Framboð Baldurs þurfti að endurgreiða styrki sem fóru yfir hámark Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2024 18:48 Forsetaframbjóðandinn Baldur Þórhallsson með Felix Bergssyni eiginmanni sínum á kjörstað 1. júní. Anton Brink Baldur Þórhallsson þurfti að endurgreiða félögum sem styrktu forsetaframboð hans um samtals 800.000 krónur. Eigendur félaganna töldust tengdir öðrum félögum sem styrktu framboðið og því var heildarframlag þeirra fram yfir lögbundið hámark. Af þeim forsetaframbjóðendum sem þurftu að standa skil á uppgjöri til ríkisendurskoðunar er Baldur sá eini sem hefur enn ekki fengið staðfestingu á skilunum, tuttugu dögum eftir að skilafrestur rann út. Ástæðan er athugasemdir sem ríkisendurskoðun gerði við uppgjörið sem framboðið skilaði upphaflega. Valgeir Magnússon, kosningastjóri Baldurs, segir að athugasemdirnar hafi varðað framlög frá félögum sem töldust tengdir samkvæmt lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka. Tengdum aðilum ber að telja framlög sín saman en hámarksupphæð framlaga er 400.000 krónur fyrir bæði lögaðila og einstaklinga. Valgeir Magnússon, kosningastjóri Baldurs Þórhallssonar.Vísir/Vilhelm Tvö dæmi voru þannig um að tvö tengd félög hefðu gefið hámarksupphæðina hvort og þannig tvöfalt meira en þeim var heimilt samkvæmt lögum. Valgeir segir að helmingur styrkjanna hafi nú verið endurgreiddur, alls 800.000 krónur. Ríkisútvarpið sagði fyrst frá endurgreiðslunum. „Það tók bara svo langa tíma því við vorum búin að ganga frá og loka bankareikningum. Við þurftum að sækja aftur um bankareikning til þess að geta gert þetta með löglegum hætti og sýnt kvittanir til ríkisendurskoðunar eins og við áttum að gera,“ segir Valgeir. Alls nam kostnaður við framboð Baldurs um tuttugu milljónum króna, að sögn Valgeirs. Framboð Baldurs var þannig það fimmta dýrasta. Baldur var í fimmta sæti í kosningunum með 8,4 prósent atkvæða. Valgeir segir að langstærstur hluti framlaganna til framboðsins hafi verið frá einstaklingum sem styrktu það um á bilinu fimm til fimmtán þúsund krónur. Forsetakosningar 2024 Ríkisendurskoðun Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Fleiri fréttir Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Sjá meira
Af þeim forsetaframbjóðendum sem þurftu að standa skil á uppgjöri til ríkisendurskoðunar er Baldur sá eini sem hefur enn ekki fengið staðfestingu á skilunum, tuttugu dögum eftir að skilafrestur rann út. Ástæðan er athugasemdir sem ríkisendurskoðun gerði við uppgjörið sem framboðið skilaði upphaflega. Valgeir Magnússon, kosningastjóri Baldurs, segir að athugasemdirnar hafi varðað framlög frá félögum sem töldust tengdir samkvæmt lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka. Tengdum aðilum ber að telja framlög sín saman en hámarksupphæð framlaga er 400.000 krónur fyrir bæði lögaðila og einstaklinga. Valgeir Magnússon, kosningastjóri Baldurs Þórhallssonar.Vísir/Vilhelm Tvö dæmi voru þannig um að tvö tengd félög hefðu gefið hámarksupphæðina hvort og þannig tvöfalt meira en þeim var heimilt samkvæmt lögum. Valgeir segir að helmingur styrkjanna hafi nú verið endurgreiddur, alls 800.000 krónur. Ríkisútvarpið sagði fyrst frá endurgreiðslunum. „Það tók bara svo langa tíma því við vorum búin að ganga frá og loka bankareikningum. Við þurftum að sækja aftur um bankareikning til þess að geta gert þetta með löglegum hætti og sýnt kvittanir til ríkisendurskoðunar eins og við áttum að gera,“ segir Valgeir. Alls nam kostnaður við framboð Baldurs um tuttugu milljónum króna, að sögn Valgeirs. Framboð Baldurs var þannig það fimmta dýrasta. Baldur var í fimmta sæti í kosningunum með 8,4 prósent atkvæða. Valgeir segir að langstærstur hluti framlaganna til framboðsins hafi verið frá einstaklingum sem styrktu það um á bilinu fimm til fimmtán þúsund krónur.
Forsetakosningar 2024 Ríkisendurskoðun Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Fleiri fréttir Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Sjá meira