri umhirðu en að reyna að laga eitthvað eftir á. View this post on Instagram A post shared by Paradísa (@disadungal) Ungfrú Ísland Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Dísa 31 árs gömul og segist aldrei hafa litið betur út þrátt fyrir að hafa lent í alvarlegu slysi fyrir rúmlega tveimur árum síðan. Hún var stödd í trampolíngarði hér á landi þegar hún slasaðist og braut á sér hrygginn. Beinflísar stungust inn í mænuna og þrýstu á taugar, sem ollu dofa í vinstri fæti. Litlu munaði að hún hefði lamast. Síðastliðna mánuði hefur hún verið endurhæfingu og viðurkennir að það hafi verið erfitt að slaka á. Þrátt fyrir áskoranirnar segist hún staðráðin í að aðlaga sig að breyttum kringumstæðum og finna leiðir til að halda áfram að lifa lífinu sem hún elskar. Hér að neðan eru ráð sem Dísa notar til að viðhalda unglegu útliti með náttúrulegum aðferðum: Þrífa andlitið kvölds og morgna Með reglulegri húðumhirðu verður húðin fríkleg og ljómandi. Mikilvægt er að þrífa andlitið kvölds og morgna og nota góð krem sem gefa húðinni aukinn raka. Vatnsdrykkja Vatndrykkja er ómissandi fyrir heilbrigða húð, þar sem það hjálpar til við að halda henni raka, eykur teygjanleika og stuðlar að náttúrulegum ljóma. Vatn hjálpar einnig við að fjarlægja eiturefni úr líkamanum, sem getur dregið úr bólum og öðrum óhreinindum. View this post on Instagram A post shared by Paradísa (@disadungal) Silkipúði – fyrir húð og hár Eitt af því sem hefur gjörbreytt húðinni minni er að sofa á silkipúða. Silkið er mun betra fyrir húðina en bómull og dregur ekki til sín raka, sem hjálpar til við að minnka fíngerðar línur og einnig til halda hárinu í betra ástandi. Ég fann strax mikinn mun eftir að ég skipti yfir í silkipúða og get ekki mælt nógu mikið með því. Sólarvörn - allan ársins hring Þegar kemur að húðumhirðu er sólarvörn mikilvægasta varan í mínum rútínum. Ég nota sólarvörn með SPF 50 allan ársins hring, jafnvel þegar það er skýjað. Sólarskemmdir eru oft ósýnilegar til að byrja með, en hafa langvarandi áhrif á húðina. Það er því betra að koma í veg fyrir skemmdirnar í stað þess að reyna að laga húðina eftir á. Sólarvörn er ekki bara fyrir sólardaga – hún er mikilvægasta vopnið gegn öldrun húðarinnar. View this post on Instagram A post shared by Paradísa (@disadungal) Náttúruleg andlitsmeðferð Til að viðhalda húðinni fer ég reglulega í andlitsmeðferðir, þar sem ég nota bæði mesotherapy og Sunekos. Báðar meðferðirnar örva kollagenframleiðsluna á náttúrulegan hátt, sem hjálpar til við að halda húðinni unglegri og ljómandi. Meso sprautur veita dýrmæt vítamín og næringarefni, á meðan Sunekos bætir húðina með hyaluronsýru og amínósýrum. Forvarnir frekar en lagfæringar Oft gleymir fólk sér og reynir að laga húðina eftir að skemmdir hafa komið í ljós. Mikilvægt er að vinna grunnvinnuna með forvörnum. Það er miklu áhrifaríkara og auðveldara að viðhalda heilbrigðri húð með reglulegri umhirðu en að reyna að laga eitthvað eftir á. View this post on Instagram A post shared by Paradísa (@disadungal)
Ungfrú Ísland Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið