Iðrast gjörða sinna: „Var klárlega rangt af mér“ Aron Guðmundsson skrifar 20. september 2024 23:30 Gary Martin, sem kom hingað til lands árið 2010 og hefur nánast verið hér síðan þá, er nú á heimleið til Englands. Vísir Gary Martin segist aldrei munu firra sig ábyrgð frá því sem átti sér stað árið 2021, þegar að hann sem leikmaður ÍBV sýndi af sér athæfi sem varð til þess að hann var rekinn frá félaginu. Gary hafði á þeim tíma verið á mála hjá ÍBV síðan árið 2019 þegar að hann gekk til liðs við félagið frá Val. Gary var á þriggja ára samningi hjá ÍBV en árið 2021 var hann kærður af liðsfélaga sínum fyrir að hafa tekið nektarmynd af honum og deilt í lokaða spjallrás leikmanna liðsins á samfélagsmiðlum. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en í kjölfar atviksins rifti ÍBV samningi sínum við Englendinginn sem gaf á sínum tíma út þá skýringu á athæfi sínu að hann hafi verið að reyna vera fyndinn. Þrjú ár hafa nú liðið síðan þá og iðrast Gary sem er að kveðja íslenska boltann, að minnsta kosti í bili, gjörða sinna. Hann segist aldrei hafa átt að gera það sem að hann gerði. „Það var algjörlega mér að kenna. Svona er ég bara,“ segir Gary í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2. „Ég hafði sjálfur lent í svipuðu áður en við bregðumst öll mismunandi við svona. Mín upplifun af því að lenda sjálfur í þessu á sínum tíma þýðir ekki að það sé allt í lagi að sýna af sér svona athæfi gagnvart öðrum. Þetta var klárlega rangt af mér. Hefði aldrei átt að gera þetta. En þetta er búið og gert. Ég tók út mína refsingu og svo heldur lífið áfram. Ég mun hins vegar aldrei forðast ábyrgð í þessu máli. Ég hefði aldrei átt að gera þetta.“ Klippa: Gary Martin iðrast gjörða sinna Íslenski boltinn ÍBV Vestmannaeyjar Tengdar fréttir „Ég á Íslandi líf mitt að þakka“ Eftir rúman áratug hér á landi er komið að kveðjustund hjá Gary Martin sem hefur sett svip sinn á íslenska boltann. Gary kveður land og þjóð með trega en hann er fullviss um að snúa aftur hingað til lands einn daginn. 19. september 2024 08:02 Eftirsjá Gary Martin: „Mín skoðun, fólk mun ekki vera sammála henni“ Gary Martin segist viss um að markametið í efstu deild hér á landi væri í hans eign hefði hann spilað með KR öll fjórtán ár sín hér á landi. Hann hefur sínar skoðanir á þessu og segir að fólk muni ekki vera sammála sér. Það sé þó allt í lagi. 19. september 2024 11:01 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjá meira
Gary hafði á þeim tíma verið á mála hjá ÍBV síðan árið 2019 þegar að hann gekk til liðs við félagið frá Val. Gary var á þriggja ára samningi hjá ÍBV en árið 2021 var hann kærður af liðsfélaga sínum fyrir að hafa tekið nektarmynd af honum og deilt í lokaða spjallrás leikmanna liðsins á samfélagsmiðlum. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en í kjölfar atviksins rifti ÍBV samningi sínum við Englendinginn sem gaf á sínum tíma út þá skýringu á athæfi sínu að hann hafi verið að reyna vera fyndinn. Þrjú ár hafa nú liðið síðan þá og iðrast Gary sem er að kveðja íslenska boltann, að minnsta kosti í bili, gjörða sinna. Hann segist aldrei hafa átt að gera það sem að hann gerði. „Það var algjörlega mér að kenna. Svona er ég bara,“ segir Gary í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2. „Ég hafði sjálfur lent í svipuðu áður en við bregðumst öll mismunandi við svona. Mín upplifun af því að lenda sjálfur í þessu á sínum tíma þýðir ekki að það sé allt í lagi að sýna af sér svona athæfi gagnvart öðrum. Þetta var klárlega rangt af mér. Hefði aldrei átt að gera þetta. En þetta er búið og gert. Ég tók út mína refsingu og svo heldur lífið áfram. Ég mun hins vegar aldrei forðast ábyrgð í þessu máli. Ég hefði aldrei átt að gera þetta.“ Klippa: Gary Martin iðrast gjörða sinna
Íslenski boltinn ÍBV Vestmannaeyjar Tengdar fréttir „Ég á Íslandi líf mitt að þakka“ Eftir rúman áratug hér á landi er komið að kveðjustund hjá Gary Martin sem hefur sett svip sinn á íslenska boltann. Gary kveður land og þjóð með trega en hann er fullviss um að snúa aftur hingað til lands einn daginn. 19. september 2024 08:02 Eftirsjá Gary Martin: „Mín skoðun, fólk mun ekki vera sammála henni“ Gary Martin segist viss um að markametið í efstu deild hér á landi væri í hans eign hefði hann spilað með KR öll fjórtán ár sín hér á landi. Hann hefur sínar skoðanir á þessu og segir að fólk muni ekki vera sammála sér. Það sé þó allt í lagi. 19. september 2024 11:01 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjá meira
„Ég á Íslandi líf mitt að þakka“ Eftir rúman áratug hér á landi er komið að kveðjustund hjá Gary Martin sem hefur sett svip sinn á íslenska boltann. Gary kveður land og þjóð með trega en hann er fullviss um að snúa aftur hingað til lands einn daginn. 19. september 2024 08:02
Eftirsjá Gary Martin: „Mín skoðun, fólk mun ekki vera sammála henni“ Gary Martin segist viss um að markametið í efstu deild hér á landi væri í hans eign hefði hann spilað með KR öll fjórtán ár sín hér á landi. Hann hefur sínar skoðanir á þessu og segir að fólk muni ekki vera sammála sér. Það sé þó allt í lagi. 19. september 2024 11:01